Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)?

Haukur Arnþórsson

1944
Ef litið er á hvað orðin þýða þá gæti orðið rafrænt staðið fyrir upplýsingakerfi sem flytja eða geyma gögn og upplýsingar á stafrænum miðlum. Upplýsingatækni (UT) felur til dæmis í sér tölvunotkun, skrifstofusjálfvirkni, fjarskipti og stjórnunartækni og tekur til fjölbreyttra stafrænna verkfæra fyrir ákvarðanatöku, stefnumörkun og stjórnun.

Lýðræði er oftast skilgreint sem stjórnarfyrirkomulag þar sem valdið er hjá almenningi. Hann getur notað valdið milliliðalaust í beinu lýðræði eða framselt það eins og í fulltrúalýðræði. Einkenni lýðræðiskerfa, og forsendur þess að það nái að þjóna hagsmunum almennings, eru einkum jafnrétti, þátttökuréttur og virk þátttaka, óhindraður aðgangur að upplýsingum og upplýstur skilningur, tjáningarfrelsi og áhrif á dagskrá mála, opnar kosningar og félagafrelsi.

Rafrænt lýðræði mætti þá skilgreina sem virka framkvæmd lýðræðis með hjálp upplýsingatækni, í stjórnmálum á ólíkum stjórnsýslustigum og í hnattrænum málum.


Upplýsingatæknin ber með sér nýja möguleika til að efla og auka lýðræði, jafnvel beint lýðræði. Tölvupóstur var tekinn í notkun í stjórnmálum í stórum stíl um 1990 og SMS-skilaboð um áratug síðar. Báðar þessar nýjungar juku hraða, þægindi og hagkvæmni og breyttu samskiptamáta fólks. Útgáfumöguleikar Netsins hafa líka gjörbreytt aðstöðu stjórnmálamanna, stjórnmálasamtaka og einstaklinga til að vekja athygli á skoðunum sínum. Opinberar stofnanir, sveitarfélög og jafnvel fyrirtæki birta upplýsingar á málefnasviðum sínum. Þannig hefur Netið auðveldað þeim að gera starfsemi sína gegnsærri en áður hefur verið.

Þar sem upplýsingatæknin er ný en lýðræðisformið og ferli þess gömul er sennilegt að upplýsingatæknin eigi ónotaða marga möguleika sem síðar komi í ljós og breyti hugsanlega lýðræðinu og ferlum þess.

Samkvæmt rannsóknum á vegum félagsvísindadeildar HÍ sumarið 2005 hefur framkvæmd lýðræðis með aðstoð rafrænna miðla aukið verulega upplýsingaöflun almennings og leitt af sér meiri og vandaðri upplýsingagjöf opinberra aðila og annarra þátttakenda lýðræðisins, svo sem stjórnmálamanna, fjölmiðla og alþjóðastofnana. Þá er einnig ljóst að rafrænt lýðræði getur aukið umtalsvert hraða málsmeðferðar og gert hana hagkvæmari. Að margra mati er gagnvirkt samband þátttakenda í lýðræði meira eftir rafrænum leiðum en annars.

Sumir telja að rafrænu lýðræði fylgi aukin leynd, minna einkalíf, aukinn kostnaður og aukið skrifræði. Samkvæmt áðurnefndum rannsóknum deilir naumur minnihluti landsmanna þessum áhyggjum.

Höfundur vinnur við rannsóknir á áhrifum upplýsingatækni á stjórnsýslu og lýðræði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

doktorsnemi við félagsvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

18.1.2006

Síðast uppfært

6.5.2019

Spyrjandi

Jónína Gunnarsdóttir

Tilvísun

Haukur Arnþórsson. „Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5574.

Haukur Arnþórsson. (2006, 18. janúar). Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5574

Haukur Arnþórsson. „Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5574>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)?
Ef litið er á hvað orðin þýða þá gæti orðið rafrænt staðið fyrir upplýsingakerfi sem flytja eða geyma gögn og upplýsingar á stafrænum miðlum. Upplýsingatækni (UT) felur til dæmis í sér tölvunotkun, skrifstofusjálfvirkni, fjarskipti og stjórnunartækni og tekur til fjölbreyttra stafrænna verkfæra fyrir ákvarðanatöku, stefnumörkun og stjórnun.

Lýðræði er oftast skilgreint sem stjórnarfyrirkomulag þar sem valdið er hjá almenningi. Hann getur notað valdið milliliðalaust í beinu lýðræði eða framselt það eins og í fulltrúalýðræði. Einkenni lýðræðiskerfa, og forsendur þess að það nái að þjóna hagsmunum almennings, eru einkum jafnrétti, þátttökuréttur og virk þátttaka, óhindraður aðgangur að upplýsingum og upplýstur skilningur, tjáningarfrelsi og áhrif á dagskrá mála, opnar kosningar og félagafrelsi.

Rafrænt lýðræði mætti þá skilgreina sem virka framkvæmd lýðræðis með hjálp upplýsingatækni, í stjórnmálum á ólíkum stjórnsýslustigum og í hnattrænum málum.


Upplýsingatæknin ber með sér nýja möguleika til að efla og auka lýðræði, jafnvel beint lýðræði. Tölvupóstur var tekinn í notkun í stjórnmálum í stórum stíl um 1990 og SMS-skilaboð um áratug síðar. Báðar þessar nýjungar juku hraða, þægindi og hagkvæmni og breyttu samskiptamáta fólks. Útgáfumöguleikar Netsins hafa líka gjörbreytt aðstöðu stjórnmálamanna, stjórnmálasamtaka og einstaklinga til að vekja athygli á skoðunum sínum. Opinberar stofnanir, sveitarfélög og jafnvel fyrirtæki birta upplýsingar á málefnasviðum sínum. Þannig hefur Netið auðveldað þeim að gera starfsemi sína gegnsærri en áður hefur verið.

Þar sem upplýsingatæknin er ný en lýðræðisformið og ferli þess gömul er sennilegt að upplýsingatæknin eigi ónotaða marga möguleika sem síðar komi í ljós og breyti hugsanlega lýðræðinu og ferlum þess.

Samkvæmt rannsóknum á vegum félagsvísindadeildar HÍ sumarið 2005 hefur framkvæmd lýðræðis með aðstoð rafrænna miðla aukið verulega upplýsingaöflun almennings og leitt af sér meiri og vandaðri upplýsingagjöf opinberra aðila og annarra þátttakenda lýðræðisins, svo sem stjórnmálamanna, fjölmiðla og alþjóðastofnana. Þá er einnig ljóst að rafrænt lýðræði getur aukið umtalsvert hraða málsmeðferðar og gert hana hagkvæmari. Að margra mati er gagnvirkt samband þátttakenda í lýðræði meira eftir rafrænum leiðum en annars.

Sumir telja að rafrænu lýðræði fylgi aukin leynd, minna einkalíf, aukinn kostnaður og aukið skrifræði. Samkvæmt áðurnefndum rannsóknum deilir naumur minnihluti landsmanna þessum áhyggjum.

Höfundur vinnur við rannsóknir á áhrifum upplýsingatækni á stjórnsýslu og lýðræði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...