Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1240 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað stendur á Rósettusteininum?

Á Rósettusteininn er letraður sami texti á þremur mismunandi ritmálum: híeróglýfum (e. hieroglyphic) eða helgrúnum sem notaðar voru fyrir trúarleg efni, alþýðuletri (e. demotic) og loks grísku sem yfirstéttin talaði. Textinn er ritaður af prestum frá Memfis (e. Memphis) í Egyptalandi árið 196 f. Kr. og er Ptólemaí...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?

Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?

Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysist...

category-iconHeimspeki

Er hægt að svara spurningu með spurningu?

Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál. Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?

Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...

category-iconHeimspeki

Er illu best aflokið?

Það er margt sem bendir til þess að illu sé einmitt best aflokið. Eins og til dæmis að skrifa loksins þetta svar fyrir Vísindavefinn við spurningu sem barst vefnum fyrir löngu. Nokkur sannindi virðast yfirleitt felast í málsháttum. Sykurvíma páskaeggjaneyslu gæti vissulega spilað inn í sannfæringarkraft þeirra en ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...

category-iconNæringarfræði

Hver fann upp pasta?

Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘. Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talis...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?

Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...

category-iconHugvísindi

Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju. Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stunda...

category-iconVeðurfræði

Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?

Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...

Fleiri niðurstöður