Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Ármann Jakobsson

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tungumál.

Í Völsunga sögu eru um 30 vísur og greinir þar frá Sigurði Fáfnisbana og forfeðrum hans. Fjölmörg af Eddukvæðunum í Konungsbók Eddukvæða (Codex regius) fjalla einnig um þessar sömu söguhetjur. Sköpunarsaga Völsunga sögu er mjög flókin og hún tengist ekki aðeins Eddukvæðum heldur einnig Snorra-Eddu, Þiðreks sögu og Niflungaljóðum.


Drekinn Fáfnir liggur á gulli.

Meginefni sögunnar er saga Sigurðar Fáfnisbana sem drap drekann Fáfni, gekk að eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlogann til Brynhildar Buðladóttur. Brátt kom upp ósætti í fjölskyldunni og Gunnar Gjúkason, eiginmaður Brynhildar en mágur Sigurðar og vinur, drap Sigurð. Brynhildur gekk á bál og Guðrún Gjúkadóttir var gefin Atla sem síðan vó bræður hennar, Gunnar og Högna. Guðrún hefndi svo bræðra sinna með því að myrða eiginmann sinn og unga syni þeirra.

Völsunga saga er yfirleitt talin til fornaldarsagna Norðurlanda en það er sundurleitur flokkur sagna sem taldar eru gerast á forsögulegum tíma (frá 400 til 800 e.Kr.). Hefur hún lengi notið mikilla vinsælda um alla Evrópu og var þýdd á ensku af William Morris og Eiríki Magnússyni árið 1870. Þá útgáfu eignaðist J. R. R. Tolkien á unga aldri þegar hann keypti hana fyrir verðlaunafé fyrir góðan árangur í ensku í Oxford árið 1914. Vitað er að á háskólaárunum skemmti Tolkien félögum sínum með sögum upp úr Völsunga sögu.


Í Hringadróttinssögu var sverðið Andúril smíðað úr brotum Narsils. Myndin er úr kvikmyndinni The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring.

Áhrif Völsunga sögu á Tolkien eru einkum óbein. Segja má að hinn hryssingslegi en ástríðufulli andi norrænna fornbókmennta lifi góðu lífi með ýmsum persónum Hringadróttinssögu, til dæmis riddurum Róhans. Um bein áhrif er einnig að ræða. Bæði í Völsunga sögu og Hringadróttinssögu er sverð smíðað úr sverðsbrotum. Í Völsunga sögu sem og Hobbitanum kemur fyrir dreki sem liggur á gulli. Samræður Bilbó Bagga við drekann í Hobbitanum eru undir greinilegum áhrifum frá samræðum hetjunnar Sigurðar og drekans Fáfnis í Völsunga sögu og kvæðinu Fáfnismálum í Konungsbók Eddukvæða.

Í eðli sínu er þó Hringadróttinssaga ekkert sérstaklega lík Völsunga sögu né öðrum norrænum miðaldasögum. Enski fræðimaðurinn Tom Shippey hefur rökstutt að Völsunga saga hafi haft mun meiri áhrif á bókina Silmerillinn sem út kom eftir andlát Tolkiens (sjá Shippey, The Road to Middle-Earth). En hitt er ljóst að Tolkien mat norrænar fornbókmenntir mjög mikils og ekki síst Völsunga sögu. Tolkien túlkaði og skýrði hinn norræna menningararf bæði í fræðibókum en ekki síður í skáldsögum sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

  • Image:Ring41.jpg. Myndin er eftir Arthur Rackham. Hún birtist fyrst í Wagner, Richard (1911). Siegfried and the Twilight of the Gods. London: William Heinemann, New York: Doubleday, Page.
  • Image:Narsil.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Upphaflega er myndin úr kvikmyndinni The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

12.2.2007

Síðast uppfært

29.7.2021

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2007, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6494.

Ármann Jakobsson. (2007, 12. febrúar). Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6494

Ármann Jakobsson. „Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2007. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6494>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?
Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tungumál.

Í Völsunga sögu eru um 30 vísur og greinir þar frá Sigurði Fáfnisbana og forfeðrum hans. Fjölmörg af Eddukvæðunum í Konungsbók Eddukvæða (Codex regius) fjalla einnig um þessar sömu söguhetjur. Sköpunarsaga Völsunga sögu er mjög flókin og hún tengist ekki aðeins Eddukvæðum heldur einnig Snorra-Eddu, Þiðreks sögu og Niflungaljóðum.


Drekinn Fáfnir liggur á gulli.

Meginefni sögunnar er saga Sigurðar Fáfnisbana sem drap drekann Fáfni, gekk að eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlogann til Brynhildar Buðladóttur. Brátt kom upp ósætti í fjölskyldunni og Gunnar Gjúkason, eiginmaður Brynhildar en mágur Sigurðar og vinur, drap Sigurð. Brynhildur gekk á bál og Guðrún Gjúkadóttir var gefin Atla sem síðan vó bræður hennar, Gunnar og Högna. Guðrún hefndi svo bræðra sinna með því að myrða eiginmann sinn og unga syni þeirra.

Völsunga saga er yfirleitt talin til fornaldarsagna Norðurlanda en það er sundurleitur flokkur sagna sem taldar eru gerast á forsögulegum tíma (frá 400 til 800 e.Kr.). Hefur hún lengi notið mikilla vinsælda um alla Evrópu og var þýdd á ensku af William Morris og Eiríki Magnússyni árið 1870. Þá útgáfu eignaðist J. R. R. Tolkien á unga aldri þegar hann keypti hana fyrir verðlaunafé fyrir góðan árangur í ensku í Oxford árið 1914. Vitað er að á háskólaárunum skemmti Tolkien félögum sínum með sögum upp úr Völsunga sögu.


Í Hringadróttinssögu var sverðið Andúril smíðað úr brotum Narsils. Myndin er úr kvikmyndinni The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring.

Áhrif Völsunga sögu á Tolkien eru einkum óbein. Segja má að hinn hryssingslegi en ástríðufulli andi norrænna fornbókmennta lifi góðu lífi með ýmsum persónum Hringadróttinssögu, til dæmis riddurum Róhans. Um bein áhrif er einnig að ræða. Bæði í Völsunga sögu og Hringadróttinssögu er sverð smíðað úr sverðsbrotum. Í Völsunga sögu sem og Hobbitanum kemur fyrir dreki sem liggur á gulli. Samræður Bilbó Bagga við drekann í Hobbitanum eru undir greinilegum áhrifum frá samræðum hetjunnar Sigurðar og drekans Fáfnis í Völsunga sögu og kvæðinu Fáfnismálum í Konungsbók Eddukvæða.

Í eðli sínu er þó Hringadróttinssaga ekkert sérstaklega lík Völsunga sögu né öðrum norrænum miðaldasögum. Enski fræðimaðurinn Tom Shippey hefur rökstutt að Völsunga saga hafi haft mun meiri áhrif á bókina Silmerillinn sem út kom eftir andlát Tolkiens (sjá Shippey, The Road to Middle-Earth). En hitt er ljóst að Tolkien mat norrænar fornbókmenntir mjög mikils og ekki síst Völsunga sögu. Tolkien túlkaði og skýrði hinn norræna menningararf bæði í fræðibókum en ekki síður í skáldsögum sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

  • Image:Ring41.jpg. Myndin er eftir Arthur Rackham. Hún birtist fyrst í Wagner, Richard (1911). Siegfried and the Twilight of the Gods. London: William Heinemann, New York: Doubleday, Page.
  • Image:Narsil.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Upphaflega er myndin úr kvikmyndinni The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring.
...