Sólin Sólin Rís 10:11 • sest 17:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:30 • Sest 08:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:19 • Síðdegis: 14:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:50 • Síðdegis: 21:09 í Reykjavík

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?

Ritstjórn Vísindavefsins

Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja.

En af hverju er þessu svona háttað?

Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að það gerist aldrei - við áttuðum okkur á því þegar við lögðum höfuðið í bleyti, lásum Biblíuna og beittum einfaldri rökhugsun.

Vandinn við vatnið var ljós allt frá sköpun heimsins. Við höfum komist að því að það eina sem Guð skapaði ekki var vatnið. Það er augljóst ef menn lesa fyrstu Mósebók. Þar stendur:
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum.
Guð skapaði himin og jörð en jörðin var auð og tóm. Engu að síður svífur andi Guðs yfir vötnunum. Þetta bendir greinilega til þess að vötnin hafi ekki verið sköpunarverk Guðs.

Þess vegna hlýtur Guð að hafa þurft að vígja vatnið og eftir að hann gerði það hefur allt vatn verið heilagt. En þá hljóta menn að spyrja af hverju vígja prestar þá vatnið. Er ekki allt vatn heilagt?

Greinilega ekki. Varla standa prestar blautir á bakvið eyrun og vinna tóm óþarfaverk? En við höfum líka tekið eftir öðru. Prestar skíra ekki börn nema vatnið sé á fljótandi formi. Við höfum aldrei séð barn skírt með klaka eða presta framkvæma gufuskírn. Af þessari athugun drögum við þá ályktun að hamskipti vatnsins séu ekki af hinu góða. Um illsku hamskiptanna skrifaði rithöfundurinn Franz Kafka líka heila bók. Hún segir frá manni sem varð að bjöllu. Það er ekki gott.

En það eru einmitt hamskipti og hringrás vatnsins sem valda því að prestar þurfa að endurvígja allt vatn. Vatnið sem prestar skíra með, þó það sé á fljótandi formi, er ekki sama vatnið og Guð gerði heilagt. Það hefur auðvitað gufað upp og fallið aftur til jarðar og þá afhelgast.

Af öllu þessu er ljóst að til að greina vígt vatn verðum við að fara í kirkju.

Ef menn lenda í mikilli klípu og standa frammi fyrir vatni sem þeir halda að gæti verið vígt en vilja bara óvígt vatn - þá er einfaldlega best að koma af stað hamskiptum. Til dæmis með því að reyna að frysta vatnið - þeir sem eru beinlínis í kreppu ættu að fá sér klakavéĺ á heimilið - eða þá að beita hárblásaranum og láta vatnið gufa upp. Þegar því er lokið þá er alveg víst að vatnið er óvígt.

Við höfum annars líka borið málið undir nokkra efnafræðinga sem starfa í sama húsi og ritstjórn Vísindavefsins. Þeir eru allra manna fróðastir um sameindir, en vatnssameindin er einmitt ein algengasta sameindin auk þess sem hún er tiltölulega einföld en samt áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Það er einmitt vatnssameindinni að þakka að vatn skuli vera svona mikilvægt í umhverfi okkar. En skyldi sameind af vígðu vatn vera öðru vísi en venjuleg vatnssameind? Í samvinnu við efnafræðingana höfum við komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki, en hins vegar raðist sameindapör í vígðu vatni öðruvísi en í óvígðu. Þetta er sýnt nánar hér á myndinni. Eins og lesandinn getur séð mynda þessar tvær vígðu sameindir eins konar kross.


Tvær vel vígðar vatnssameindir, líklega alveg innvígðar og innmúraðar. Rauðu punktarnir tákna súrefnisatóm (O) og gráu punktarnir vetnisatóm (H).

Krossinn er þó af einhverjum ástæðum ekki alveg eins og við eigum að venjast. Við vitum ekki gjörla af hverju það er, en höfum þó tiltekna aðila heimsmyndarinnar undir grun, að þeir kunni að hafa laumast í smiðjuna og skekkt krossinn. Hvað heldur þú, lesandi góður?


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar og ber ekki að taka eitt einasta orð í því alvarlega á nokkurn hátt. Ef einhver lesandi gerir það firrum við okkur allri ábyrgð.

Útgáfudagur

18.1.2008

Spyrjandi

Sverrir Ásmundsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2008. Sótt 31. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7014.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 18. janúar). Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7014

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2008. Vefsíða. 31. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7014>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?
Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja.

En af hverju er þessu svona háttað?

Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að það gerist aldrei - við áttuðum okkur á því þegar við lögðum höfuðið í bleyti, lásum Biblíuna og beittum einfaldri rökhugsun.

Vandinn við vatnið var ljós allt frá sköpun heimsins. Við höfum komist að því að það eina sem Guð skapaði ekki var vatnið. Það er augljóst ef menn lesa fyrstu Mósebók. Þar stendur:
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum.
Guð skapaði himin og jörð en jörðin var auð og tóm. Engu að síður svífur andi Guðs yfir vötnunum. Þetta bendir greinilega til þess að vötnin hafi ekki verið sköpunarverk Guðs.

Þess vegna hlýtur Guð að hafa þurft að vígja vatnið og eftir að hann gerði það hefur allt vatn verið heilagt. En þá hljóta menn að spyrja af hverju vígja prestar þá vatnið. Er ekki allt vatn heilagt?

Greinilega ekki. Varla standa prestar blautir á bakvið eyrun og vinna tóm óþarfaverk? En við höfum líka tekið eftir öðru. Prestar skíra ekki börn nema vatnið sé á fljótandi formi. Við höfum aldrei séð barn skírt með klaka eða presta framkvæma gufuskírn. Af þessari athugun drögum við þá ályktun að hamskipti vatnsins séu ekki af hinu góða. Um illsku hamskiptanna skrifaði rithöfundurinn Franz Kafka líka heila bók. Hún segir frá manni sem varð að bjöllu. Það er ekki gott.

En það eru einmitt hamskipti og hringrás vatnsins sem valda því að prestar þurfa að endurvígja allt vatn. Vatnið sem prestar skíra með, þó það sé á fljótandi formi, er ekki sama vatnið og Guð gerði heilagt. Það hefur auðvitað gufað upp og fallið aftur til jarðar og þá afhelgast.

Af öllu þessu er ljóst að til að greina vígt vatn verðum við að fara í kirkju.

Ef menn lenda í mikilli klípu og standa frammi fyrir vatni sem þeir halda að gæti verið vígt en vilja bara óvígt vatn - þá er einfaldlega best að koma af stað hamskiptum. Til dæmis með því að reyna að frysta vatnið - þeir sem eru beinlínis í kreppu ættu að fá sér klakavéĺ á heimilið - eða þá að beita hárblásaranum og láta vatnið gufa upp. Þegar því er lokið þá er alveg víst að vatnið er óvígt.

Við höfum annars líka borið málið undir nokkra efnafræðinga sem starfa í sama húsi og ritstjórn Vísindavefsins. Þeir eru allra manna fróðastir um sameindir, en vatnssameindin er einmitt ein algengasta sameindin auk þess sem hún er tiltölulega einföld en samt áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Það er einmitt vatnssameindinni að þakka að vatn skuli vera svona mikilvægt í umhverfi okkar. En skyldi sameind af vígðu vatn vera öðru vísi en venjuleg vatnssameind? Í samvinnu við efnafræðingana höfum við komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki, en hins vegar raðist sameindapör í vígðu vatni öðruvísi en í óvígðu. Þetta er sýnt nánar hér á myndinni. Eins og lesandinn getur séð mynda þessar tvær vígðu sameindir eins konar kross.


Tvær vel vígðar vatnssameindir, líklega alveg innvígðar og innmúraðar. Rauðu punktarnir tákna súrefnisatóm (O) og gráu punktarnir vetnisatóm (H).

Krossinn er þó af einhverjum ástæðum ekki alveg eins og við eigum að venjast. Við vitum ekki gjörla af hverju það er, en höfum þó tiltekna aðila heimsmyndarinnar undir grun, að þeir kunni að hafa laumast í smiðjuna og skekkt krossinn. Hvað heldur þú, lesandi góður?


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar og ber ekki að taka eitt einasta orð í því alvarlega á nokkurn hátt. Ef einhver lesandi gerir það firrum við okkur allri ábyrgð....