Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5552 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...

category-iconFélagsvísindi

Dvöldu útilegumennirnir einir á fjöllum eða héldu þér til í hópum? Var fólk almennt hrætt við þá?

Þekking okkar á útilegumönnum er fyrst og fremst komin úr þjóðsögum og því er erfitt að tala um útilegumenn öðruvísi en sem þjóðsagnapersónur - sem við höfum dæmi um allt frá fornöld í sögum af Gretti sterka. Í munnmælasögum frá 17. öld eru huldudalir í óbyggðum ekki setnir útilegumönnum sem fólki stafar ógn af, e...

category-iconFornfræði

Hverjar voru dætur Seifs?

Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér hvernig Seifur í grískri goðafræði hegðaði sér í hjónabandi sínu við Heru? Var hann henni trúr? Af hverju hélt hann framhjá henni? Í grískri goðafræði var Seifur æðstur goðanna. Hann var veðurguð og talinn bæði almáttugur og alsjáandi. Þrátt fyrir að vera giftu...

category-iconHeimspeki

Hvað er tónlist?

Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstífla og hvernig er hægt að losna við hana?

Ritstörf eru þess eðlis að vel mætti halda því fram að ekkert sé til sem heitir ritstífla, svo fremi sem líkams- og heilastarfsemi ritarans sé innan eðlilegra marka. Það að segjast ekki geta skrifað sökum ritstíflu sé bara afsökun fyrir að takast ekki á við ritsmíðaverkefnið eða slá því á frest. Samt sem áður lend...

category-iconHugvísindi

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er slímhúðarflakk og hver eru einkenni þess?

Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg. Hún hverfur svo með tíðablóðinu ef ekki verður þungun og þannig gengur þetta aftur o...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margar holur á golfkúlum?

Holufjöldinn á golfkúlum er breytilegur eftir tegundum en algengt er að hann sé um 400. Í sumum tilvikum er hans getið í tegundarheiti og stundum fylgir einnig orð eða skammstöfun sem segir til um hver lögunin á holunni er (hringlaga, fimmhyrningar, sexhyrningar og svo framvegis). Holurnar og einkenni þeirra hafa ...

category-iconStærðfræði

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. ...

category-iconUmhverfismál

Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?

Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?

Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?

Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsta leikjatölvan?

Fyrsta leikjatölvan var Magnavox Odyssey sem hönnuð var af Ralph Baer. Árið 1951 fékk Baer þá hugmynd að áhugavert væri að búa til einhvers konar gagnvirkt sjónvarp sem nota mætti til leikja. Hann hafði þó ekki tækifæri til að búa til nokkuð slíkt fyrr en allmörgum árum seinna. 1966 fékk Baer loksins fjármagn ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er séríslenskt?

Þetta er snúin spurning. Þó má draga fram nokkur atriði sem gætu réttlætt þessa einkunn: Eitthvað hefur orðið til á Íslandi og hvergi annars staðar. Eitthvað hefur flust til Íslands og varðveist þar en horfið annars staðar. Eitthvert fjölþjóðlegt fyrirbæri hefur fengið sérstætt snið á Íslandi. Áður en f...

category-iconVeðurfræði

Hver er eðlismassi lofts?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...

Fleiri niðurstöður