Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1400 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Eru til kort sem sýna þessi nöfn? Nöfn sem notuð voru af norrænum mönnum á víkingatímanum yfir lönd eða svæði í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu er ekki að finna á neinum kortum frá þeim ...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta plöntur ekki bundið nitur eins og koltvísýring?

Stutta svarið Þetta er ágætis spurning og stutta svarið við henni er að plöntur geta ekki bundið nitur af sjálfsdáðum. Nitur (einnig nefnt köfnunarefni) er algengasta frumefnið í andrúmsloftinu en er þó takmarkandi þáttur í mörgum vistkerfum, einmitt vegna þess að plöntur geta ekki tekið það beint úr loftinu. L...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær og af hverju tóku Íslendingar upp á því að borða hamborgarhrygg á jólunum?

Stutta svarið við spurningunni er að hamborgarhryggur barst hingað frá Danmörku. Hann varð að eiginlegri jólahefð hér á landi, meðal annars vegna stóraukinnar svínaræktar sem Þorvaldur Guðmundsson, oftast kenndur við Síld og fisk, stofnaði til um miðjan sjötta áratug seinustu aldar á jörðinni Minni-Vatnsleysu á Va...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?

Hvers konar rit er Tómasarguðspjall? Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisag...

category-iconSálfræði

Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?

Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

category-iconFornfræði

Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver var Marcus Quintilianus? (Svana) Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth) Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamó...

category-iconHugvísindi

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?

Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?

Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að endurlífga útdauð dýr?

Í sögu lífs á jörðinni eru þekktar fimm stórar útdauðahrinur þar sem margar tegundir og fjölskyldur lífvera dóu út. Ein slík hrina varð til dæmis við lok permtímabilsins og önnur í lok krítartímans þegar risaeðlurnar dóu út (endanlega, nema fuglarnir sem eru af þeim komnir). Sjötta útdauðahrinan er hafin. Ólíkt þe...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

Fleiri niðurstöður