Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?

Jón Ásgeir Sigurvinsson

Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþekktir. Ritin eru líka skrifuð á afar löngu tímabili sem spannar að minnsta kosti heilt árþúsund.

Hin helga ritning gyðinga, Tenak, sem kristnir menn kalla Gamla testamentið (Gt.), inniheldur 39 rit frá ólíkum tímum, rituð á hebresku og arameísku. Elstu textarnir – svo sem Debóruljóðið í Dóm 5.1-31 – gætu verið frá lokum annars eða frá upphafi fyrsta árþúsunds f.Kr.[1] en yngstu textarnir – t.d. yngstu hlutar Króníkubókanna – frá 3. öld f.Kr.[2] Þar við bætast svo kölluð deuterokanonísk eða apokrýf rit sem sum eru nokkuð yngri. Það er mismunandi eftir kirkjudeildum hvort og þá hver þessara rita eru talin tilheyra helgiritasafninu, það er Biblíunni.[3] Nýjasta íslenska Biblíuþýðingin frá 2007 inniheldur til viðbótar við Tenak hin sjö deuterokanonísku rit og viðbætur við Esterarbók og Daníelsbók eins og gríska Sjötíumannaþýðingin, auk Bænar Manasse og Bréfs Jeremía.

Hin helga ritning gyðinga nefnist Tenak. Kristnir menn kalla það rit Gamla testamentið. Myndin er tekin um 1910 í Úsbekistan og sýnir drengi og kennara þeirra við lestur í skóla gyðinga.

Nýja testamentið (Nt.) inniheldur 27 rit sem hægt er að skipta í þrjá flokka: 1) guðspjöllin og Postulasöguna, 2) bréfin og 3) Opinberun Jóhannesar.[4] Fjórtán bréf eru eignuð Páli postula en umdeilt er meðal fræðimanna hversu mörg þeirra voru í raun rituð af Páli. Þó ríkir nánast einhugur um að eftirfarandi sjö bréf séu rituð af Páli sjálfum: Rómverjabréfið, 1. og 2. Korintubréf, Galatabréfið, Filippíbréfið, 1. Þessalonikubréf og Fílemonsbréfið.[5] Upphaf Opinberunarbókarinnar nefnir „Jóhannes“ nokkurn sem höfund en meira er ekki um hann vitað. Annað og þriðja Jóhannesarbréf eru rituð af manni sem kallar sig „öldung“ (gr. presbyter) en viðtakendur bréfanna hafa augljóslega þekkt hann undir þeim virðingartitli.

Önnur rit Nt. eru að öllum líkindum eignuð eða tengd við postullega höfunda, það er lærisveina Jesú eða aðrar leiðandi persónur í frumsöfnuði kristinna manna, en lítil eða engin deili eru vituð á hverjum höfundi. Þó hafa fræðimenn getað, á grundvelli textans, gert sér nokkuð vel grundaða hugmynd um ritunarstað og -tíma einstakra rita og leitt líkur að félagslegum aðstæðum og uppruna höfundarins, eins og til dæmis í tilfelli Matteusarguðspjalls. Höfundur Matteusarguðspjalls hefur líklega verið gyðing-kristinn lögspekingur sem búið hefur í Sýrlandi, mögulega í borginni Antiokkíu.[6]

Sú venja að eigna ritverk persónum, sem af einhverjum orsökum þóttu merkilegar eða mikilvægar í viðkomandi menningarsamhengi, var útbreidd í fornöld. Þetta fyrirbæri kallast pseudepigrafía, það er „fölsk tileinkun“ (þ. Pseudepigraphie < gr. pseudos + epigrafe) og er af ýmsu tagi og í ýmsum tilgangi. Það var til að mynda nokkuð algengt að heimspekirit rituð í samhengi einstakra „heimspekiskóla“ væru eignuð upphafsmanni viðkomandi „skóla“. Hið sama átti við um „málfræðiskóla“ og um trúarleg rit. Þá er ákveðinni hugmyndahefð viðhaldið og hún útvíkkuð í anda og nafni upphafsmanns viðkomandi „skóla“ eða hefðar.[7] Sambærilegt fyrirbæri má til dæmis sjá í tilfelli spámannaritanna í Gt.

Ein tegund af falskri höfundartileinkun skýrist af því að viðkomandi texti þykir einkennandi fyrir ákveðinn höfund og því öðlast höfundarnafnið visst flokkunarhlutverk. Þetta á til dæmis við um þegar rit af ákveðnu tagi eða úr ákveðnu fagi eru eignuð leiðandi sögulegum persónum sem þar með verða holdgervingar fyrir viðkomandi tegund texta eða fræðasvið. Sem dæmi um þetta má nefna þegar rit um læknisfræði eru eignuð Hippokratesi, rit um stærðfræði Evklíð, rit um tónlist Aristoxenosi og rit um málfræði Aristofanesi.[8]

Það er dæmi um svonefnda falska tileinkun (pseudepigrafía) þegar Sálmarnir í Gamla testamentinu eru eignaðir Davíð konungi. Myndin sýnir Davíð konung leika á hörpu. Hún er máluð 1670 af hollenska málaranum Jan de Bray (um 1627-1697).

Dæmi um slíka holdgervingu ákveðinna eiginleika, sem endurspeglast í því að viðkomandi persónu er eignuð ákveðin tegund texta, finnast í Gamla testamentinu þar sem margir sálmar eru í 1. versi eignaðir Davíð konungi. Það hefur síðan leitt til þess að Sálmarnir í heild hafa verið eignaðir Davíð og eru því oft nefndir Davíðssálmar. Á sama hátt eru Orðskviðirnir og Ljóðaljóðin í upphafsversi eignuð Salómon konungi, sem í Gt. og gyðinglegri hefð telst vera holdgervingur visku og speki. Þannig hefur hefðin einnig tengt Speki Salómons, sem telst til apokrýfra rita Gt, við konunginn. Samkvæmt gyðinglegri og kristinni hefð var Móses höfundur fyrstu fimm bóka Gt. sem á hebresku kallast Tora („leiðsögn“) og fjalla að stórum hluta um Móse sjálfan. Í íslenskum Biblíuþýðingum eru þessar bækur kenndar við Móse í samræmi við hefðina um höfundarverk hans. Engu að síður er almennt ekki litið svo á, hvorki í hinni rómversk-kaþólsku né í evangelísk-lútherskum kirkjum, að Móses sé eiginlegur höfundur efnis í Mósebókum, heldur að um pseudepigrafíu sé að ræða.

Hvað spámannabækur Gt. varðar má hins vegar í flestum tilfellum gera ráð fyrir að að minnsta kosti einhver kjarni textans sé raunverulega eftir þann spámann sem ritið er kennt við. Sú skoðun hefur t.d. verið ríkjandi – en er þó ekki óumdeild – að Jes 6.1-9.6 sé sjálfsævisögulegur texti spámannsins Jesaja sem lifði og hrærðist í Jerúsalem á ofanverðri 8. öld f.Kr. Lærisveinar spámannsins og í framhaldinu sá guðfræðilegi „skóli“, sem kenndi sig við hann, hafi síðan bætt við upprunalega textann þannig að á endanum sé minnstur hluti textans eftir spámanninn sjálfan. Þar með erum við komin með þá stöðu að hluti af textanum er sannarlega eftir hinn meinta höfund en hluti hans er verk annarra.

Af framansögðu má ráða að ekki er hægt að gefa einfalt svar við spurningunni „Hver skrifaði Biblíuna?“ Þar er um afar flókna og langa sögu að ræða sem fræðimenn eru stöðugt að glíma við.

Tilvísanir:
 1. ^ Eder, S. (2009) § 3.2.2.
 2. ^ Labahn, A. (2007) § 7.
 3. ^ Sjá t.d. Scharbert (1981) 12-16.
 4. ^ Bull, K.-M. Bull, K.-M. http://www.bibelwissenschaft.de/bibelkunde/neues-testament/.
 5. ^ Bull, K.-M. http://www.bibelwissenschaft.de/bibelkunde/neues-testament/paulinische-briefe/.
 6. ^ Bull, K.-M. http://www.bibelwissenschaft.de/bibelkunde/neues-testament/evangelien/matthaeus/.
 7. ^ Janßen, M. (2011) § 1.4.4.
 8. ^ Janßen, M. (2011) § 1.2.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Ásgeir Sigurvinsson

doktor í guðfræði

Útgáfudagur

18.2.2015

Spyrjandi

4.K í Laugarnesskóla

Tilvísun

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2015. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69097.

Jón Ásgeir Sigurvinsson. (2015, 18. febrúar). Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69097

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2015. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69097>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?
Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþekktir. Ritin eru líka skrifuð á afar löngu tímabili sem spannar að minnsta kosti heilt árþúsund.

Hin helga ritning gyðinga, Tenak, sem kristnir menn kalla Gamla testamentið (Gt.), inniheldur 39 rit frá ólíkum tímum, rituð á hebresku og arameísku. Elstu textarnir – svo sem Debóruljóðið í Dóm 5.1-31 – gætu verið frá lokum annars eða frá upphafi fyrsta árþúsunds f.Kr.[1] en yngstu textarnir – t.d. yngstu hlutar Króníkubókanna – frá 3. öld f.Kr.[2] Þar við bætast svo kölluð deuterokanonísk eða apokrýf rit sem sum eru nokkuð yngri. Það er mismunandi eftir kirkjudeildum hvort og þá hver þessara rita eru talin tilheyra helgiritasafninu, það er Biblíunni.[3] Nýjasta íslenska Biblíuþýðingin frá 2007 inniheldur til viðbótar við Tenak hin sjö deuterokanonísku rit og viðbætur við Esterarbók og Daníelsbók eins og gríska Sjötíumannaþýðingin, auk Bænar Manasse og Bréfs Jeremía.

Hin helga ritning gyðinga nefnist Tenak. Kristnir menn kalla það rit Gamla testamentið. Myndin er tekin um 1910 í Úsbekistan og sýnir drengi og kennara þeirra við lestur í skóla gyðinga.

Nýja testamentið (Nt.) inniheldur 27 rit sem hægt er að skipta í þrjá flokka: 1) guðspjöllin og Postulasöguna, 2) bréfin og 3) Opinberun Jóhannesar.[4] Fjórtán bréf eru eignuð Páli postula en umdeilt er meðal fræðimanna hversu mörg þeirra voru í raun rituð af Páli. Þó ríkir nánast einhugur um að eftirfarandi sjö bréf séu rituð af Páli sjálfum: Rómverjabréfið, 1. og 2. Korintubréf, Galatabréfið, Filippíbréfið, 1. Þessalonikubréf og Fílemonsbréfið.[5] Upphaf Opinberunarbókarinnar nefnir „Jóhannes“ nokkurn sem höfund en meira er ekki um hann vitað. Annað og þriðja Jóhannesarbréf eru rituð af manni sem kallar sig „öldung“ (gr. presbyter) en viðtakendur bréfanna hafa augljóslega þekkt hann undir þeim virðingartitli.

Önnur rit Nt. eru að öllum líkindum eignuð eða tengd við postullega höfunda, það er lærisveina Jesú eða aðrar leiðandi persónur í frumsöfnuði kristinna manna, en lítil eða engin deili eru vituð á hverjum höfundi. Þó hafa fræðimenn getað, á grundvelli textans, gert sér nokkuð vel grundaða hugmynd um ritunarstað og -tíma einstakra rita og leitt líkur að félagslegum aðstæðum og uppruna höfundarins, eins og til dæmis í tilfelli Matteusarguðspjalls. Höfundur Matteusarguðspjalls hefur líklega verið gyðing-kristinn lögspekingur sem búið hefur í Sýrlandi, mögulega í borginni Antiokkíu.[6]

Sú venja að eigna ritverk persónum, sem af einhverjum orsökum þóttu merkilegar eða mikilvægar í viðkomandi menningarsamhengi, var útbreidd í fornöld. Þetta fyrirbæri kallast pseudepigrafía, það er „fölsk tileinkun“ (þ. Pseudepigraphie < gr. pseudos + epigrafe) og er af ýmsu tagi og í ýmsum tilgangi. Það var til að mynda nokkuð algengt að heimspekirit rituð í samhengi einstakra „heimspekiskóla“ væru eignuð upphafsmanni viðkomandi „skóla“. Hið sama átti við um „málfræðiskóla“ og um trúarleg rit. Þá er ákveðinni hugmyndahefð viðhaldið og hún útvíkkuð í anda og nafni upphafsmanns viðkomandi „skóla“ eða hefðar.[7] Sambærilegt fyrirbæri má til dæmis sjá í tilfelli spámannaritanna í Gt.

Ein tegund af falskri höfundartileinkun skýrist af því að viðkomandi texti þykir einkennandi fyrir ákveðinn höfund og því öðlast höfundarnafnið visst flokkunarhlutverk. Þetta á til dæmis við um þegar rit af ákveðnu tagi eða úr ákveðnu fagi eru eignuð leiðandi sögulegum persónum sem þar með verða holdgervingar fyrir viðkomandi tegund texta eða fræðasvið. Sem dæmi um þetta má nefna þegar rit um læknisfræði eru eignuð Hippokratesi, rit um stærðfræði Evklíð, rit um tónlist Aristoxenosi og rit um málfræði Aristofanesi.[8]

Það er dæmi um svonefnda falska tileinkun (pseudepigrafía) þegar Sálmarnir í Gamla testamentinu eru eignaðir Davíð konungi. Myndin sýnir Davíð konung leika á hörpu. Hún er máluð 1670 af hollenska málaranum Jan de Bray (um 1627-1697).

Dæmi um slíka holdgervingu ákveðinna eiginleika, sem endurspeglast í því að viðkomandi persónu er eignuð ákveðin tegund texta, finnast í Gamla testamentinu þar sem margir sálmar eru í 1. versi eignaðir Davíð konungi. Það hefur síðan leitt til þess að Sálmarnir í heild hafa verið eignaðir Davíð og eru því oft nefndir Davíðssálmar. Á sama hátt eru Orðskviðirnir og Ljóðaljóðin í upphafsversi eignuð Salómon konungi, sem í Gt. og gyðinglegri hefð telst vera holdgervingur visku og speki. Þannig hefur hefðin einnig tengt Speki Salómons, sem telst til apokrýfra rita Gt, við konunginn. Samkvæmt gyðinglegri og kristinni hefð var Móses höfundur fyrstu fimm bóka Gt. sem á hebresku kallast Tora („leiðsögn“) og fjalla að stórum hluta um Móse sjálfan. Í íslenskum Biblíuþýðingum eru þessar bækur kenndar við Móse í samræmi við hefðina um höfundarverk hans. Engu að síður er almennt ekki litið svo á, hvorki í hinni rómversk-kaþólsku né í evangelísk-lútherskum kirkjum, að Móses sé eiginlegur höfundur efnis í Mósebókum, heldur að um pseudepigrafíu sé að ræða.

Hvað spámannabækur Gt. varðar má hins vegar í flestum tilfellum gera ráð fyrir að að minnsta kosti einhver kjarni textans sé raunverulega eftir þann spámann sem ritið er kennt við. Sú skoðun hefur t.d. verið ríkjandi – en er þó ekki óumdeild – að Jes 6.1-9.6 sé sjálfsævisögulegur texti spámannsins Jesaja sem lifði og hrærðist í Jerúsalem á ofanverðri 8. öld f.Kr. Lærisveinar spámannsins og í framhaldinu sá guðfræðilegi „skóli“, sem kenndi sig við hann, hafi síðan bætt við upprunalega textann þannig að á endanum sé minnstur hluti textans eftir spámanninn sjálfan. Þar með erum við komin með þá stöðu að hluti af textanum er sannarlega eftir hinn meinta höfund en hluti hans er verk annarra.

Af framansögðu má ráða að ekki er hægt að gefa einfalt svar við spurningunni „Hver skrifaði Biblíuna?“ Þar er um afar flókna og langa sögu að ræða sem fræðimenn eru stöðugt að glíma við.

Tilvísanir:
 1. ^ Eder, S. (2009) § 3.2.2.
 2. ^ Labahn, A. (2007) § 7.
 3. ^ Sjá t.d. Scharbert (1981) 12-16.
 4. ^ Bull, K.-M. Bull, K.-M. http://www.bibelwissenschaft.de/bibelkunde/neues-testament/.
 5. ^ Bull, K.-M. http://www.bibelwissenschaft.de/bibelkunde/neues-testament/paulinische-briefe/.
 6. ^ Bull, K.-M. http://www.bibelwissenschaft.de/bibelkunde/neues-testament/evangelien/matthaeus/.
 7. ^ Janßen, M. (2011) § 1.4.4.
 8. ^ Janßen, M. (2011) § 1.2.

Heimildir:

Myndir:

...