Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1459 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

category-iconVeðurfræði

Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

category-iconStærðfræði

Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?

Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru maurategundir ágengar á Íslandi?

Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hefur íslenskt samfélag einhvern tíma verið stéttlaust?

Svarið við spurningunni veltur á tvennu. Annars vegar því hvaða skilning við leggjum í orðið stéttleysi og þar með stéttskiptingu og hins vegar því hver raunveruleikinn var á ýmsum tímabilum Íslandssögunnar. Um hríð hefur sú hugmynd verið nokkuð útbreidd meðal almennings að Ísland sé og hafi verið stéttlaust samfé...

category-iconJarðvísindi

Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna?

Í stuttu máli: Grænland er nánast alfarið úr forkambrísku bergi gert en mestur hluti þess er jökli hulinn. Hið forna berg geymir einmitt mörg eftirsótt efni og jarðskorpuhreyfingar hafa allt frá upphafsöld komið við sögu. Meðal mikilvægra efna sem finnast á Grænlandi eru lanþaníð, járn, nikkel, kopar, gull, platín...

category-iconMannfræði

Hvernig eru matur og matarvenjur Dana?

Menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur hafa lengi verið sterk og víða má sjá dönsk áhrif í samfélagi okkar. Það á ekki síst við um mataræði en ýmislegt sem ratar á borð Íslendinga er upphaflega komið frá Dönum. Allir kannast til að mynda við gula baunasúpu, hamborgarhrygg með stökkri puru, brúnaðar kartöflur, st...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið á Spáni?

Dýralíf á Spáni er mjög fjölbreytt enda er landið stórt. Á Spáni er löng strandlengja, þar er hálendi, skógar og síðast en ekki síst mikið fjalllendi. Sennilega hefur dýralíf í árdaga verið mun ríkulegra þar en í dag. Rúmlega tvö þúsund ára borgarsamfélag á Spáni og umtalsverður landbúnaður sem þar hefur verið stu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kristall og af hverju myndast hann?

Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...

category-iconEfnafræði

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?

Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers vegna var list svona mikilvæg hjá Forngrikkjum?

List er að finna í öllum mannlegum samfélögum og alls staðar er listsköpun mikilvæg, ekki síður hjá Forngrikkjum en í nútímanum. En list er flókið hugtak og raunar er ef til vill ekki um eitt hugtak að ræða heldur mörg skyld hugtök. Hugum aðeins að því áður en lengra er haldið. Hvernig svo sem listin er skilgre...

Fleiri niðurstöður