Sólin Sólin Rís 08:24 • sest 18:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:38 • Sest 17:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:57 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:24 • sest 18:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:38 • Sest 17:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:57 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna?

Sigurður Steinþórsson

Í stuttu máli: Grænland er nánast alfarið úr forkambrísku bergi gert en mestur hluti þess er jökli hulinn. Hið forna berg geymir einmitt mörg eftirsótt efni og jarðskorpuhreyfingar hafa allt frá upphafsöld komið við sögu. Meðal mikilvægra efna sem finnast á Grænlandi eru lanþaníð, járn, nikkel, kopar, gull, platína og skyld efni, jafnvel demantar, og á landgrunninu standa vonir til að olíu sé að finna.

Grænland er rúmlega 20 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli, 2.160.000 km2, af því eru um 80% jökli hulin. Jarðfræðilega er Grænland ævafornt, allt berg forkambrískt (>570 Ma) fyrir utan myndanir frá fyrri hluta fornlífsaldar (Kaledóníska fellingin, ljósblátt á kortinu hér fyrir neðan) á norðvesturströndinni og á austurströndinni milli 70°og 80°N, og ártertíer basaltinnskot og hraun á vestur- og austurströndinni kringum 70°N (ljósgrænt á kortinu) — frá þeim tíma þegar Grænland var yfir „íslenska möttulstróknum“.

Berggrunnskort af Grænlandi, sjá texta hér fyrir neðan.

Berggrunnskort af Grænlandi, sjá texta hér fyrir neðan.

Tveir meginlandskjarnar (e. craton) koma fram á yfirborði, North Atlantic Craton hinn syðri og Rae Craton þar fyrir norðan. Hann stingur upp höfði annað veifið (ljósbleikt á korti), einkum vestan jökuls og er talinn liggja undir mestöllum vestanverðum jöklinum. Báðir eru brot af stærri kjörnum í Norður-Ameríku sem Baffinsflói og Davissund hafa slitið þá frá. Þrjár fellingahreyfingar frá fyrri hluta frumlífsaldar (sem var 2000 milljón ára löng) afmarka meginlandskjarnana tvo, Ketilidíska-fellingin að sunnan, Rinkia/Nagssugtoqidia-fellingin milli kjarnanna tveggja varð til þegar þá rak saman, og loks markar Inglefield-fellingin Rae Craton að norðan.

Grænland telst auðugt að eftirsóttum jarðefnum þótt ekki hafi fyrr en hugsanlega nú tekist sérlega vel að nýta að marki önnur jarðefni en krýólítið í Ivigttuut sem Danir námu upp til agna á árunum 1854–1990. Meðal annarra efna sem þekkt eru þar í landi eru fágæt jarðefni (lanþaníð), járn, nikkel, platína, kopar, gull og jafnvel demantar. Á Garðasvæðinu[1] syðst á Grænlandi (rautt á kortinu) eru rætur forns kerfis há-alkalískra eldstöðva sem tengist tognun og gliðnun skorpunnar á mið-frumlífsöld (um 1,6 Ga[2]). Þekktust þessara eldstöðva (e. intrusive complex) og hin yngsta í eldstöðvakerfi Garðasvæðisins er kennd við Ilímaussaq (ILÍ–), auðug af lanþaníðum, úrani, þóríni, zirkoni, níóbi og beryllíni (REE[3], U, Th, Zr, Nb, Be). Ilímaussaq er meðal stærstu þekktra há-alkalískra „innskotaflækja“ heims, 17 x 8 km2 að flatarmáli og um 1700 m þykk, rannsóknarefni jarðfræðinga síðan snemma á 19. öld. Ilímaussaq er locus typicus[4] 34ra steinda, þar af 15 sem aðeins finnast þar. Lengst af voru rannsóknir í Ilímaussaq einungis í nafni vísindanna en þegar geislavirkni mældist þar 1955 kviknaði vaxandi áhugi á nýtingu og námuvinnslu.

Gulls (Au) hefur víða verið leitað á Grænlandi og sem stendur (árið 2025) virðist bjartsýni ríkja á þeim vettvangi. Frægasta gullfundasvæðið er á Nanotalik-svæðinu á Suður-Grænlandi þar sem gull finnst í belti af myndbreyttu basísku og útbasísku storkubergi (grænsteini), túlkað sem forn hafsbotnsskorpa sem meiri háttar skorpuhreyfingar eins og Ketildíska-fellingamyndunin þrýsti saman og lyfti.[5]

Gullgrýti úr Nalunaq-gullnámunni á Suður-Grænlandi.

Gullgrýti úr Nalunaq-gullnámunni á Suður-Grænlandi.

Hinn gullni málmur heillar og hans er víða leitað, jafnvel á „ólíklegustu“ stöðum, enda segir gömul speki gullgrafara að „gull finnist þar sem það finnst“. Skömmu fyrir 1990 hóf kanadískt námufyrirtæki ásamt jarðfræðistofnun Grænlands (GGU) kjarnaboranir í hinn ártertíera gabbró-hleif Skærgård við Kangerdlugssuaq-fjörð á Austur-Grænlandi. Hleifur þessi, um það bil sporbaugslaga á jarðfræðikorti og um 60 km2, er sennilega mest- og best-rannsökuð slík myndun í veröldinni og locus typicus fyrir lagskipt gabbró, síendurtekin 5–50 cm þykk lög með eðlisþyngri dökkar steindir neðst í lagi og léttari ljósar steindir ofar. Með því að yfirborð gabbrósins er jökulnúð, jarðvegs- og gróðurvana, blasir lagskiptingin við augum. Áberandi ljóst lag, 2–5 m þykkt sem kortlagning og kjarnaboranir sýna vera samfellt yfir 40 km2 svæði, hefur að geyma allt að 5,6 grömm af gulli í tonni (g/t), 3,5 g/t palladíum (Pd) og 1,5 g/t platínu (Pt).[6]

Þetta ljósa lag í Skærgård er sennilega stærsta ósnerta góðmálma-náma veraldar – en síður en svo auðunnin því málmarnir eru bundnir lagi í eitilhörðu bergi mislangt undir yfirborði jarðar og stundum undir sjávarbotni. Á þeim höfgu bjartsýnisdögum kringum 1990 var haft eftir einum aðstandenda að kannski kæmi fyrsta grænlenska gullið á markaði frá Skærgård. Þótt það gengi ekki eftir og enn streymi engir góðmálmar frá Skærgård, hafa áratuga rannsóknir á svæðinu skilað miklum fræðilegum árangri og eru teknar saman í tveggja hefta sérútgáfu tímaritsins GEUS.

Og víðar er gulls von þar í landi, meðal annars hefur verið lýst áhugaverðu sambandi kopars og gulls í Inglefield-fellingunni á Norðvestur-Grænlandi.[7]

Skærgård-innskotið á Austur-Grænlandi er sennilega stærsta ósnerta góðmálma-náma veraldar.

Skærgård-innskotið á Austur-Grænlandi er sennilega stærsta ósnerta góðmálma-náma veraldar.

Járnríkar myndanir (Fe) í bergi frá upphafs- og frumlífsöld eru í formi „hvarfajárns“ (e. banded iron ore).[8] Á Grænlandi er slík myndun í Isua-grænsteinsbeltinu (3,8 Ga) nærri Nuuk á Suðvestur-Grænlandi, þar hefur elsta setberg heims verið aldursgreint (3,8 Ga). Hið forna setberg er myndbreytt set og hefur langa sögu að segja: set er mylsna úr eldra bergi, sennilega upphaflegu storkubergi en hugsanlega eldra setbergi eða jafnvel myndbreyttu bergi, sem þá var ennþá eldra en hið aldursgreinda setberg.

Nikkel, kopar og málmar platínuhópsins (Ni, Cu, e. Platinum Group Elements (PGEs): platína, palladium, rhodium, ruthenium, iridium, osmium) finnast einnig á SV-Grænlandi þar sem basísk og útbasísk innskot hafa á frumlífsöld troðist inn í upphafsaldarskorpu, hugsanlega tengt ævafornum möttulstrók.

Í Citronen-firði á Norðaustur-Grænlandi eru lofandi zink- og blý-myndanir (Zn, Pb) af „MVT-gerð“ (e. Mississippi Valley Type) – heitt jarðvatn, oft jarðsjór, seytlar langa leið um berg með lágan styrk Zn og Pb (og fleiri efna), skolar þeim úr berginu uns þau falla út aftur við kólnun. Margt smátt gerir eitt stórt.

Loks eru á Suðvestur-Grænlandi demant-berandi kimberlít-pípur (líkt og S-Afríku). Kimberlít er storku–molaberg með rætur djúpt í möttlinum undir hinum forna kjarna (e. craton). Pípurnar eru fylltar af sundraðri kimberlít-bráð en meginmassinn er þó molar og mylsna úr grannbergi pípunnar. Bergbráðin hefur verið mjög CO2-rík því hún hefur freytt á margra kílómetra dýpi og „borað sig upp til yfirborðsins“ – skyld dæmi (gufa í stað CO2) og smærri á Íslandi eru til dæmis Víti í Kröflu og Öskju.

Tilvísanir:
  1. ^ Svæði kennt við bæinn Garða þar sem norrænir menn reistu fyrstu dómkirkju Vesturheims á 11. öld, um svipað leyti og fyrsta dómkirkja Íslendinga var reist í Skálholti.
  2. ^ Ga merkir milljarður (þúsund milljónir) ára (annum). Kerfi forskeyta fyrir stærðastig notuð t.d.um tölvur (bitar, bytes), orku (watt), aldur (ár, annum). Fyrstu fjögur eru k - kíló, 103, þúsund; M - mega, 106, milljón; G - giga, 109, milljarður; T – tera, 1012, billljón; o.s.frv.
  3. ^ REE er skammstöfun fyrir Rare Earth Elements eða sjaldgæf jarðefni sjá svarið Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau?
  4. ^ Latína, í jarðfræði einkennisstaður, besta dæmið um eiginleika svæðis eða steindar, oft fyrsti fundarstaður steindar.
  5. ^ Fellingafjöll hefjast upp yfir niðurstreymisbeltum, mynduð úr seti á hafsbotni. Allmörg dæmi eru um það (t.d. Troodos á Kýpur) að hlunkar úr hafsbotnsskorpu og efsta möttli (e. lithosphere, steinhvel ofan á asthenosphere, linhveli) þrýstist upp á meginland í jarðskorpuhreyfingum. Ófíólít (ophiolite) heitir það.
  6. ^ Nielsen, T. & Schønwandt, H. (1990). Gold and platinum group metal mineralisation in the Skaergaard intrusion, southeastern Greenland. Grønlands Geologiske Undersøgelse Rapport, 148, 101–103. https://doi.org/10.34194/rapggu.v148.8127
  7. ^ Pirajno, F., Thomassen, B., & Dawes, P. R. (2003). Copper-gold occurrences in the Palaeoproterozoic Inglefield mobile belt, northwest Greenland: a new mineralisation style? Ore Geology Reviews, 22(3-4), 225-249. https://doi.org/10.1016/S0169-1368(02)00143-9
  8. ^ „Hvarfajárn“ er myndun þar sem þunn lög rík ýmist í járnoxíði eða kísiloxíði skiptast á ótal sinnum líkt og hvörf í hvarfleir. Lesa má um hvarafjárn í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu og hvers vegna?

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.10.2025

Spyrjandi

Sigurður Einar

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 17. október 2025, sótt 17. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88110.

Sigurður Steinþórsson. (2025, 17. október). Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88110

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2025. Vefsíða. 17. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88110>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna?
Í stuttu máli: Grænland er nánast alfarið úr forkambrísku bergi gert en mestur hluti þess er jökli hulinn. Hið forna berg geymir einmitt mörg eftirsótt efni og jarðskorpuhreyfingar hafa allt frá upphafsöld komið við sögu. Meðal mikilvægra efna sem finnast á Grænlandi eru lanþaníð, járn, nikkel, kopar, gull, platína og skyld efni, jafnvel demantar, og á landgrunninu standa vonir til að olíu sé að finna.

Grænland er rúmlega 20 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli, 2.160.000 km2, af því eru um 80% jökli hulin. Jarðfræðilega er Grænland ævafornt, allt berg forkambrískt (>570 Ma) fyrir utan myndanir frá fyrri hluta fornlífsaldar (Kaledóníska fellingin, ljósblátt á kortinu hér fyrir neðan) á norðvesturströndinni og á austurströndinni milli 70°og 80°N, og ártertíer basaltinnskot og hraun á vestur- og austurströndinni kringum 70°N (ljósgrænt á kortinu) — frá þeim tíma þegar Grænland var yfir „íslenska möttulstróknum“.

Berggrunnskort af Grænlandi, sjá texta hér fyrir neðan.

Berggrunnskort af Grænlandi, sjá texta hér fyrir neðan.

Tveir meginlandskjarnar (e. craton) koma fram á yfirborði, North Atlantic Craton hinn syðri og Rae Craton þar fyrir norðan. Hann stingur upp höfði annað veifið (ljósbleikt á korti), einkum vestan jökuls og er talinn liggja undir mestöllum vestanverðum jöklinum. Báðir eru brot af stærri kjörnum í Norður-Ameríku sem Baffinsflói og Davissund hafa slitið þá frá. Þrjár fellingahreyfingar frá fyrri hluta frumlífsaldar (sem var 2000 milljón ára löng) afmarka meginlandskjarnana tvo, Ketilidíska-fellingin að sunnan, Rinkia/Nagssugtoqidia-fellingin milli kjarnanna tveggja varð til þegar þá rak saman, og loks markar Inglefield-fellingin Rae Craton að norðan.

Grænland telst auðugt að eftirsóttum jarðefnum þótt ekki hafi fyrr en hugsanlega nú tekist sérlega vel að nýta að marki önnur jarðefni en krýólítið í Ivigttuut sem Danir námu upp til agna á árunum 1854–1990. Meðal annarra efna sem þekkt eru þar í landi eru fágæt jarðefni (lanþaníð), járn, nikkel, platína, kopar, gull og jafnvel demantar. Á Garðasvæðinu[1] syðst á Grænlandi (rautt á kortinu) eru rætur forns kerfis há-alkalískra eldstöðva sem tengist tognun og gliðnun skorpunnar á mið-frumlífsöld (um 1,6 Ga[2]). Þekktust þessara eldstöðva (e. intrusive complex) og hin yngsta í eldstöðvakerfi Garðasvæðisins er kennd við Ilímaussaq (ILÍ–), auðug af lanþaníðum, úrani, þóríni, zirkoni, níóbi og beryllíni (REE[3], U, Th, Zr, Nb, Be). Ilímaussaq er meðal stærstu þekktra há-alkalískra „innskotaflækja“ heims, 17 x 8 km2 að flatarmáli og um 1700 m þykk, rannsóknarefni jarðfræðinga síðan snemma á 19. öld. Ilímaussaq er locus typicus[4] 34ra steinda, þar af 15 sem aðeins finnast þar. Lengst af voru rannsóknir í Ilímaussaq einungis í nafni vísindanna en þegar geislavirkni mældist þar 1955 kviknaði vaxandi áhugi á nýtingu og námuvinnslu.

Gulls (Au) hefur víða verið leitað á Grænlandi og sem stendur (árið 2025) virðist bjartsýni ríkja á þeim vettvangi. Frægasta gullfundasvæðið er á Nanotalik-svæðinu á Suður-Grænlandi þar sem gull finnst í belti af myndbreyttu basísku og útbasísku storkubergi (grænsteini), túlkað sem forn hafsbotnsskorpa sem meiri háttar skorpuhreyfingar eins og Ketildíska-fellingamyndunin þrýsti saman og lyfti.[5]

Gullgrýti úr Nalunaq-gullnámunni á Suður-Grænlandi.

Gullgrýti úr Nalunaq-gullnámunni á Suður-Grænlandi.

Hinn gullni málmur heillar og hans er víða leitað, jafnvel á „ólíklegustu“ stöðum, enda segir gömul speki gullgrafara að „gull finnist þar sem það finnst“. Skömmu fyrir 1990 hóf kanadískt námufyrirtæki ásamt jarðfræðistofnun Grænlands (GGU) kjarnaboranir í hinn ártertíera gabbró-hleif Skærgård við Kangerdlugssuaq-fjörð á Austur-Grænlandi. Hleifur þessi, um það bil sporbaugslaga á jarðfræðikorti og um 60 km2, er sennilega mest- og best-rannsökuð slík myndun í veröldinni og locus typicus fyrir lagskipt gabbró, síendurtekin 5–50 cm þykk lög með eðlisþyngri dökkar steindir neðst í lagi og léttari ljósar steindir ofar. Með því að yfirborð gabbrósins er jökulnúð, jarðvegs- og gróðurvana, blasir lagskiptingin við augum. Áberandi ljóst lag, 2–5 m þykkt sem kortlagning og kjarnaboranir sýna vera samfellt yfir 40 km2 svæði, hefur að geyma allt að 5,6 grömm af gulli í tonni (g/t), 3,5 g/t palladíum (Pd) og 1,5 g/t platínu (Pt).[6]

Þetta ljósa lag í Skærgård er sennilega stærsta ósnerta góðmálma-náma veraldar – en síður en svo auðunnin því málmarnir eru bundnir lagi í eitilhörðu bergi mislangt undir yfirborði jarðar og stundum undir sjávarbotni. Á þeim höfgu bjartsýnisdögum kringum 1990 var haft eftir einum aðstandenda að kannski kæmi fyrsta grænlenska gullið á markaði frá Skærgård. Þótt það gengi ekki eftir og enn streymi engir góðmálmar frá Skærgård, hafa áratuga rannsóknir á svæðinu skilað miklum fræðilegum árangri og eru teknar saman í tveggja hefta sérútgáfu tímaritsins GEUS.

Og víðar er gulls von þar í landi, meðal annars hefur verið lýst áhugaverðu sambandi kopars og gulls í Inglefield-fellingunni á Norðvestur-Grænlandi.[7]

Skærgård-innskotið á Austur-Grænlandi er sennilega stærsta ósnerta góðmálma-náma veraldar.

Skærgård-innskotið á Austur-Grænlandi er sennilega stærsta ósnerta góðmálma-náma veraldar.

Járnríkar myndanir (Fe) í bergi frá upphafs- og frumlífsöld eru í formi „hvarfajárns“ (e. banded iron ore).[8] Á Grænlandi er slík myndun í Isua-grænsteinsbeltinu (3,8 Ga) nærri Nuuk á Suðvestur-Grænlandi, þar hefur elsta setberg heims verið aldursgreint (3,8 Ga). Hið forna setberg er myndbreytt set og hefur langa sögu að segja: set er mylsna úr eldra bergi, sennilega upphaflegu storkubergi en hugsanlega eldra setbergi eða jafnvel myndbreyttu bergi, sem þá var ennþá eldra en hið aldursgreinda setberg.

Nikkel, kopar og málmar platínuhópsins (Ni, Cu, e. Platinum Group Elements (PGEs): platína, palladium, rhodium, ruthenium, iridium, osmium) finnast einnig á SV-Grænlandi þar sem basísk og útbasísk innskot hafa á frumlífsöld troðist inn í upphafsaldarskorpu, hugsanlega tengt ævafornum möttulstrók.

Í Citronen-firði á Norðaustur-Grænlandi eru lofandi zink- og blý-myndanir (Zn, Pb) af „MVT-gerð“ (e. Mississippi Valley Type) – heitt jarðvatn, oft jarðsjór, seytlar langa leið um berg með lágan styrk Zn og Pb (og fleiri efna), skolar þeim úr berginu uns þau falla út aftur við kólnun. Margt smátt gerir eitt stórt.

Loks eru á Suðvestur-Grænlandi demant-berandi kimberlít-pípur (líkt og S-Afríku). Kimberlít er storku–molaberg með rætur djúpt í möttlinum undir hinum forna kjarna (e. craton). Pípurnar eru fylltar af sundraðri kimberlít-bráð en meginmassinn er þó molar og mylsna úr grannbergi pípunnar. Bergbráðin hefur verið mjög CO2-rík því hún hefur freytt á margra kílómetra dýpi og „borað sig upp til yfirborðsins“ – skyld dæmi (gufa í stað CO2) og smærri á Íslandi eru til dæmis Víti í Kröflu og Öskju.

Tilvísanir:
  1. ^ Svæði kennt við bæinn Garða þar sem norrænir menn reistu fyrstu dómkirkju Vesturheims á 11. öld, um svipað leyti og fyrsta dómkirkja Íslendinga var reist í Skálholti.
  2. ^ Ga merkir milljarður (þúsund milljónir) ára (annum). Kerfi forskeyta fyrir stærðastig notuð t.d.um tölvur (bitar, bytes), orku (watt), aldur (ár, annum). Fyrstu fjögur eru k - kíló, 103, þúsund; M - mega, 106, milljón; G - giga, 109, milljarður; T – tera, 1012, billljón; o.s.frv.
  3. ^ REE er skammstöfun fyrir Rare Earth Elements eða sjaldgæf jarðefni sjá svarið Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau?
  4. ^ Latína, í jarðfræði einkennisstaður, besta dæmið um eiginleika svæðis eða steindar, oft fyrsti fundarstaður steindar.
  5. ^ Fellingafjöll hefjast upp yfir niðurstreymisbeltum, mynduð úr seti á hafsbotni. Allmörg dæmi eru um það (t.d. Troodos á Kýpur) að hlunkar úr hafsbotnsskorpu og efsta möttli (e. lithosphere, steinhvel ofan á asthenosphere, linhveli) þrýstist upp á meginland í jarðskorpuhreyfingum. Ófíólít (ophiolite) heitir það.
  6. ^ Nielsen, T. & Schønwandt, H. (1990). Gold and platinum group metal mineralisation in the Skaergaard intrusion, southeastern Greenland. Grønlands Geologiske Undersøgelse Rapport, 148, 101–103. https://doi.org/10.34194/rapggu.v148.8127
  7. ^ Pirajno, F., Thomassen, B., & Dawes, P. R. (2003). Copper-gold occurrences in the Palaeoproterozoic Inglefield mobile belt, northwest Greenland: a new mineralisation style? Ore Geology Reviews, 22(3-4), 225-249. https://doi.org/10.1016/S0169-1368(02)00143-9
  8. ^ „Hvarfajárn“ er myndun þar sem þunn lög rík ýmist í járnoxíði eða kísiloxíði skiptast á ótal sinnum líkt og hvörf í hvarfleir. Lesa má um hvarafjárn í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu og hvers vegna?

Myndir:...