Sólin Sólin Rís 08:06 • sest 18:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:51 • Síðdegis: 21:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:06 • sest 18:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:51 • Síðdegis: 21:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu og hvers vegna?

Sigurður Steinþórsson

Í stuttu máli: Úkraína er auðug af gjöfum náttúrunnar: steinkolum, olíu og jarðgasi, járni, nikkel, kvikasilfri, lanþaníðum, úrani, liþíni, mangani, títani, magnesíni, grafíti, fosfötum, kaolíni og steinsalti. Jarðfræðilega spannar landið jarðsöguna alla, frá upphafsöld til nútíma, auk þess sem jarðskorpuhreyfingar hafa með ýmsum hætti auðgað landið.

Úkraína, sex sinnum stærri en Ísland að flatarmáli, er 95% flatlendi, hluti af steppunni miklu sem teygir sig frá Norðursjó í vestri allt austur að Úralfjöllum. Fjalllendi er í Úkraínu aðeins að finna í Karpatafjöllum, sem SV-horn landsins nær til, og á Krímskaga í suðri – hvort tveggja hluti af Alpafellingunni. Samkvæmt kortinu tilheyrir syðsti hluti Krímaskaga Harz (Hercynian) fellingunni, sjá síðar. Berggrunnur Úkraínu spannar alla jarðsöguna, frá upphafsöld til nútíma; þar koma saman brot af hinum forna meginlandskjarna Evrasíuflekans, setfylltar dældir og yngri jarðlagafellingar.

1. mynd: Berggrunnskort af Úkraínu, sjá texta.

1. mynd: Berggrunnskort af Úkraínu, sjá texta.

Í sem stærstum dráttum má skipta landinu í fimm svæði:

1. „Úkraínski skjöldurinn“ (bleikt svæði frá NV til SA á kortinu), hluti af meginlandskjarna Evrasíuflekans, hefur einkum að geyma járn, mangan, úran og lanþaníð („sjaldgæf jarðefni“). Úran og lanþaníð tengjast há-alkalískri meginlandseldvirkni eins og lýst er í svari við spurningunni Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau? en saga járns og mangans er hins vegar allt önnur: Járn í bergi frá upphafsöld finnst einkum í formi „hvarfajárns “ (e. banded iron ores), myndunum þar sem þunn lög rík ýmist í járnoxíði eða kísiloxíði skiptast á ótal sinnum líkt og hvörf í hvarfleir.[1] Járnmyndanir af þessu tagi eru bundnar fornum heimi þar sem lítið eða ekkert laust súrefni var í andrúmsloftinu. Talið er að járnið hafi fallið úr lausn í sjó og lagskiptingin sé bundin oxunarstigi vatnsins: Oxíð af tvígildu járni (FeO) leysist upp í vatni en af þrígildu (Fe2O3) ekki þannig að árstíðabundin framleiðsla súrefnislosandi gerla gæti hafa togast á við súrefnisbindandi oxun hins uppleysta járns í vatninu. Mangan (MnO) fellur enn í dag úr lausn á sævarbotni.

2. Dnjepr-Donets-dældin (rauðgult NV-SA svæði austan við „skjöldinn“), fyllt þykkum setlögum frá efri hluta fornlífsaldar (devon til perm), gjöfult olíu- og jarðgassvæði.

3. Donbas-fellingabelti (gráleitt við SA-enda Dnjepr-Donets-dældar): Hluti af Harz-jarðlagafellingunni (miðlífsöld) sem teygði sig norður austurströnd Norður-Ameríku, um Cornwall og Suður-Wales í Bretlandi, Mið-Evrópu (þaðan nafnið Harz) og loks um Úralfjöll. Donbas einkennist af samankýttu og sprungnu seti frá kolatímabili, meðal annars eru þarna auðugustu steinkolanámur Evrópu. Öflugur stál- og annar þungaiðnaður Úkraínubúa byggist ekki síst á námunda járnsins í úkraínska skildinum við kolin frá Donbas-svæðinu.

Öflugur stál- og annar þungaiðnaður Úkraínubúa byggist ekki síst á námunda járnsins í úkraínska skildinum við kolin frá Donbas-svæðinu. Stálverksmiðjan Azovstal í Mariupol var ein stærsta stálverksmiðja Evrópu þar til hún eyðilagðist eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022.

Öflugur stál- og annar þungaiðnaður Úkraínubúa byggist ekki síst á námunda járnsins í úkraínska skildinum við kolin frá Donbas-svæðinu. Stálverksmiðjan Azovstal í Mariupol var ein stærsta stálverksmiðja Evrópu þar til hún eyðilagðist eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022.

4. Karpatafjöll í V-Úkraínu (grænar og gulgrænar NV-SA ræmur á korti), hluti af Alpafellingunni (65–2,5 Ma). Set frá miðlífsöld og nýlífsöld sem ekist hefur í fellingar undir stöðugum þrýstingi úr suðri (norður-rek Afríkuflekans). Olíu og jarðgasi er dælt hér úr jörðu.

5. Svartahafslægðin (S-Úkraína), mynduð við landsig allt frá miðlífsöld. Setlög á landi og neðansjávar hafa að geyma olíu- og jarðgasslindir í ríkum mæli.

Loks mætti telja sem 6. svæði Úkraínu jarðveginn, hina frjósömu svörtu mold sem vann Úkraínu viðurnefnið „matarkista Austur-Evrópu“ og hlýtur að teljast meðal helstu náttúruauðæfa landsins.

Tilvísun:
  1. ^ Hvarfleir myndaðist við ísaldarlok þegar árstíðabundinn framburður jökuláa féll til botns í jökullónum, grófur um sumur, fíngerðari á vetrum. Fyrir daga geislakols-aldursgreininga reyndu sænskir jarðfræðingar (Gerald de Geer) að meta tímann frá ísaldarlokum með því að telja lögin – eitt hvarf per ár.

Myndir:

Spurningu Aldísar Sunnu er hér svarað að hluta.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

10.10.2025

Spyrjandi

Aldís Sunna

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu og hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 10. október 2025, sótt 11. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88107.

Sigurður Steinþórsson. (2025, 10. október). Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu og hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88107

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu og hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2025. Vefsíða. 11. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88107>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu og hvers vegna?
Í stuttu máli: Úkraína er auðug af gjöfum náttúrunnar: steinkolum, olíu og jarðgasi, járni, nikkel, kvikasilfri, lanþaníðum, úrani, liþíni, mangani, títani, magnesíni, grafíti, fosfötum, kaolíni og steinsalti. Jarðfræðilega spannar landið jarðsöguna alla, frá upphafsöld til nútíma, auk þess sem jarðskorpuhreyfingar hafa með ýmsum hætti auðgað landið.

Úkraína, sex sinnum stærri en Ísland að flatarmáli, er 95% flatlendi, hluti af steppunni miklu sem teygir sig frá Norðursjó í vestri allt austur að Úralfjöllum. Fjalllendi er í Úkraínu aðeins að finna í Karpatafjöllum, sem SV-horn landsins nær til, og á Krímskaga í suðri – hvort tveggja hluti af Alpafellingunni. Samkvæmt kortinu tilheyrir syðsti hluti Krímaskaga Harz (Hercynian) fellingunni, sjá síðar. Berggrunnur Úkraínu spannar alla jarðsöguna, frá upphafsöld til nútíma; þar koma saman brot af hinum forna meginlandskjarna Evrasíuflekans, setfylltar dældir og yngri jarðlagafellingar.

1. mynd: Berggrunnskort af Úkraínu, sjá texta.

1. mynd: Berggrunnskort af Úkraínu, sjá texta.

Í sem stærstum dráttum má skipta landinu í fimm svæði:

1. „Úkraínski skjöldurinn“ (bleikt svæði frá NV til SA á kortinu), hluti af meginlandskjarna Evrasíuflekans, hefur einkum að geyma járn, mangan, úran og lanþaníð („sjaldgæf jarðefni“). Úran og lanþaníð tengjast há-alkalískri meginlandseldvirkni eins og lýst er í svari við spurningunni Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau? en saga járns og mangans er hins vegar allt önnur: Járn í bergi frá upphafsöld finnst einkum í formi „hvarfajárns “ (e. banded iron ores), myndunum þar sem þunn lög rík ýmist í járnoxíði eða kísiloxíði skiptast á ótal sinnum líkt og hvörf í hvarfleir.[1] Járnmyndanir af þessu tagi eru bundnar fornum heimi þar sem lítið eða ekkert laust súrefni var í andrúmsloftinu. Talið er að járnið hafi fallið úr lausn í sjó og lagskiptingin sé bundin oxunarstigi vatnsins: Oxíð af tvígildu járni (FeO) leysist upp í vatni en af þrígildu (Fe2O3) ekki þannig að árstíðabundin framleiðsla súrefnislosandi gerla gæti hafa togast á við súrefnisbindandi oxun hins uppleysta járns í vatninu. Mangan (MnO) fellur enn í dag úr lausn á sævarbotni.

2. Dnjepr-Donets-dældin (rauðgult NV-SA svæði austan við „skjöldinn“), fyllt þykkum setlögum frá efri hluta fornlífsaldar (devon til perm), gjöfult olíu- og jarðgassvæði.

3. Donbas-fellingabelti (gráleitt við SA-enda Dnjepr-Donets-dældar): Hluti af Harz-jarðlagafellingunni (miðlífsöld) sem teygði sig norður austurströnd Norður-Ameríku, um Cornwall og Suður-Wales í Bretlandi, Mið-Evrópu (þaðan nafnið Harz) og loks um Úralfjöll. Donbas einkennist af samankýttu og sprungnu seti frá kolatímabili, meðal annars eru þarna auðugustu steinkolanámur Evrópu. Öflugur stál- og annar þungaiðnaður Úkraínubúa byggist ekki síst á námunda járnsins í úkraínska skildinum við kolin frá Donbas-svæðinu.

Öflugur stál- og annar þungaiðnaður Úkraínubúa byggist ekki síst á námunda járnsins í úkraínska skildinum við kolin frá Donbas-svæðinu. Stálverksmiðjan Azovstal í Mariupol var ein stærsta stálverksmiðja Evrópu þar til hún eyðilagðist eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022.

Öflugur stál- og annar þungaiðnaður Úkraínubúa byggist ekki síst á námunda járnsins í úkraínska skildinum við kolin frá Donbas-svæðinu. Stálverksmiðjan Azovstal í Mariupol var ein stærsta stálverksmiðja Evrópu þar til hún eyðilagðist eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022.

4. Karpatafjöll í V-Úkraínu (grænar og gulgrænar NV-SA ræmur á korti), hluti af Alpafellingunni (65–2,5 Ma). Set frá miðlífsöld og nýlífsöld sem ekist hefur í fellingar undir stöðugum þrýstingi úr suðri (norður-rek Afríkuflekans). Olíu og jarðgasi er dælt hér úr jörðu.

5. Svartahafslægðin (S-Úkraína), mynduð við landsig allt frá miðlífsöld. Setlög á landi og neðansjávar hafa að geyma olíu- og jarðgasslindir í ríkum mæli.

Loks mætti telja sem 6. svæði Úkraínu jarðveginn, hina frjósömu svörtu mold sem vann Úkraínu viðurnefnið „matarkista Austur-Evrópu“ og hlýtur að teljast meðal helstu náttúruauðæfa landsins.

Tilvísun:
  1. ^ Hvarfleir myndaðist við ísaldarlok þegar árstíðabundinn framburður jökuláa féll til botns í jökullónum, grófur um sumur, fíngerðari á vetrum. Fyrir daga geislakols-aldursgreininga reyndu sænskir jarðfræðingar (Gerald de Geer) að meta tímann frá ísaldarlokum með því að telja lögin – eitt hvarf per ár.

Myndir:

Spurningu Aldísar Sunnu er hér svarað að hluta....