Hvað eru sjaldgæf jarðefni sem nú eru oft í fréttum, t.d. vegna stríðsins í Úkraínu þar sem þessi jarðefni eiga m.a. að finnast?Hugum fyrst að heitinu sjaldgæf jarðefni, síðan að efnafræðinni – hvað þau eru – og loks að jarðfræðinni – hvar og hvernig þau myndast. Orðið jarðefni má skilja á fleiri en einn veg en hér er það skilgreint sem efnasamband súrefnis við málmatóm (málmoxíð). Sjaldgæfu jarðefnin eru slík efnasambönd af „sjaldgæfum jarðmálmum“ (e. rare earth elements), sem er raunar þversagnakennt nafn yfir sautján fremur algeng frumefni lotukerfisins.[1][2] Frumefnin eru skandín (Sc-21) og yttrín (Y-39) auk fimmtán frumefna lanþaníða, frá lanþani (La-57) til lútetíns (Lu-71) (sjá 1. mynd). Um lotukerfið má lesa í svörum Ágústs Kvaran[3] og Emelíu Eiríksdóttur[4] á Vísindavefnum. Umrædd málmatóm finnast ekki sem hrein frumefni í jarðskorpunni, heldur einungis sem snefilefni í efnasamböndum bergtegunda. Fyrir vikið er styrkur þeirra óvíða í nægilegu magni í jarðskorpunni til þess að vinnsla þeirra svari kostnaði. Sjaldgæfum jarðefnum var fyrst lýst 1794 af Johan Gadolin (1760–1852) sem sällsynta jordartsmetaller. Gadolin var sænskumælandi Finni, efna-, eðlis- og steindafræðingur, efnafræðiprófessor í Turku frá 1797 og kallaður faðir finnskra efnafræðirannsókna. Árið 1792 hafði hann fengið sendan til greiningar þungan svartan stein frá námubænum Ytterby, skammt frá Stokkhólmi, og einangraði frá honum oxíð fyrsta „sjaldgæfa jarðefnis“ (Y2O3) sem síðar var nefnt yttrium (ísl. yttrín, Y-30) eftir námuþorpinu sænska.[5] Steindin sem Gadolin einangraði málmoxíðið frá var síðar nefnt gadolinít og árið 1880 var einn „sjaldgæfu jarðmálmanna“ nefndur gadólín (Gd-64, e. gadolinium).

1. mynd. Sjaldgæf jarðefni eru efnasambönd af „sjaldgæfum jarðmálmum“ (e. rare earth elements), sem er raunar þversagnakennt nafn yfir sautján fremur algeng frumefni lotukerfisins. Hér er búið að einkenna þessi frumefni með rauðum lit: Skandín og yttrín, auk fimmtán lanþaníða.

2. mynd. Mjög einfaldað grunnbergskort sýnir stærstu þætti meginlandsskorpu jarðar. Fjólublá eru brot úr upphafsskorpu jarðarinnar sem sundrast hefur margsinnis í jarðskorpuhreyfingum jafnframt því sem kragar nýrrar meginlandsskorpu, grænir og gulir, hafa hlaðist utan á brotin – og heildin sundrast aftur. Jarðmyndanir frá síðustu 600 milljón árum, frá fellingaskeiðunum þremur, Kalidónísku á fornlífsöld, Harz/Variscan á miðlífsöld og Alpafellingu á nýlífsöld, eru sýndar í gulu.

3. mynd. Tvær „sviðsmyndir“ af staðbundinni landlyftingu, tognun og þynningu skorpunnar. Í efri myndinni er möttulstrókur áhrifavaldurinn, í hinni neðri tognun jarðskorpunnar.

Mynd 4. Einfaldað snið yfir sökkbelti framan við meginlandsbrún. Örvar sýna streymi kvikuvökva (CO2, H2O) og kvikuvökva. (Athugið fimmfaldan lóðréttan kvarða miðað við láréttan).
- ^ Rare-earth element - Wikipedia. (Sótt 16.09.2025).
- ^ Rare Earths Information Page. (Sótt 16.09.2025).
- ^ Ágúst Kvaran: „Hvað er lotukerfið?“ Vísindavefurinn https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3943
- ^ Emelía Eiríksdóttir: „Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?“ Vísindavefurinn https://www.visindavefur.is/svar.php?id=15371
- ^ Þrjú önnun „sjaldgæf efni“ eru nefnd eftir Ytterby: ytterbium, erbium og terbium.
- ^ Vísindavefurinn: Hvað er lotukerfið?. (Sótt 16.09.2025).
- ^ Talið er að heimsvinnsla á sjaldgæfum jarðefnum árið 2024 hafi verið um 390.000 tonn. Hátt í 70% vinnslunnar er í Kína, Bandaríkin eru með um 11% af markaðnum og þar á eftir koma Búrma, Ástralía, Nígería og Taíland samkvæmt upplýsingum frá USGS https://pubs.usgs.gov/periodicals/mcs2025/mcs2025-rare-earths.pdf
- ^ Á svonefndu Harker-grafi (Na2O +K2O móti SiO2) má sjá mismunandi bergsyrpur nefndar lág-alkalíska, milli-alkalíska, alkalíska og há-alkalíska bergsyrpa. Á Íslandi og hafsbotnum öllum er lág-alkalíska (þóleíska) syrpan ríkjandi en hin alkalíska finnst einkum á úthafseyjum – hér á landi á eldvirknisvæðunum utan-rekbelta, Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum. Milliröðin er á Suðurlandi, í Eyjafjallajökli og Kötlu, milli lág-alkalísks bergs Austurgosbeltisins og alkalísks bergs Vestmannaeyna. Há-alkalíska syrpan tilheyrir einkum eldvirkni á meginlandsskorpu.
- ^ Til samanburðar er vegalengdin frá horni Laufásvegar og Skothúsvegar í Reykjavík til Berlínar í Þýskalandi 2.380 km.
- Yfirlitsmynd: Peggy Greb. Rareearthoxides.jpg. Wikimedia Commons. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Rareearthoxides.jpg
- 1. mynd. Store norske leksikon. (e.d.). sjeldne jordarter. https://snl.no/sjeldne_jordarter. (Sótt 17.09.2025).
- 2. mynd. Institute of Geology and Geophysics, Chinese Academy of Science. (2013, 29. mars). Widespread refertilization of cratonic and circum-cratonic lithospheric mantle . http://english.igg.cas.cn/rh/rp/201303/t20130329_100317.html
- 3. og 4. mynd. M. Wilson (2001). Igneous Petrogenesis. A Global Tectonic Approach, Chapman & Hall. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.