Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvar eru Úralfjöllin?

Aron Breki Heiðarsson, Jason Nói Arnarsson og Kjartan Bjarmi Árnason

Úralfjöllin eru um 2500 km langur fjallgarður í miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá Karahafi í norðri (Karahaf er hluti af Norður-Íshafinu) að Kasakstan og Úralfljóti í suðri. Þau eru fellingafjöll sem mynduðust við árekstra fleka en lesa má um slík fjöll í svari við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll?

Mörkin á milli Evrópu og Asíu liggja meðal annars um austurhlíðar Úralfjalla eins og fram kemur í svari við spurningunni: Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Hæsti tindur þeirra er Narodnaya sem nær 1895 m yfir sjávarmál.



Úralfjöllum er gjarnan skipt í fimm svæði eins og sést á þessu kort.

Úralfjallgarðurinn liggur um nokkur loftslagsbelti, allt frá heimskautasvæðum í norðri suður að hálfeyðimörkum. Landslag, veðurfar, gróður og dýralíf er því mjög fjölbreytt þegar fjallgarðurinn er skoðaður í heild. Um það má til dæmis lesa í svari við spurningunni: Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?

Mikið af verðmætum jarðefnum finnast í Úralfjöllum. Þar eru meðal annars kol, olía, járn, kopar, nikkel, króm, báxít, sink, gull og platína. Þar er einnig að finna gimsteina eða eðalsteina eins og demanta, tópas og smaragða.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

9.6.2011

Spyrjandi

Anna María Stefánsdóttir

Tilvísun

Aron Breki Heiðarsson, Jason Nói Arnarsson og Kjartan Bjarmi Árnason. „Hvar eru Úralfjöllin?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52826.

Aron Breki Heiðarsson, Jason Nói Arnarsson og Kjartan Bjarmi Árnason. (2011, 9. júní). Hvar eru Úralfjöllin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52826

Aron Breki Heiðarsson, Jason Nói Arnarsson og Kjartan Bjarmi Árnason. „Hvar eru Úralfjöllin?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52826>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar eru Úralfjöllin?
Úralfjöllin eru um 2500 km langur fjallgarður í miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá Karahafi í norðri (Karahaf er hluti af Norður-Íshafinu) að Kasakstan og Úralfljóti í suðri. Þau eru fellingafjöll sem mynduðust við árekstra fleka en lesa má um slík fjöll í svari við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll?

Mörkin á milli Evrópu og Asíu liggja meðal annars um austurhlíðar Úralfjalla eins og fram kemur í svari við spurningunni: Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Hæsti tindur þeirra er Narodnaya sem nær 1895 m yfir sjávarmál.



Úralfjöllum er gjarnan skipt í fimm svæði eins og sést á þessu kort.

Úralfjallgarðurinn liggur um nokkur loftslagsbelti, allt frá heimskautasvæðum í norðri suður að hálfeyðimörkum. Landslag, veðurfar, gróður og dýralíf er því mjög fjölbreytt þegar fjallgarðurinn er skoðaður í heild. Um það má til dæmis lesa í svari við spurningunni: Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?

Mikið af verðmætum jarðefnum finnast í Úralfjöllum. Þar eru meðal annars kol, olía, járn, kopar, nikkel, króm, báxít, sink, gull og platína. Þar er einnig að finna gimsteina eða eðalsteina eins og demanta, tópas og smaragða.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...