Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er smaragður?

Smaragður (e. emerald) er gimsteinn eða eðalsteinn en svo kallast skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Hann hefur hörkuna 7,5-8 á Mohs-kvarðanum sem notaður er til að mæla hörku steina.

Smaragður er eitt afbrigði af beryl en það er steind gerð úr berylálsilíkati Be3Al2(SiO3)6. Beryll er til í ýmsum litaafbrigðum og er smaragður skærgræna afbrigðið en græni liturinn stafar af örlitlu af krómi. Eins og með aðra gimsteina eru nokkrir þættir notaðir til að meta verðmæti smaragða. Þar skiptir liturinn mestu en verðmætastir eru þeir steinar sem eru tiltölulega dökkir en jafnframt bjartir eða ljómandi.

Beryll er til í ýmsum litaafbrigðum og er smaragður skærgræna afbrigðið en græni liturinn stafar af örlitlu af krómi.

Smaragðar eru með dýrari og sjaldgæfari gimsteinum. Þeir finnast ekki í árfarvegum eins og sumir aðrir eðalsteinar heldur þarf að vinna þá úr berginu, yfirleitt innan um glimmer.

Smaragðar hafa verið notaðri sem skrautsteinar árþúsundum saman. Talið er að þeir hafi verið unnir úr námum í Egyptalandi um 2.000 f.Kr og verið verðmætir steinar allar götur síðan. Í dag eru smaragðanámur í Kólumbíu og þaðan hafa komið margir af verðmætustu steinunum. Meðal annarra landa þar sem smaragðar finnast eru Sambía, Brasilía, Simbabve, Madagaskar, Pakistan, Indland, Afganistan, Rússland og Bandaríkin.Gachala-smaragðurinn er einn stærsti smaragður í heimi, 858 karöt eða 172 g. Hann fannst árið 1967 í námu í Gachalá í Kólumbíu og er varðveittur á Smithsonian Institution í Bandaríkjunum.

Ýmiskonar þjóðtrú hefur verið tengd smarögðum í gegnum tíðina. Þeir áttu meðal annars að geta verndað gegn flogaveiki og blóðkreppusótt, hjálpað konum í barnsnauð og haldið illum öndum í burtu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Útgáfudagur

24.3.2009

Spyrjandi

Erla Ragnarsdóttir

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvað er smaragður?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2009. Sótt 17. desember 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=51808.

EDS. (2009, 24. mars). Hvað er smaragður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51808

EDS. „Hvað er smaragður?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2009. Vefsíða. 17. des. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51808>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Smári

Smári (transistor) er grundvallareining örrása, eins og t.d. þeirra sem notaðar eru í tölvum. Í smára er einn rafstraumur notaður til að stýra öðrum og með því að tengja saman marga smára má framkvæma ýmsar flóknari aðgerðir. Smárar eru gerðir úr hálfleiðandi efnum. Fyrsti smárinn var smíðaður á rannsóknarstofum Bell-símafélagsins árið 1947; það var stór áfangi í þróun tölvunnar.