Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?

Kristófer Hugi Árnason og Thor Christopher Keilen

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað:
  • Hvað er magnesín? (Jón Pétur)
  • Er magnesín eðlisþungt og við hvaða hitastig kviknar í því? (Helgi)

Magnesín (Mg, magnesíum) er í flokki 2 í lotukerfinu en til hans heyra jarðalkalímálmar. Það hefur sætistöluna 12 í lotukerfinu og er skínandi gráhvítt á að líta. Bræðslumark magnesíns er 650°C, suðumark 1.091°C og sjálfkveikja verður við 473°C.

Frumefnið magnesín var fyrst uppgötvað af enska efnafræðingnum Sir Humphry Davy (1778-1829) árið 1808. Davy notaðist við rafgreiningu á málmblöndu til þess að einangra frumefnið en magnesín finnst ekki eitt og sér í náttúrunni. Áður en að Davy tókst að einangra efnið þekktist það sem efnasamband, til dæmis sem Epsom-salt. Nafnið magnesín er komið frá Magnesia en það er landsvæði í héraðinu Þessalíu í austurhluta Grikklands. Þar var fyrsti þekkti fundarstaður magnesínsoxíðs, en það er efnasamband magnesíns og súrefnis (MgO).

Frumefnið magnesín var fyrst uppgötvað af enska efnafræðingnum Sir Humphry Davy (1778-1829) árið 1808. Magnesín er jarðalkalímálmur og er skínandi gráhvítt á að líta.

Tæplega 14% af massa Jarðarinnar er magnesín en einungis járn (32%), súrefni (30%) og kísill (15%) finnast í meira magni. Auk þess er það þriðja algengasta uppleysta frumefnið í sjó, á eftir natríni og klóri. Magnesín er einnig mikilvægt mannslíkamanum en mörg ensím reiða sig á frumefnið þrátt fyrir að einungis um 25 g sé að finna í líkama meðalmanns.

Magnesín þykir einkar hentugt til notkunar í geimflaugum þar sem eðlismassi þess, 1,738 g/cm3, er tiltölulega lítill miðað við önnur algeng byggingarefni, til dæmis ál. Burðarþol magnesíns er þó ekki nógu mikið til að unnt sé að nota það eitt og sér og er því öðrum málmum bætt við.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

7.7.2017

Spyrjandi

Arnór Rúnar Halldórsson, Jón Pétur Gunnarsson, Helgi Ólafsson

Tilvísun

Kristófer Hugi Árnason og Thor Christopher Keilen. „Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2017, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31814.

Kristófer Hugi Árnason og Thor Christopher Keilen. (2017, 7. júlí). Hver uppgötvaði frumefnið magnesín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31814

Kristófer Hugi Árnason og Thor Christopher Keilen. „Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2017. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31814>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?
Eftirfarandi spurningum er einnig svarað:

  • Hvað er magnesín? (Jón Pétur)
  • Er magnesín eðlisþungt og við hvaða hitastig kviknar í því? (Helgi)

Magnesín (Mg, magnesíum) er í flokki 2 í lotukerfinu en til hans heyra jarðalkalímálmar. Það hefur sætistöluna 12 í lotukerfinu og er skínandi gráhvítt á að líta. Bræðslumark magnesíns er 650°C, suðumark 1.091°C og sjálfkveikja verður við 473°C.

Frumefnið magnesín var fyrst uppgötvað af enska efnafræðingnum Sir Humphry Davy (1778-1829) árið 1808. Davy notaðist við rafgreiningu á málmblöndu til þess að einangra frumefnið en magnesín finnst ekki eitt og sér í náttúrunni. Áður en að Davy tókst að einangra efnið þekktist það sem efnasamband, til dæmis sem Epsom-salt. Nafnið magnesín er komið frá Magnesia en það er landsvæði í héraðinu Þessalíu í austurhluta Grikklands. Þar var fyrsti þekkti fundarstaður magnesínsoxíðs, en það er efnasamband magnesíns og súrefnis (MgO).

Frumefnið magnesín var fyrst uppgötvað af enska efnafræðingnum Sir Humphry Davy (1778-1829) árið 1808. Magnesín er jarðalkalímálmur og er skínandi gráhvítt á að líta.

Tæplega 14% af massa Jarðarinnar er magnesín en einungis járn (32%), súrefni (30%) og kísill (15%) finnast í meira magni. Auk þess er það þriðja algengasta uppleysta frumefnið í sjó, á eftir natríni og klóri. Magnesín er einnig mikilvægt mannslíkamanum en mörg ensím reiða sig á frumefnið þrátt fyrir að einungis um 25 g sé að finna í líkama meðalmanns.

Magnesín þykir einkar hentugt til notkunar í geimflaugum þar sem eðlismassi þess, 1,738 g/cm3, er tiltölulega lítill miðað við önnur algeng byggingarefni, til dæmis ál. Burðarþol magnesíns er þó ekki nógu mikið til að unnt sé að nota það eitt og sér og er því öðrum málmum bætt við.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...