hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka?Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá: Helín, natrín, kalín og svo framvegis. Enn fremur orðmyndir eins og úran og plúton. Þetta má til að mynda sjá í Orðaskrá um eðlisfræði og skyldar greinar. Ákvörðun þessi var byggð á heildstæðum tillögum frá Þorsteini Sæmundssyni.

Þjálla er að nota til dæmis úran og plúton en -íum-orðin í þeim tilvikum. Á myndinni sjást kjarnaofnar en svonefnt auðgað úran er notað sem eldsneyti í þá.

Í orðabók teljum við réttast að sýna báðar gerðir, það er plúton/plútoníum, helín/helíum og svo framvegis.
- Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. (Skoðað 23.09.2016).
- Íslensk orðabók. 2007. Mörður Árnason (ritstjóri), 4. útgáfa, byggð á 3. prentun frá 2005 með allnokkrum breytingum. Reykjavík: Edda.
- Orðaskrá um eðlisfræði og skyldar greinar. 1996. Viðar Guðmundsson og Þorsteinn Vilhjálmsson (ritstjórar), Orðanefnd Eðlisfræðifélags Íslands. Reykjavík: Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar.
- Stafsetningarorðabókin. 2006. Dóra Hafsteinsdótir (ritstjóri). Reykjavík: Íslensk málnefnd: JPV útgáfa.
- Þorsteinn Sæmundsson. Nöfn frumefnanna. (Skoðað 23.09.2016).
- Bellefonte Nuclear Generating Station - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 22.09.2016).
- Dictionary - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 21.09.2016).