Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er best að grafa eftir gulli?

Gull (Au) er frumefni. Eins og á við um önnur frumefni þyngri en járn, verður það aðeins til í miklum hamförum sprengistjarna. Um tilurð gulls og annarra frumefna er hægt að lesa meira í fróðlegu svari eftir Ottó Elíasson við spurningunni Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í hverju tonni af grjóti. Til þess að það svari kostnaði að vinna gull er talið að lágmarksstyrkur þess þurfi að vera um 1000 sinnum meiri eða 5 g í hverju tonni.

Gullgrafari á Nýja-Sjálandi. Myndin er tekin um 1890.

Vegna jarðfræðilegra ferla getur orðið þúsundföld auðgun gulls í bergi. Þetta gerist til dæmis í fellingafjöllum. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt? er fjallað um þetta ferli og þar segir meðal annars:

Þetta öfluga jarðhitakerfi leysir gull og önnur efni úr berginu og fellir út aftur á kaldari stöðum. Með tímanum rofna fjallgarðarnir niður en gullið situr eftir - þannig urðu til auðugar gullnámur Andesfjalla, Klettafjalla, Alpafjalla, Harzfjalla og svo framvegis.

Í sama svari segir einnig að „auðunnar“ gullnámur séu nánast uppurnar. Í framtíðinni gætu menn leitað að gulli í fornum sprungum. Við bendum spyrjanda þessarar spurningar, og þeim sem hafa áhuga á gullgreftri, að leita frekari upplýsinga í svari Sigurðar.

Frá sjónarhóli hagfræðinnar er hins vegar lítil þörf fyrir meira gull. Um það er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband Meira en nóg er til af gulli á jörðinni og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er gagnslaust.

Mynd:

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Hvar er mesti möguleikinn að finna gull og hvernig væri þá best að vinna það?

Útgáfudagur

12.11.2014

Spyrjandi

Guðbjartur Brynjar Friðriksson, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hvar er best að grafa eftir gulli?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2014. Sótt 20. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=68523.

JGÞ. (2014, 12. nóvember). Hvar er best að grafa eftir gulli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68523

JGÞ. „Hvar er best að grafa eftir gulli?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2014. Vefsíða. 20. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68523>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Inga Reynisdóttir

1962

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar hún jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfsaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.