Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband

Gylfi Magnússon

Það sem er helst áhugavert við þetta frá sjónarhóli hagfræðinnar er sú einfalda staðreynd að það er engin þörf á öllu þessu gulli á jörðinni. Það er til meira en nóg af gulli og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er algjörlega gagnslaust, rykfellur bara í bankahvelfingum.

Jörðin yrði því ekki í neinum skilningi ríkari við að færa gullið til jarðar, burtséð frá kostnaðinum við það. Það myndi bara lækka verð á gulli og valda því að meira yrði látið rykfalla í bankahvelfingum. Þá væri allt eins gott að geyma þetta gull bara í þessu smástirni og láta það fara sína leið um óravíddir geimsins, það mætti kannski líta á það sem geimbankahólf.

Hægt er að lesa meira um hvaða efnahagslegu afleiðingar það hefði í för með sér að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það fyrir heiminn og Ísland ef við gætum flutt smástirnið 433 Eros til jarðar, en það er fullt af gulli?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.10.2012

Spyrjandi

Róbert Bragason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 19. október 2012. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62938.

Gylfi Magnússon. (2012, 19. október). Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62938

Gylfi Magnússon. „Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2012. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62938>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband
Það sem er helst áhugavert við þetta frá sjónarhóli hagfræðinnar er sú einfalda staðreynd að það er engin þörf á öllu þessu gulli á jörðinni. Það er til meira en nóg af gulli og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er algjörlega gagnslaust, rykfellur bara í bankahvelfingum.

Jörðin yrði því ekki í neinum skilningi ríkari við að færa gullið til jarðar, burtséð frá kostnaðinum við það. Það myndi bara lækka verð á gulli og valda því að meira yrði látið rykfalla í bankahvelfingum. Þá væri allt eins gott að geyma þetta gull bara í þessu smástirni og láta það fara sína leið um óravíddir geimsins, það mætti kannski líta á það sem geimbankahólf.

Hægt er að lesa meira um hvaða efnahagslegu afleiðingar það hefði í för með sér að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það fyrir heiminn og Ísland ef við gætum flutt smástirnið 433 Eros til jarðar, en það er fullt af gulli?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

...