Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Askja enn virk eldstöð?

Snæbjörn Guðmundsson

Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961.

Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll sem hlaðist hafa upp við síendurtekin gos yfir langan tíma í jarðsögunni. Gossaga Öskju nær eflaust nokkur hundruð þúsund ár aftur á ísöld þótt aldur og þróun eldstöðvarinnar á fyrri stigum sé ekki vel þekkt. Dyngjufjöll eru helsti afrakstur eldvirkninnar og eru þau að mestu byggð upp af móbergi, sem myndast hefur við gos undir jökli á síðustu ísöld. Fá hraunlög hafa fundist frá fyrri hlýskeiðum en eftir að jökla ísaldar leysti fyrir um tíu þúsund árum hefur virkni verið mikil í eldstöðvakerfi Öskju.

Askja og Öskjuvatn. Gígurinn Víti næst á myndinni.

Askja er í hugum margra líklega þekktust fyrir gríðarmikið sprengigos, sem þar varð árið 1875, en það er þó ekki stærsta þekkta gosið í eldstöðinni. Fyrstu þekktu ummerki um eldsumbrot í Öskju frá lokum ísaldar eru umfangsmikil gjóskulög víða við strendur Norðurlands, sem rakin hafa verið til Dyngjufjalla. Af þykkt gjóskunnar og útbreiðslu að dæma hefur mikið sprengigos átt sér stað innan megineldstöðvarinnar og hefur það verið talið allt að fimm til tíu sinnum stærra en sprengigosið 1875. Gossaga Ösku er hins vegar flókin og örðugt hefur reynst að tengja þetta sprengigos við ákveðinn stað í Dyngjufjöllum svo óyggjandi sé. Með tíða og tíma dró tölvuert úr eldvirkninni og fyrsta árþúsundið eftir að land byggðist virðist fátt markvert hafa átt sér stað í Dyngjufjöllum. Eldglæringar hafa án efa sést uppi á hálendi endrum og eins en fáir ómakað sig við að rannsaka upptök eldgosanna.

Árið 1874 hófst mikil goshrina í eldstöðinni sem náði hápunkti í gríðarmiklu sprengigosi í mars 1875. Þá myndaðist hinn þekkti sprengigígur Víti. Þessari hrinu jarðhræringa lauk í október sama ár. Gossögu Öskju var þó ekki lokið með stórgosinu 1875. Nokkur fjöldi eldgosa varð þar á árunum 1921 til 1929 en síðast gaus í Öskju árið 1961.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað getið þið sagt mér um eldfjallið Öskju og sögu gosa í Öskju?


Fyrsta efnisgrein svarsins er eftir ritstjórn Vísindavefsins en að öðru leyti er textinn stytt útgáfa af umfjöllun um Öskju í bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

17.11.2016

Síðast uppfært

10.9.2021

Spyrjandi

Kristinn Snær Guðjónsson, Guðjón Þorsteinsson

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Er Askja enn virk eldstöð?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2016, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71039.

Snæbjörn Guðmundsson. (2016, 17. nóvember). Er Askja enn virk eldstöð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71039

Snæbjörn Guðmundsson. „Er Askja enn virk eldstöð?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2016. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71039>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Askja enn virk eldstöð?
Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961.

Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll sem hlaðist hafa upp við síendurtekin gos yfir langan tíma í jarðsögunni. Gossaga Öskju nær eflaust nokkur hundruð þúsund ár aftur á ísöld þótt aldur og þróun eldstöðvarinnar á fyrri stigum sé ekki vel þekkt. Dyngjufjöll eru helsti afrakstur eldvirkninnar og eru þau að mestu byggð upp af móbergi, sem myndast hefur við gos undir jökli á síðustu ísöld. Fá hraunlög hafa fundist frá fyrri hlýskeiðum en eftir að jökla ísaldar leysti fyrir um tíu þúsund árum hefur virkni verið mikil í eldstöðvakerfi Öskju.

Askja og Öskjuvatn. Gígurinn Víti næst á myndinni.

Askja er í hugum margra líklega þekktust fyrir gríðarmikið sprengigos, sem þar varð árið 1875, en það er þó ekki stærsta þekkta gosið í eldstöðinni. Fyrstu þekktu ummerki um eldsumbrot í Öskju frá lokum ísaldar eru umfangsmikil gjóskulög víða við strendur Norðurlands, sem rakin hafa verið til Dyngjufjalla. Af þykkt gjóskunnar og útbreiðslu að dæma hefur mikið sprengigos átt sér stað innan megineldstöðvarinnar og hefur það verið talið allt að fimm til tíu sinnum stærra en sprengigosið 1875. Gossaga Ösku er hins vegar flókin og örðugt hefur reynst að tengja þetta sprengigos við ákveðinn stað í Dyngjufjöllum svo óyggjandi sé. Með tíða og tíma dró tölvuert úr eldvirkninni og fyrsta árþúsundið eftir að land byggðist virðist fátt markvert hafa átt sér stað í Dyngjufjöllum. Eldglæringar hafa án efa sést uppi á hálendi endrum og eins en fáir ómakað sig við að rannsaka upptök eldgosanna.

Árið 1874 hófst mikil goshrina í eldstöðinni sem náði hápunkti í gríðarmiklu sprengigosi í mars 1875. Þá myndaðist hinn þekkti sprengigígur Víti. Þessari hrinu jarðhræringa lauk í október sama ár. Gossögu Öskju var þó ekki lokið með stórgosinu 1875. Nokkur fjöldi eldgosa varð þar á árunum 1921 til 1929 en síðast gaus í Öskju árið 1961.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað getið þið sagt mér um eldfjallið Öskju og sögu gosa í Öskju?


Fyrsta efnisgrein svarsins er eftir ritstjórn Vísindavefsins en að öðru leyti er textinn stytt útgáfa af umfjöllun um Öskju í bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...