Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju gjósa eldfjöll?

Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu!

Jörðin er enn þá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirborðsins aðallega á tvo vegu. Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna; þessi varmaleiðni er afar hægfara. Hins vegar kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni, úr iðrum jarðar og upp á yfirborðið. Þessa tilfærslu köllum við eldgos.

Um þetta er hægt að lesa meira í ágætu svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? en þetta svar byggir einmitt á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

20.11.2008

Spyrjandi

Bjarki, Þór og Egill f. 1997

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju gjósa eldfjöll? “ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2008. Sótt 27. febrúar 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=50314.

JGÞ. (2008, 20. nóvember). Af hverju gjósa eldfjöll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50314

JGÞ. „Af hverju gjósa eldfjöll? “ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2008. Vefsíða. 27. feb. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50314>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Plógur

Plógur er mikilvægasta tækið í ræktunarsögu manna. Fyrstu plógarnir voru dregnir af mönnum en síðar var farið að beita hestum og uxum fyrir plógana og enn síðar vélum. Gjörbreyting varð í evrópskum landbúnaði á miðöldum þegar þungur margblaða plógur var smíðaður. Átta uxum var breitt fyrir slíkan plóg. Í framhaldi af þessari tæknibyltingu átti sér stað mikil fólksfjölgun í Evrópu utan Miðjarðarhafssvæðisins.