Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu!
Jörðin er enn þá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirborðsins aðallega á tvo vegu. Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna; þessi varmaleiðni er afar hægfara. Hins vegar kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni, úr iðrum jarðar og upp á yfirborðið. Þessa tilfærslu köllum við eldgos.
Um þetta er hægt að lesa meira í ágætu svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? en þetta svar byggir einmitt á því.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu? eftir Ármann Höskuldsson
- Hvað eru til mörg eldfjöll? eftir EDS
- Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? eftir Ármann Höskuldsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.