Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?

Sigurjón Árni Eyjólfsson

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember.

Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir menn héldu sömu hátíð á svipuðum árstíma tíma og hét hún, líkt og nú, jól.

Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum með Konstantínusi mikla árið 324, yfirtók kirkjan smám saman forna helgidaga og með tímanum festist 25. desember sem fæðingardagur Jesú. Sá siður skaut rótum undir aldamótin 400. Dagurinn var einnig tengdur fæðingardegi keisarans og þar sem Jesús var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð. Jesús tók því bæði sæti sólarguðsins, keisarans og hátíðargleðinnar. Á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg um alla kristnina sem fæðingarhátíð Jesú.

Í vesturkirkjunni hafa jól fengið jafnmikið vægi og páskarnir sem eru mesta hátíð kristninnar.


Sjá Wolf-Dieter Hauschild, Lehrbuch der Kirchen und Dogmengeschichte Bd. I, Gütersloh 1995, 101-102.


Mynd: Jesus Christ Mosaic Image Collection

Höfundur

stundakennari í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.11.2000

Spyrjandi

Erla Sigurðardóttir

Efnisorð

Tilvísun

Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1071.

Sigurjón Árni Eyjólfsson. (2000, 1. nóvember). Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1071

Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1071>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?
Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember.

Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir menn héldu sömu hátíð á svipuðum árstíma tíma og hét hún, líkt og nú, jól.

Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum með Konstantínusi mikla árið 324, yfirtók kirkjan smám saman forna helgidaga og með tímanum festist 25. desember sem fæðingardagur Jesú. Sá siður skaut rótum undir aldamótin 400. Dagurinn var einnig tengdur fæðingardegi keisarans og þar sem Jesús var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð. Jesús tók því bæði sæti sólarguðsins, keisarans og hátíðargleðinnar. Á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg um alla kristnina sem fæðingarhátíð Jesú.

Í vesturkirkjunni hafa jól fengið jafnmikið vægi og páskarnir sem eru mesta hátíð kristninnar.


Sjá Wolf-Dieter Hauschild, Lehrbuch der Kirchen und Dogmengeschichte Bd. I, Gütersloh 1995, 101-102.


Mynd: Jesus Christ Mosaic Image Collection...