Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?

Nanna Katrín Hannesdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:
Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvarða hvenær ársins hann fæddist, þó þessi tími árs hafi verið valinn til að minnast atburðarins og sagnanna í kringum hann.

Hátíðarhöld í kringum vetrarsólstöður voru þekkt löngu áður en kristni kom til sögunnar. Til að mynda héldu heiðnir norrænir menn upp á jól til að fagna því að sól færi hækkandi á lofti eftir 21. og 22. desember. Jafnframt var haldið upp á hækkandi sól í Róm til forna þar sem svokölluð Saturnalia-hátíð stóð yfir frá 17. til 23. desember. Saturnalia-hátíðin var tengd heiðnum sólarguðum og frelsurum. Áttu tveir þeirra, rómverski guðinn Attis og indversk-persneski guðinn Mítra, að hafa fæðst 25. desember.

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist þó þess sé minnst 25. desember.

Eftir að kristni varð ríkistrú hjá Rómverjum árið 324 yfirtók kirkjan smám saman forna helgidaga. Við innleiðingu nýrra siða er hentugt að skipuleggja hátíðarhöld í kringum þá daga sem þegar er haldið upp á. Það lá beint við fyrir kristna menn í Róm að halda upp á fæðingu frelsara síns á degi sem félli að hátíðarhöldum á degi sólarinnar. Með tímanum festist því 25. desember sem fæðingardagur Jesú og þegar komið var fram á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg um alla kristni sem fæðingarhátíð frelsarans.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd::

Höfundur

Nanna Katrín Hannesdóttir

BA-nemi í heimspeki

Útgáfudagur

22.12.2020

Spyrjandi

Hrund Hilmisdóttir

Tilvísun

Nanna Katrín Hannesdóttir. „Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2020, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61384.

Nanna Katrín Hannesdóttir. (2020, 22. desember). Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61384

Nanna Katrín Hannesdóttir. „Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2020. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61384>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvarða hvenær ársins hann fæddist, þó þessi tími árs hafi verið valinn til að minnast atburðarins og sagnanna í kringum hann.

Hátíðarhöld í kringum vetrarsólstöður voru þekkt löngu áður en kristni kom til sögunnar. Til að mynda héldu heiðnir norrænir menn upp á jól til að fagna því að sól færi hækkandi á lofti eftir 21. og 22. desember. Jafnframt var haldið upp á hækkandi sól í Róm til forna þar sem svokölluð Saturnalia-hátíð stóð yfir frá 17. til 23. desember. Saturnalia-hátíðin var tengd heiðnum sólarguðum og frelsurum. Áttu tveir þeirra, rómverski guðinn Attis og indversk-persneski guðinn Mítra, að hafa fæðst 25. desember.

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist þó þess sé minnst 25. desember.

Eftir að kristni varð ríkistrú hjá Rómverjum árið 324 yfirtók kirkjan smám saman forna helgidaga. Við innleiðingu nýrra siða er hentugt að skipuleggja hátíðarhöld í kringum þá daga sem þegar er haldið upp á. Það lá beint við fyrir kristna menn í Róm að halda upp á fæðingu frelsara síns á degi sem félli að hátíðarhöldum á degi sólarinnar. Með tímanum festist því 25. desember sem fæðingardagur Jesú og þegar komið var fram á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg um alla kristni sem fæðingarhátíð frelsarans.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd::

...