Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?

Einar Árnason

Fyrir nokkru var spurt hér á Vísindavefnum Af hverju eru menn með jafnheitt blóð? Í svarinu við þeirri spurningu var gerður greinarmunur á tvenns konar spurningum: Annarsvegar "hvernig" og hinsvegar "af hverju" eða "til hvers" spurningum. Hér er spurt samkvæmt seinni gerð spurninga, af hverju menn eru svartir (þeldökkir) eða hvítir (ljósir).

Svarið má byggja á röksemdafærslu sem kalla má vélræna eða náttúrlega tilgangshyggju. Ef starf eða framlag eiginleikans til lífeðlis lífverunnar er ástæðan fyrir því að eiginleikinn varð til er um náttúrlega eða vélræna tilgangshyggju að ræða. Vélvirkið sem sér um að eiginleikinn breiðist út er blint náttúrlegt val.

Til að svara því af hverju sumir menn eru þeldökkir en aðrir ljósir könnum við hvaða hagur er að því að vera dökkur í því umhverfi þar sem þeldökkir búa og hvaða hagur er að því að vera ljós á hörund þar sem hvítir menn búa. Svörin sem við fáum eru dæmigerðar aðlögunarsögur (e. adaptive stories), það er að segja sögur af því hvernig lífverur lagast að umhverfi sínu með þróun.

Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldökkir og hvítir menn. Þetta er lífeðlisfræðileg svörun sem er talin fela í sér vörn gegn útfjólubláum geislum sólar. Þeldökkir sem búa á sólríkum stöðum eru hins vegar með meira af litarefninu melanín í húðinni. Melanín gleypir útfjólubláa geisla sólarljóssins og það verndar því gegn sólbruna. Sólarljós getur einnig leitt til myndunar D-vítamíns ("sólskinsvítamínið") ef það nær djúpt inn í húðina. Ljós húð gæti þannig verið hagkvæm á norðurslóðum þar sem ekki er mikil sól en ef til vill skortur á D-vítamíni. Aðrar skýringar eru einnig til en tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna aðlögunargildi þessara eiginleika.

Þessar skýringar eru aðlögunarsögur sem gera ráð fyrir að flestir ef ekki allir eiginleikar lífvera séu mikilvægir fyrir starfsemi þeirra. En ekki eru allir eiginleikar aðlaganir. Þannig er erfitt að ímynda sér að munurinn á ljóshærðu, skolhærðu og dökkhærðu fólki skipti einhverju máli í lífeðli einstaklinganna. Ef þessi munur skiptir engu máli eru eiginleikarnir jafngóðir og því hlutlausir með tilliti til náttúrlegs vals. Hending getur því ráðið tilvist þeirra. Munur á eiginleikum gæti einnig hafa orðið til við misvöxt (allometry) eða vegna tilviljana í þroskun lífvera.

Þetta sýnir að það eru til ýmsar aðrar skýringar á mismunandi eiginleikum en að þeir séu aðlaganir að mismunandi umhverfi. Slíkar skýringar verður þó að byggja á ítarlegum rannsóknum.

Sjá einnig:

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

15.3.2000

Spyrjandi

Stefán Smári Jónsson

Tilvísun

Einar Árnason. „Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=243.

Einar Árnason. (2000, 15. mars). Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=243

Einar Árnason. „Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=243>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?
Fyrir nokkru var spurt hér á Vísindavefnum Af hverju eru menn með jafnheitt blóð? Í svarinu við þeirri spurningu var gerður greinarmunur á tvenns konar spurningum: Annarsvegar "hvernig" og hinsvegar "af hverju" eða "til hvers" spurningum. Hér er spurt samkvæmt seinni gerð spurninga, af hverju menn eru svartir (þeldökkir) eða hvítir (ljósir).

Svarið má byggja á röksemdafærslu sem kalla má vélræna eða náttúrlega tilgangshyggju. Ef starf eða framlag eiginleikans til lífeðlis lífverunnar er ástæðan fyrir því að eiginleikinn varð til er um náttúrlega eða vélræna tilgangshyggju að ræða. Vélvirkið sem sér um að eiginleikinn breiðist út er blint náttúrlegt val.

Til að svara því af hverju sumir menn eru þeldökkir en aðrir ljósir könnum við hvaða hagur er að því að vera dökkur í því umhverfi þar sem þeldökkir búa og hvaða hagur er að því að vera ljós á hörund þar sem hvítir menn búa. Svörin sem við fáum eru dæmigerðar aðlögunarsögur (e. adaptive stories), það er að segja sögur af því hvernig lífverur lagast að umhverfi sínu með þróun.

Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldökkir og hvítir menn. Þetta er lífeðlisfræðileg svörun sem er talin fela í sér vörn gegn útfjólubláum geislum sólar. Þeldökkir sem búa á sólríkum stöðum eru hins vegar með meira af litarefninu melanín í húðinni. Melanín gleypir útfjólubláa geisla sólarljóssins og það verndar því gegn sólbruna. Sólarljós getur einnig leitt til myndunar D-vítamíns ("sólskinsvítamínið") ef það nær djúpt inn í húðina. Ljós húð gæti þannig verið hagkvæm á norðurslóðum þar sem ekki er mikil sól en ef til vill skortur á D-vítamíni. Aðrar skýringar eru einnig til en tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna aðlögunargildi þessara eiginleika.

Þessar skýringar eru aðlögunarsögur sem gera ráð fyrir að flestir ef ekki allir eiginleikar lífvera séu mikilvægir fyrir starfsemi þeirra. En ekki eru allir eiginleikar aðlaganir. Þannig er erfitt að ímynda sér að munurinn á ljóshærðu, skolhærðu og dökkhærðu fólki skipti einhverju máli í lífeðli einstaklinganna. Ef þessi munur skiptir engu máli eru eiginleikarnir jafngóðir og því hlutlausir með tilliti til náttúrlegs vals. Hending getur því ráðið tilvist þeirra. Munur á eiginleikum gæti einnig hafa orðið til við misvöxt (allometry) eða vegna tilviljana í þroskun lífvera.

Þetta sýnir að það eru til ýmsar aðrar skýringar á mismunandi eiginleikum en að þeir séu aðlaganir að mismunandi umhverfi. Slíkar skýringar verður þó að byggja á ítarlegum rannsóknum.

Sjá einnig:...