Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?

Kristín Loftsdóttir

Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er einblínt á útlitsatriði eins og litarhátt, hárgerð, augnsvip og vaxtarlag. Flokkunin undirstrikast svo enn frekar í hugum fólks þegar við hana er bætt atriðum sem eru háð félagslegu og menningarlegu umhverfi.

Arfgerð (genotype) mismunandi hópa fólks getur þó vissulega verið lítilsháttar mismunandi, til dæmis vegna áhrifa umhverfis á þróun erfðaefnisins. Eins og fram kemur í öðrum svörum um þessi efni á Vísindavefnum er húðlitur hvítra manna einmitt dæmi um þess konar áhrif.

Benda má á að hugmyndin um mismunandi kynþætti er tiltölulega ný af nálinni. Hugtakið kynþáttur (race) var notað í enskri tungu á 16. öld, en öðlaðist líklega ekki þá merkingu sem það hefur í dag fyrr en með þróun náttúruvísinda á 18. og 19. öld. Evrópubúar höfðu þá komist í kynni við aukna fjölbreytni þjóðfélaga og farið var að flokka fólk með ólíkan litarhátt í mismunandi kynþætti sem byggðust á arfgengum líffræðilegum mun. Auk þess hafa kynbætur á húsdýrum og nytjajurtum, sem hófust í Evrópu á 18. öld, vafalaust haft áhrif á hugmyndirnar um kynþætti manna.

Evrópubúar töldu menningu sína æðri menningu annarra samfélaga heimsins og töldu mun á menningu endurspegla mun milli kynþátta. Skipting í kynþætti fól því í sér þjóðhverfa röðun, þar sem einstaklingar af svokölluðum hvítum kynþætti áttu að vera betur gefnir en einstaklingar af öðrum kynþáttum. Skipting fólks í kynþætti var mikilvæg réttlætting fyrir þrælahaldi og fyrir því að svipta hópa í nýlendum Evrópu auðlindum sínum og landi.

Sem svar við spurningunni má í stuttu máli segja að enginn andlegur munur sé milli kynþátta einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að skipta manneskjum í mismunandi flokka eftir litarhætti. Litarháttur hefur til dæmis ekkert forsagnargildi um aðra þætti, svo sem greind, persónuleika eða hæfileika, ekki frekar en háralitur og augnlitur. Hugmyndin um andlegan mun hópa eftir litarhætti er því ákveðin arfleifð kynþáttafordóma í sögu okkar á Vesturlöndum.

Flestir í þjóðfélagi okkar álíta að kynþættir séu fyrirkomulag náttúru en ekki félagsleg flokkun. Árið 1964 nefndi Ashley Montagu hugmyndina um kynþætti sem “hættulegustu goðsögn manneskjunnar,” og var þá að vísa í að hugmyndin um mismun kynþátta hefur kerfisbundið verið notuð til réttlættingar á mannréttindabrotum gagnvart ákveðnum hópum. Að sama skapi hafa mannfræðingar nýlega haldið því fram að hugmyndin um kynþætti virðist vera ein lífseigasta goðsögn 20. aldarinnar. Allt virðist því miður benda til að þessi goðsögn eigi enn eftir að lifa góðu lífi um sinn.

Sjá einnig:

Höfundur

Kristín Loftsdóttir

prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.12.2000

Spyrjandi

Halldór Berg Harðarson, fæddur 1986

Efnisorð

Tilvísun

Kristín Loftsdóttir. „Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2000. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1214.

Kristín Loftsdóttir. (2000, 4. desember). Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1214

Kristín Loftsdóttir. „Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2000. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1214>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?
Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er einblínt á útlitsatriði eins og litarhátt, hárgerð, augnsvip og vaxtarlag. Flokkunin undirstrikast svo enn frekar í hugum fólks þegar við hana er bætt atriðum sem eru háð félagslegu og menningarlegu umhverfi.

Arfgerð (genotype) mismunandi hópa fólks getur þó vissulega verið lítilsháttar mismunandi, til dæmis vegna áhrifa umhverfis á þróun erfðaefnisins. Eins og fram kemur í öðrum svörum um þessi efni á Vísindavefnum er húðlitur hvítra manna einmitt dæmi um þess konar áhrif.

Benda má á að hugmyndin um mismunandi kynþætti er tiltölulega ný af nálinni. Hugtakið kynþáttur (race) var notað í enskri tungu á 16. öld, en öðlaðist líklega ekki þá merkingu sem það hefur í dag fyrr en með þróun náttúruvísinda á 18. og 19. öld. Evrópubúar höfðu þá komist í kynni við aukna fjölbreytni þjóðfélaga og farið var að flokka fólk með ólíkan litarhátt í mismunandi kynþætti sem byggðust á arfgengum líffræðilegum mun. Auk þess hafa kynbætur á húsdýrum og nytjajurtum, sem hófust í Evrópu á 18. öld, vafalaust haft áhrif á hugmyndirnar um kynþætti manna.

Evrópubúar töldu menningu sína æðri menningu annarra samfélaga heimsins og töldu mun á menningu endurspegla mun milli kynþátta. Skipting í kynþætti fól því í sér þjóðhverfa röðun, þar sem einstaklingar af svokölluðum hvítum kynþætti áttu að vera betur gefnir en einstaklingar af öðrum kynþáttum. Skipting fólks í kynþætti var mikilvæg réttlætting fyrir þrælahaldi og fyrir því að svipta hópa í nýlendum Evrópu auðlindum sínum og landi.

Sem svar við spurningunni má í stuttu máli segja að enginn andlegur munur sé milli kynþátta einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að skipta manneskjum í mismunandi flokka eftir litarhætti. Litarháttur hefur til dæmis ekkert forsagnargildi um aðra þætti, svo sem greind, persónuleika eða hæfileika, ekki frekar en háralitur og augnlitur. Hugmyndin um andlegan mun hópa eftir litarhætti er því ákveðin arfleifð kynþáttafordóma í sögu okkar á Vesturlöndum.

Flestir í þjóðfélagi okkar álíta að kynþættir séu fyrirkomulag náttúru en ekki félagsleg flokkun. Árið 1964 nefndi Ashley Montagu hugmyndina um kynþætti sem “hættulegustu goðsögn manneskjunnar,” og var þá að vísa í að hugmyndin um mismun kynþátta hefur kerfisbundið verið notuð til réttlættingar á mannréttindabrotum gagnvart ákveðnum hópum. Að sama skapi hafa mannfræðingar nýlega haldið því fram að hugmyndin um kynþætti virðist vera ein lífseigasta goðsögn 20. aldarinnar. Allt virðist því miður benda til að þessi goðsögn eigi enn eftir að lifa góðu lífi um sinn.

Sjá einnig: ...