Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?

Unnar Árnason

Í svari við spurningunni Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf? kemur fram að vísindamenn hafa lengi talið að þegar við erum kitluð reynum við að verjast. Eðlilegt er því að spyrja hvers vegna fólk hlær þegar það er kitlað, fyrst um varnarviðbrögð er að ræða og jafnvel merki um ótta. Þessi spurning hefur raunar þjakað fræðimenn sem skrifað hafa um hlátur og fyndni í aldanna rás.

Charles Darwin var víst manna fyrstur til að benda á þróunarfræðilega þáttinn í viðbrögðum okkar við kitli – þau væru skyld viðbrögðum dýra, til dæmis hesta og nautgripa, við ásókn flugna og annarra kvikinda á viðkvæm svæði á líkamanum.




Þá blasir augljós staðreynd við okkur: Hesturinn eða kýrin hlær ekki þegar fluga sest á skrokkinn á þeim – að minnsta kosti ekki svo að við vitum til. Önnur staðreynd er jafn mikilvæg: Við hlæjum alls ekki alltaf þegar við erum kitluð.

Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler (1905-1983) setti fram hugmyndir sínar um hlátur og fyndni í grein frá árinu 1949 og síðar í bókinni The Act of Creation sem kom út 1964. Hann telur að hlátur spretti af árekstri ólíkra orðræðna. Koestler smíðaði raunar sérstök hugtök fyrir þetta fyrirbæri, bi- og disociation, sem hann notaði á mismunandi tíma en tákna það sama. Erfitt er að þýða þessi hugtök á íslenku en skilgreining Koestlers felur í sér að þegar við sjáum/heyrum eitthvað fyndið, upplifum við okkur á tveimur (eða fleirum) orðræðusviðum. Þetta virðist eiga vel við fyndni í mæltu og rituðu máli, jafnvel einnig myndræna, en hvað segir þessi setning okkur um kitl?

Koestler vitnar til rannsóknar sem gerð var við Yale-háskólann og sýndi fram á að börn hlógu 15 sinnum oftar þegar móðir þeirra kitlaði þau en þegar þau voru kitluð af einhverjum ókunnugum. Börnin voru ennfremur mun líklegri til að gráta þegar sá ókunnugi kitlaði þau en að hlæja. Þetta útskýrir Koestler með því að börnin upplifi kitl móðurinnar sem platárás og tengir þetta kenningu sinni með því að benda á að líklega sé kitl móður (eða annars náins aðstandanda) fyrsta skiptið sem barnið upplifir sjálft sig á tveimur (orðræðu-) sviðum; það veit að ráðist er á viðkvæm svæði þess en um leið að árásin er ekki raunveruleg og það mun ekki hljóta neinn skaða.




Niðurstaðan er því þessi: Við hlæjum þegar við erum kitluð ef við treystum þeim sem kitlar. Hvort sem það er ættingi, elskhugi eða vinur sem kitlar, verður manni að vera ljóst að ekki er um alvöruárás að ræða heldur atlot sem enda oftar en ekki með einhverju innilegra og ástúðlegra. Um þetta getum við ekki verið örugg þegar ókunnugir eiga í hlut.

Þetta skýrir líka hvers vegna okkur gengur illa að kitla okkur sjálf. Við ráðumst ekki á okkur sjálf, nema ef við glímum við alvarlega geðræna sjúkdóma. Þegar við setjum okkur viljandi í hættu, sem er þó um leið langoftast örugg, eru okkar fyrstu viðbrögð eftir á venjulega að hlæja. Teygjustökk, fallhlífarstökk og rússíbanakeyrsla eru því eiginlega dæmi um aðferðir sem við notum til að „kitla“ okkur sjálf.

Í kitli, eins og svo mörgu öðru, er því stutt milli hláturs og gráts en það er efni í nýja spurningu og nýtt svar.

Myndir:

Fleiri svör um hlátur og fyndni á Vísindavefnum:

Kenningar Arthurs Koestlers má nálgast í grein hans „Insight and Outlook“ (1949), bókinni The Act of Creation (1964) og á vefsetri alfræðiorðabókarinnar Encyclopædia Britannica í greininni "humour" þar sem hann dregur saman skrif sín um hlátur og fyndni.

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

7.10.2003

Spyrjandi

Iðunn Garðarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?“ Vísindavefurinn, 7. október 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3782.

Unnar Árnason. (2003, 7. október). Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3782

Unnar Árnason. „Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3782>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?
Í svari við spurningunni Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf? kemur fram að vísindamenn hafa lengi talið að þegar við erum kitluð reynum við að verjast. Eðlilegt er því að spyrja hvers vegna fólk hlær þegar það er kitlað, fyrst um varnarviðbrögð er að ræða og jafnvel merki um ótta. Þessi spurning hefur raunar þjakað fræðimenn sem skrifað hafa um hlátur og fyndni í aldanna rás.

Charles Darwin var víst manna fyrstur til að benda á þróunarfræðilega þáttinn í viðbrögðum okkar við kitli – þau væru skyld viðbrögðum dýra, til dæmis hesta og nautgripa, við ásókn flugna og annarra kvikinda á viðkvæm svæði á líkamanum.




Þá blasir augljós staðreynd við okkur: Hesturinn eða kýrin hlær ekki þegar fluga sest á skrokkinn á þeim – að minnsta kosti ekki svo að við vitum til. Önnur staðreynd er jafn mikilvæg: Við hlæjum alls ekki alltaf þegar við erum kitluð.

Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler (1905-1983) setti fram hugmyndir sínar um hlátur og fyndni í grein frá árinu 1949 og síðar í bókinni The Act of Creation sem kom út 1964. Hann telur að hlátur spretti af árekstri ólíkra orðræðna. Koestler smíðaði raunar sérstök hugtök fyrir þetta fyrirbæri, bi- og disociation, sem hann notaði á mismunandi tíma en tákna það sama. Erfitt er að þýða þessi hugtök á íslenku en skilgreining Koestlers felur í sér að þegar við sjáum/heyrum eitthvað fyndið, upplifum við okkur á tveimur (eða fleirum) orðræðusviðum. Þetta virðist eiga vel við fyndni í mæltu og rituðu máli, jafnvel einnig myndræna, en hvað segir þessi setning okkur um kitl?

Koestler vitnar til rannsóknar sem gerð var við Yale-háskólann og sýndi fram á að börn hlógu 15 sinnum oftar þegar móðir þeirra kitlaði þau en þegar þau voru kitluð af einhverjum ókunnugum. Börnin voru ennfremur mun líklegri til að gráta þegar sá ókunnugi kitlaði þau en að hlæja. Þetta útskýrir Koestler með því að börnin upplifi kitl móðurinnar sem platárás og tengir þetta kenningu sinni með því að benda á að líklega sé kitl móður (eða annars náins aðstandanda) fyrsta skiptið sem barnið upplifir sjálft sig á tveimur (orðræðu-) sviðum; það veit að ráðist er á viðkvæm svæði þess en um leið að árásin er ekki raunveruleg og það mun ekki hljóta neinn skaða.




Niðurstaðan er því þessi: Við hlæjum þegar við erum kitluð ef við treystum þeim sem kitlar. Hvort sem það er ættingi, elskhugi eða vinur sem kitlar, verður manni að vera ljóst að ekki er um alvöruárás að ræða heldur atlot sem enda oftar en ekki með einhverju innilegra og ástúðlegra. Um þetta getum við ekki verið örugg þegar ókunnugir eiga í hlut.

Þetta skýrir líka hvers vegna okkur gengur illa að kitla okkur sjálf. Við ráðumst ekki á okkur sjálf, nema ef við glímum við alvarlega geðræna sjúkdóma. Þegar við setjum okkur viljandi í hættu, sem er þó um leið langoftast örugg, eru okkar fyrstu viðbrögð eftir á venjulega að hlæja. Teygjustökk, fallhlífarstökk og rússíbanakeyrsla eru því eiginlega dæmi um aðferðir sem við notum til að „kitla“ okkur sjálf.

Í kitli, eins og svo mörgu öðru, er því stutt milli hláturs og gráts en það er efni í nýja spurningu og nýtt svar.

Myndir:

Fleiri svör um hlátur og fyndni á Vísindavefnum:

Kenningar Arthurs Koestlers má nálgast í grein hans „Insight and Outlook“ (1949), bókinni The Act of Creation (1964) og á vefsetri alfræðiorðabókarinnar Encyclopædia Britannica í greininni "humour" þar sem hann dregur saman skrif sín um hlátur og fyndni....