Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600?

Karólína Eiríksdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600? Og hvað voru svona algengustu hljóðfæri? Og hver voru bestu og frægustu tónskáldin? Og hvernig var þetta? Svara eins fljótt og hægt er og ekkert hangs og ekkert vesen?

Ég fann bara eitthvað smá á Google.com en það var ekki eins mikið og ég þurfti. Þið eruð með milljón bækur þannig að !!find it!!!

En takk samt - Háskóli Íslands ruuuúlar!!
Þessi spurning er afar víðfeðm og verður því aðeins stiklað á stóru í svarinu.

Tónlistin á þessu tveggja alda tímabili var afar fjölbreytileg. Mikil tilraunastarfsemi átti sér stað og form og tónfræðikerfi tóku víðtækum breytingum. Stór hluti tónsköpunar fór fram innan kirkjunnar, en hlutur veraldlegrar tónlistar fór jafnframt vaxandi. Mótettur, messur og veraldleg tónlist með hljóðfæraundirleik, madrígalar og hljóðfæratónlist, allar þessar tegundir tónlistar blómstruðu.

Þetta tímabil spannar nokkurn veginn þann tíma sem kallast endurreisnartímabilið, en flestir fræðimenn í tónlist telja það hefjast um 1420-1430. Tímabilið á undan nefnist miðaldir og um aldamótin 1600 hefst barokktímabilið.

Tónlist frá miðöldum sem varðveist hefur í rituðu formi er að mestum hluta kirkjutónlist með latneskum texta. Þetta þýðir þó ekki að veraldleg tónlist hafi ekki verið iðkuð á þessum tíma, má í því sambandi minna á tónlist trúbadúranna á 12. og 13. öld, en það var veraldleg tónlist yfirstéttarinnar og er sú tónlistarhefð sveipuð rómantískum ljóma, þar sem ástir riddara og hefðarmeyja gegna lykilhlutverki. En það var innan kirkjunnar sem til var kunnátta til nótnaritunar og þar var ekki lögð áhersla á varðveislu veraldlegrar tónlistar.

Kirkjutónlist miðalda var upphaflega einradda söngur og strax á 4. öld var farið að setja tónlistina í kerfi eftir kirkjuárinu til að þjóna hinum ýmsu kirkjuathöfnum. Á dögum Gregoríusar páfa fyrsta um 600 var þessu verki lokið. En tónlistin hélt þó áfram að þróast og næsta skref var að bæta við röddum, í fyrstu samstígum röddum og þá gjarnan í fimmundum eins og Íslendingar þekkja í lögum eins og „Ísland farsælda Frón“ og „Séra Magnús settist upp á Skjóna“, en síðar í flóknari fjölröddun.

Það er óhjákvæmilegt að skapandi hugsun mannsins leiði listirnar áfram og því fundu kirkjutónskáldin ýmsar leiðir til að þróa tónlistina en halda samt upprunalegu gregoríönsku laglínunni inni í verkinu eins og reglur kirkjunnar buðu. Þannig fundust ýmsar aðferðir til að bæta við nýjum röddum með nýsaminni tónlist, sem átti ekkert skylt við gregoríanska sönginn. Þetta gat birst þannig að í þriggja radda messu söng neðsta röddin gregoríanska lagið eða jafnvel aðeins bút úr því í hægum nótnagildum, en hinar raddirnar léku lausum hala og voru með hraðari nótnagildi og nýjan efnivið. Almennt áttu raddirnar ekkert skylt hver með annarri og má segja að hver rödd hafi lifað sjálfstæðu lífi.

Um árið 1400 var því sungin tónlist af ýmsu tagi allsráðandi innan kirkjunnar, en veraldleg tónlist lifði jafnframt góðu lífi innan hirðanna og hjá alþýðunni.

Endurreisnartímabilið

Andi endurreisnartímabilsins fólst meðal annars í trú á samtíðina og voru listir samtímans í hávegum hafðar. Þetta var mikið blómaskeið í listum og var hugtakið endurreisn fyrst notað um myndlist og bókmenntir, en í því felst sú hugsun að list fornaldar sé endurborin eftir hinar „myrku miðaldir“, en rétt er að taka fram að hugtakið „myrkar miðaldir“ er hið mesta rangnefni.

Tónlist miðalda var háþróuð og ber vott um mikið hugvit og listfengi og stöðuga leit og þróun hugmynda. Það var þó öllu óhægara um vik að endurvekja tónlist fornaldar heldur en myndlist og bókmenntir, því að tónlist Grikkja og Rómverja hafði ekki varðveist í nótnaformi, þó voru tónfræðikenningar Grikkja vel þekktar. Tónlist endurreisnartímabilsins er því í beinu framhaldi af því sem gerst hafði áður en jafnframt með nýjum áherslum og nýrri hugsun, sem á rætur sínar að rekja til hugsjóna endurreisnarinnar.

Kirkjan hélt áfram að vera einn sterkasti vettvangur tónsköpunar en hirðir Evrópu voru einnig mjög voldugar og réðu til sín tónskáld. Tónskáldin sömdu gjarnan veraldlega og kirkjulega tónlist jöfnum höndum. Mjög öflugar menningarmiðstöðvar risu út um alla Evrópu, fyrst í norðurhluta Frakklands og á Niðurlöndum og bárust áhrif frá þessum hirðum út um alla Evrópu.

Hirðin í Burgundy þar sem Filippus hinn góði réði ríkjum frá 1419 til 1467 var fræg. Hann réð í þjónustu sína listamenn víðs vegar að frá Evrópu, meðal annars tónskáld og hljóðfæraleikara. Meðal tónskálda sem störfuðu við hirðina í Burgundy voru Guilllaume Dufay (um 1400-1474) og Gilles Binchois (um 1400-1467). Við hirðina var einnig kirkja og því var eftirspurn eftir bæði veraldlegri og kirkjulegri tónlist. Listafólk fyrri tíma ferðaðist víða og skipti um vinnu ekki síður en nú til dags. Áhrif þeirra Dufay og Binchois bárust því víða um lönd. Nýjar öflugar tónlistarmiðstöðvar mynduðust út um alla Evrópu og skiptust á um að eiga forystuna. Á 16. öld má segja að borgir Ítalíu eins og Flórens og Feneyjar hafi verið komnar í forystuhlutverkið.

Um aldamótin 1500 var farið að prenta nótur til fjöldadreifingar og hafði það að sjálfsögðu mikil áhrif á útbreiðslu tónlistar og hinna margvíslegu tónlistarstefna og tónsmíðaaðferða.

Einkenni endurreisnartónlistar

Á endurreisnartímanum þróaðist fjölradda söngur í þá átt að allar raddirnar urðu jafnmikilvægar og notuðu sama tónefnið, svokallaður eftirhermukontrapunktur þróaðist og var Josquin des Prés (1450-1521) meistari þeirrar tónsmíðaaðferðar. Þessu má líkja við keðjusöng, ein rödd byrjar og önnur tekur við með sama efni aðeins síðar og síðan hver röddin á fætur annarri. Þessi aðferð þróaðist áfram og náði hápunkti á barokktímabilinu í fúgum Jóhanns Sebastians Bach. Aðferðin var notuð jöfnum höndum í messum, kirkjulegum mótettum og veraldlegum sönglögum.

Á tímabilinu fjölgaði röddum og í stað þriggja radda tónsmíða urðu fjögurra radda tónsmíðar og allt upp í sex til átta radda algengar. Reglur um meðferð ómstríðra tónbila þróuðust og grunnurinn var lagður að dúr- og mollkerfinu og þeirri hljómfræði sem átti eftir að verða allsráðandi í barokk- og klassískri tónlist. Þessi atriði eiga jafnt við um kirkjutónlist og veraldlega tónlist.

Kirkjutónlistin

Messan átti stóran sess í tónlist tímabilsins og voru fastir þættir messunnar Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Tónskáld sem sömdu messur á endurreisnartímabilinu voru til dæmis Guillaume Dufay, Johannes Ockeghem (1430-1495), Jakob Obrecht (1430-1505), fyrrnefndur Josquin des Prés og Giovanni Palestrina (1525-1594). Allir voru þessir menn í hávegum hafðir af samtíð sinni.

Messan fór í gegnum margs konar tilraunastarfsemi og breytingar á þessu tímabili, allt frá því að kirkjusöngur væri undirstaða þáttanna til þess að messurnar væru byggðar á veraldlegum lögum. Frægasta dæmið um það er 15. aldar lagið L'Homme armé (vopnaði maðurinn) sem var notað sem uppistaða í yfir 30 messum, sem eru þekktar í dag. Í byrjun voru engin músíkölsk tengsl á milli þátta messunnar en seinna voru þættirnir tengdir músíkalskt með ýmsum aðferðum sem sumar minna á tónsmíðaaðferðir 20. aldarinnar.

Mótettan var einnig mikilvægt tónsmíðaform miðalda og endurreisnartímabilsins. Mótettan fór í gegnum miklar breytingar á þessu langa tímabili og var eins og messan vettvangur tilrauna. Nafnið er komið af franska orðinu mot, sem þýðir orð og er þannig til komið að farið var að bæta orðum við efri raddir kirkjutónsmíðar, raddir sem hafði verið bætt við upprunalega kirkjusönginn. Þetta er enn ein aðferðin til að fara í kringum reglurnar sem segja til um að gregoríanskur söngur skuli vera til staðar í kirkjutónsmíð.

Upphaflega var viðbótartextinn á latínu og átti oftast eitthvað skylt við hinn upprunalega texta kirkjusöngsins, en seinna þróaðist mótettan þannig að nýi textinn gat verið alls óskyldur þeim upprunalega og síðar bættust við veraldlegir textar á frönsku. Ekki var óalgengt að þriggja radda mótettur notuðust við þrjá óskylda texta, einn í hverri rödd og gátu þeir verið á tveimur mismunandi tungumálum í sama verkinu.

Á 15. og 16. öld varð sama þróun og í messunni að skyldleiki tónmáls raddanna jókst, með öðrum orðum eftirhermukontrapunkturinn tók yfir, jafnframt var farið að nota sama textann í öllum röddum. Á þessu tímabili varð algengt að mótettur væru fjögurra til sex radda, jafnvel fleiri. Þegar leið á endurreisnartímabilið var mótettan orðin sjálfstæð tónsmíð, það er að segja hún byggði ekki lengur á gregoríönskum kirkjusöng sem undirstöðu.

Eftir siðaskiptin varð til sérstök tónlist mótmælendakirkjunnar og er fjögurra radda sálmalagið mikilvægasta viðbótin. Þetta er sá stíll sem enn er við líði í íslenskum sálmasöng. Þessi sálmalög urðu síðar undirstaðan í tónlist mótmælendakirkjunnar á svipaðan hátt og gregoríanski kirkjusöngurinn hafði áður verið undirstaðan í tónlist kaþólsku kirkjunnar. Þessi þróun náði hápunkti í kirkjuverkum Jóhanns Sebastians Bach.

Veraldleg tónlist

Veraldlegar tónsmíðar öðluðust hærri sess á 15. og 16. öld en áður og má meðal annars rekja þá þróun til þess að aðalsmenn réðu tónlistarmenn í þjónustu sína eins og vikið er að áður. Hin svokölluðu form fixe, sem áttu uppruna sinn í einradda söng trúbadúra á 12. öld öðluðust nýtt líf eftir 1400 í fjölradda meðferð tónskálda. Þetta voru formin rondó, virelei og ballaða. Nú voru þetta ekki lengur form trúbadúranna, en sömu tónskáldin og lögðu hvað mestan metnað í kirkjutónlist sína sömdu jafnframt í þessum veraldlegu formum. Franska sönglagið (chanson) blómstraði og var þar um að ræða margradda sönglag.

Ítalski madrígalinn var mikilvægt form á 16. öld, en madrígalinn var margradda söngverk þar sem tengsl texta og tónlistar skiptu miklu máli. Meðal frægra madrígalatónskálda voru Jacob Arcadelt, Adrian Willaert, Cipriano de Rore, Andrea Gabrieli, Orlando di Lasso, Giovanni Palestrina og Carlo Gesualdo. Madrígalinn breiddist síðan út og náði sérstaklega mikilum vinsældum á Englandi en þar í landi voru William Byrd og Thomas Morley í fararbroddi. Kunnur enskur madrigali er My bonny lass eftir Morley.

Hljóðfæratónlist

Heimildir um notkun hljóðfæra eru ekki eins áreiðanlegar og heimildir um sungna tónlist. Það er vitað að hljóðfæri voru snemma notuð við tónlistarflutning bæði í kirkjum og utan þeirra, en það tíðkaðist ekki að tilgreina í nótunum hvaða hljóðfæri skyldi nota. Notkun hljóðfæra hefur væntanlega ráðist af því hvaða hljóðfæri voru tiltæk hverju sinni og upphaflega hafa hljóðfærin spilað með söngröddunum eða komið í staðinn fyrir einstaka raddir. Málverk gefa þó góða hugmynd um hvaða hljóðfæri voru helst notuð, má þar nefna hörpur, orgel, lútur, strengjahljóðfæri, flautur, trompeta og horn.

Fyrstu sjálfstæðu hljóðfæratónsmíðarnar voru byggðar á sömu formum og sungna tónlistin, en eftir því sem hljóðfæratónlist óx fiskur um hrygg þróuðust sjálfstæð form hljóðfæratónlistar. Hópar ýmissa hljóðfærasamsetninga voru vinsælir sem og einleikshljóðfæri. Vinsælustu einleikshljóðfærin voru lútan og semballinn og ýmsir forfeður og mæður hans.

Sem dæmi um tónlistarform sem þróuðust út frá sunginni tónlist er fúgan, sem upphaflega varð til sem leikin mótetta, en seinna varð hún að sjálfstæðu formi sem gekk undir nafninu ricercare sem er einn af fyrirrennurum fúgunnar. Canzona varð til úr sönglagi (chanson) og var undanfari sónötunnar. Þess ber þó að geta að notkun heita á tónlistarformum var ekki stöðluð á þessum tíma, þannig er hægt að finna tónsmíðar með þessum nöfnum sem falla ekki undir þessar skilgreiningar.

Tilbrigðaformið varð til snemma á 16. öld, nokkurn veginn samtímis á Spáni og Englandi. Þetta form varð snemma vinsælt og þá sérstaklega fyrir hin ýmsu hljómborðshljóðfæri, sembalinn og ýmsa sameiginlega forfeður hans og nútíma píanósins.

Lútan var geysivinsælt hljóðfæri á endurreisnartímanum og voru fjölmargar bækur með lútutónlist gefnar út. Þar var að finna ýmis konar tónlist meðal annars dansa og tilbrigði.

Fantasíur og ýmis frjáls form voru einnig vinsæl svo og sönglög með lútuundirleik.

Höfundur

Útgáfudagur

27.7.2004

Spyrjandi

Ágúst Birgisson

Tilvísun

Karólína Eiríksdóttir. „Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2004. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4424.

Karólína Eiríksdóttir. (2004, 27. júlí). Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4424

Karólína Eiríksdóttir. „Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2004. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4424>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600? Og hvað voru svona algengustu hljóðfæri? Og hver voru bestu og frægustu tónskáldin? Og hvernig var þetta? Svara eins fljótt og hægt er og ekkert hangs og ekkert vesen?

Ég fann bara eitthvað smá á Google.com en það var ekki eins mikið og ég þurfti. Þið eruð með milljón bækur þannig að !!find it!!!

En takk samt - Háskóli Íslands ruuuúlar!!
Þessi spurning er afar víðfeðm og verður því aðeins stiklað á stóru í svarinu.

Tónlistin á þessu tveggja alda tímabili var afar fjölbreytileg. Mikil tilraunastarfsemi átti sér stað og form og tónfræðikerfi tóku víðtækum breytingum. Stór hluti tónsköpunar fór fram innan kirkjunnar, en hlutur veraldlegrar tónlistar fór jafnframt vaxandi. Mótettur, messur og veraldleg tónlist með hljóðfæraundirleik, madrígalar og hljóðfæratónlist, allar þessar tegundir tónlistar blómstruðu.

Þetta tímabil spannar nokkurn veginn þann tíma sem kallast endurreisnartímabilið, en flestir fræðimenn í tónlist telja það hefjast um 1420-1430. Tímabilið á undan nefnist miðaldir og um aldamótin 1600 hefst barokktímabilið.

Tónlist frá miðöldum sem varðveist hefur í rituðu formi er að mestum hluta kirkjutónlist með latneskum texta. Þetta þýðir þó ekki að veraldleg tónlist hafi ekki verið iðkuð á þessum tíma, má í því sambandi minna á tónlist trúbadúranna á 12. og 13. öld, en það var veraldleg tónlist yfirstéttarinnar og er sú tónlistarhefð sveipuð rómantískum ljóma, þar sem ástir riddara og hefðarmeyja gegna lykilhlutverki. En það var innan kirkjunnar sem til var kunnátta til nótnaritunar og þar var ekki lögð áhersla á varðveislu veraldlegrar tónlistar.

Kirkjutónlist miðalda var upphaflega einradda söngur og strax á 4. öld var farið að setja tónlistina í kerfi eftir kirkjuárinu til að þjóna hinum ýmsu kirkjuathöfnum. Á dögum Gregoríusar páfa fyrsta um 600 var þessu verki lokið. En tónlistin hélt þó áfram að þróast og næsta skref var að bæta við röddum, í fyrstu samstígum röddum og þá gjarnan í fimmundum eins og Íslendingar þekkja í lögum eins og „Ísland farsælda Frón“ og „Séra Magnús settist upp á Skjóna“, en síðar í flóknari fjölröddun.

Það er óhjákvæmilegt að skapandi hugsun mannsins leiði listirnar áfram og því fundu kirkjutónskáldin ýmsar leiðir til að þróa tónlistina en halda samt upprunalegu gregoríönsku laglínunni inni í verkinu eins og reglur kirkjunnar buðu. Þannig fundust ýmsar aðferðir til að bæta við nýjum röddum með nýsaminni tónlist, sem átti ekkert skylt við gregoríanska sönginn. Þetta gat birst þannig að í þriggja radda messu söng neðsta röddin gregoríanska lagið eða jafnvel aðeins bút úr því í hægum nótnagildum, en hinar raddirnar léku lausum hala og voru með hraðari nótnagildi og nýjan efnivið. Almennt áttu raddirnar ekkert skylt hver með annarri og má segja að hver rödd hafi lifað sjálfstæðu lífi.

Um árið 1400 var því sungin tónlist af ýmsu tagi allsráðandi innan kirkjunnar, en veraldleg tónlist lifði jafnframt góðu lífi innan hirðanna og hjá alþýðunni.

Endurreisnartímabilið

Andi endurreisnartímabilsins fólst meðal annars í trú á samtíðina og voru listir samtímans í hávegum hafðar. Þetta var mikið blómaskeið í listum og var hugtakið endurreisn fyrst notað um myndlist og bókmenntir, en í því felst sú hugsun að list fornaldar sé endurborin eftir hinar „myrku miðaldir“, en rétt er að taka fram að hugtakið „myrkar miðaldir“ er hið mesta rangnefni.

Tónlist miðalda var háþróuð og ber vott um mikið hugvit og listfengi og stöðuga leit og þróun hugmynda. Það var þó öllu óhægara um vik að endurvekja tónlist fornaldar heldur en myndlist og bókmenntir, því að tónlist Grikkja og Rómverja hafði ekki varðveist í nótnaformi, þó voru tónfræðikenningar Grikkja vel þekktar. Tónlist endurreisnartímabilsins er því í beinu framhaldi af því sem gerst hafði áður en jafnframt með nýjum áherslum og nýrri hugsun, sem á rætur sínar að rekja til hugsjóna endurreisnarinnar.

Kirkjan hélt áfram að vera einn sterkasti vettvangur tónsköpunar en hirðir Evrópu voru einnig mjög voldugar og réðu til sín tónskáld. Tónskáldin sömdu gjarnan veraldlega og kirkjulega tónlist jöfnum höndum. Mjög öflugar menningarmiðstöðvar risu út um alla Evrópu, fyrst í norðurhluta Frakklands og á Niðurlöndum og bárust áhrif frá þessum hirðum út um alla Evrópu.

Hirðin í Burgundy þar sem Filippus hinn góði réði ríkjum frá 1419 til 1467 var fræg. Hann réð í þjónustu sína listamenn víðs vegar að frá Evrópu, meðal annars tónskáld og hljóðfæraleikara. Meðal tónskálda sem störfuðu við hirðina í Burgundy voru Guilllaume Dufay (um 1400-1474) og Gilles Binchois (um 1400-1467). Við hirðina var einnig kirkja og því var eftirspurn eftir bæði veraldlegri og kirkjulegri tónlist. Listafólk fyrri tíma ferðaðist víða og skipti um vinnu ekki síður en nú til dags. Áhrif þeirra Dufay og Binchois bárust því víða um lönd. Nýjar öflugar tónlistarmiðstöðvar mynduðust út um alla Evrópu og skiptust á um að eiga forystuna. Á 16. öld má segja að borgir Ítalíu eins og Flórens og Feneyjar hafi verið komnar í forystuhlutverkið.

Um aldamótin 1500 var farið að prenta nótur til fjöldadreifingar og hafði það að sjálfsögðu mikil áhrif á útbreiðslu tónlistar og hinna margvíslegu tónlistarstefna og tónsmíðaaðferða.

Einkenni endurreisnartónlistar

Á endurreisnartímanum þróaðist fjölradda söngur í þá átt að allar raddirnar urðu jafnmikilvægar og notuðu sama tónefnið, svokallaður eftirhermukontrapunktur þróaðist og var Josquin des Prés (1450-1521) meistari þeirrar tónsmíðaaðferðar. Þessu má líkja við keðjusöng, ein rödd byrjar og önnur tekur við með sama efni aðeins síðar og síðan hver röddin á fætur annarri. Þessi aðferð þróaðist áfram og náði hápunkti á barokktímabilinu í fúgum Jóhanns Sebastians Bach. Aðferðin var notuð jöfnum höndum í messum, kirkjulegum mótettum og veraldlegum sönglögum.

Á tímabilinu fjölgaði röddum og í stað þriggja radda tónsmíða urðu fjögurra radda tónsmíðar og allt upp í sex til átta radda algengar. Reglur um meðferð ómstríðra tónbila þróuðust og grunnurinn var lagður að dúr- og mollkerfinu og þeirri hljómfræði sem átti eftir að verða allsráðandi í barokk- og klassískri tónlist. Þessi atriði eiga jafnt við um kirkjutónlist og veraldlega tónlist.

Kirkjutónlistin

Messan átti stóran sess í tónlist tímabilsins og voru fastir þættir messunnar Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Tónskáld sem sömdu messur á endurreisnartímabilinu voru til dæmis Guillaume Dufay, Johannes Ockeghem (1430-1495), Jakob Obrecht (1430-1505), fyrrnefndur Josquin des Prés og Giovanni Palestrina (1525-1594). Allir voru þessir menn í hávegum hafðir af samtíð sinni.

Messan fór í gegnum margs konar tilraunastarfsemi og breytingar á þessu tímabili, allt frá því að kirkjusöngur væri undirstaða þáttanna til þess að messurnar væru byggðar á veraldlegum lögum. Frægasta dæmið um það er 15. aldar lagið L'Homme armé (vopnaði maðurinn) sem var notað sem uppistaða í yfir 30 messum, sem eru þekktar í dag. Í byrjun voru engin músíkölsk tengsl á milli þátta messunnar en seinna voru þættirnir tengdir músíkalskt með ýmsum aðferðum sem sumar minna á tónsmíðaaðferðir 20. aldarinnar.

Mótettan var einnig mikilvægt tónsmíðaform miðalda og endurreisnartímabilsins. Mótettan fór í gegnum miklar breytingar á þessu langa tímabili og var eins og messan vettvangur tilrauna. Nafnið er komið af franska orðinu mot, sem þýðir orð og er þannig til komið að farið var að bæta orðum við efri raddir kirkjutónsmíðar, raddir sem hafði verið bætt við upprunalega kirkjusönginn. Þetta er enn ein aðferðin til að fara í kringum reglurnar sem segja til um að gregoríanskur söngur skuli vera til staðar í kirkjutónsmíð.

Upphaflega var viðbótartextinn á latínu og átti oftast eitthvað skylt við hinn upprunalega texta kirkjusöngsins, en seinna þróaðist mótettan þannig að nýi textinn gat verið alls óskyldur þeim upprunalega og síðar bættust við veraldlegir textar á frönsku. Ekki var óalgengt að þriggja radda mótettur notuðust við þrjá óskylda texta, einn í hverri rödd og gátu þeir verið á tveimur mismunandi tungumálum í sama verkinu.

Á 15. og 16. öld varð sama þróun og í messunni að skyldleiki tónmáls raddanna jókst, með öðrum orðum eftirhermukontrapunkturinn tók yfir, jafnframt var farið að nota sama textann í öllum röddum. Á þessu tímabili varð algengt að mótettur væru fjögurra til sex radda, jafnvel fleiri. Þegar leið á endurreisnartímabilið var mótettan orðin sjálfstæð tónsmíð, það er að segja hún byggði ekki lengur á gregoríönskum kirkjusöng sem undirstöðu.

Eftir siðaskiptin varð til sérstök tónlist mótmælendakirkjunnar og er fjögurra radda sálmalagið mikilvægasta viðbótin. Þetta er sá stíll sem enn er við líði í íslenskum sálmasöng. Þessi sálmalög urðu síðar undirstaðan í tónlist mótmælendakirkjunnar á svipaðan hátt og gregoríanski kirkjusöngurinn hafði áður verið undirstaðan í tónlist kaþólsku kirkjunnar. Þessi þróun náði hápunkti í kirkjuverkum Jóhanns Sebastians Bach.

Veraldleg tónlist

Veraldlegar tónsmíðar öðluðust hærri sess á 15. og 16. öld en áður og má meðal annars rekja þá þróun til þess að aðalsmenn réðu tónlistarmenn í þjónustu sína eins og vikið er að áður. Hin svokölluðu form fixe, sem áttu uppruna sinn í einradda söng trúbadúra á 12. öld öðluðust nýtt líf eftir 1400 í fjölradda meðferð tónskálda. Þetta voru formin rondó, virelei og ballaða. Nú voru þetta ekki lengur form trúbadúranna, en sömu tónskáldin og lögðu hvað mestan metnað í kirkjutónlist sína sömdu jafnframt í þessum veraldlegu formum. Franska sönglagið (chanson) blómstraði og var þar um að ræða margradda sönglag.

Ítalski madrígalinn var mikilvægt form á 16. öld, en madrígalinn var margradda söngverk þar sem tengsl texta og tónlistar skiptu miklu máli. Meðal frægra madrígalatónskálda voru Jacob Arcadelt, Adrian Willaert, Cipriano de Rore, Andrea Gabrieli, Orlando di Lasso, Giovanni Palestrina og Carlo Gesualdo. Madrígalinn breiddist síðan út og náði sérstaklega mikilum vinsældum á Englandi en þar í landi voru William Byrd og Thomas Morley í fararbroddi. Kunnur enskur madrigali er My bonny lass eftir Morley.

Hljóðfæratónlist

Heimildir um notkun hljóðfæra eru ekki eins áreiðanlegar og heimildir um sungna tónlist. Það er vitað að hljóðfæri voru snemma notuð við tónlistarflutning bæði í kirkjum og utan þeirra, en það tíðkaðist ekki að tilgreina í nótunum hvaða hljóðfæri skyldi nota. Notkun hljóðfæra hefur væntanlega ráðist af því hvaða hljóðfæri voru tiltæk hverju sinni og upphaflega hafa hljóðfærin spilað með söngröddunum eða komið í staðinn fyrir einstaka raddir. Málverk gefa þó góða hugmynd um hvaða hljóðfæri voru helst notuð, má þar nefna hörpur, orgel, lútur, strengjahljóðfæri, flautur, trompeta og horn.

Fyrstu sjálfstæðu hljóðfæratónsmíðarnar voru byggðar á sömu formum og sungna tónlistin, en eftir því sem hljóðfæratónlist óx fiskur um hrygg þróuðust sjálfstæð form hljóðfæratónlistar. Hópar ýmissa hljóðfærasamsetninga voru vinsælir sem og einleikshljóðfæri. Vinsælustu einleikshljóðfærin voru lútan og semballinn og ýmsir forfeður og mæður hans.

Sem dæmi um tónlistarform sem þróuðust út frá sunginni tónlist er fúgan, sem upphaflega varð til sem leikin mótetta, en seinna varð hún að sjálfstæðu formi sem gekk undir nafninu ricercare sem er einn af fyrirrennurum fúgunnar. Canzona varð til úr sönglagi (chanson) og var undanfari sónötunnar. Þess ber þó að geta að notkun heita á tónlistarformum var ekki stöðluð á þessum tíma, þannig er hægt að finna tónsmíðar með þessum nöfnum sem falla ekki undir þessar skilgreiningar.

Tilbrigðaformið varð til snemma á 16. öld, nokkurn veginn samtímis á Spáni og Englandi. Þetta form varð snemma vinsælt og þá sérstaklega fyrir hin ýmsu hljómborðshljóðfæri, sembalinn og ýmsa sameiginlega forfeður hans og nútíma píanósins.

Lútan var geysivinsælt hljóðfæri á endurreisnartímanum og voru fjölmargar bækur með lútutónlist gefnar út. Þar var að finna ýmis konar tónlist meðal annars dansa og tilbrigði.

Fantasíur og ýmis frjáls form voru einnig vinsæl svo og sönglög með lútuundirleik....