Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni?

Hrannar Baldvinsson

Kamikaze voru sérstakar sjálfsmorðssveitir japanska hersins á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar. Kamikaze-flugmenn flugu vélum sínum af ásettu ráði á herskip og önnur skotmörk andstæðinganna. Talið er að allt að 4000 japanskir hermenn hafi fórnað sér í kamikaze-árásum.

Orðið kamikaze (神風) má rekja aftur til 13. aldar þegar óveður grandaði innrásarflota Mongóla tvisvar. Landsmenn töldu að æðri máttarvöld hlytu að hafa verið þarna að verki. Orðið kami þýðir guð eða andi en kaze vindur og hefur hugtakið því verið þýtt sem guðdómlegur vindur. Orðið var síðan endurvakið í seinni heimsstyrjöldinni.

Þegar líða tók á árið 1944 var hernaðarstaða Japana gagnvart Bandaríkjamönnum orðin afar slæm. Landinu gekk illa að keppa við framleiðslumátt Bandaríkjamanna og hafði þar að auki þurft að þola tap eftir tap í orrustum á Kyrrahafi. Enn fremur höfðu Bandaríkjamenn hafið fjöldaframleiðslu á orrustuflugvélum sem þóttu mun þróaðri en japönsku vélarnar. Í orrustunni um Filippseyjahaf misstu Japanar meðal annars rúmlega 400 flugvélar á einum degi.



Hér sjást japanskar 52c Zeroes-vélar tilbúnar til flugtaks fyrir kamikaze-árásir í byrjun árs 1945.

Þann 17. október 1944 gerðu Bandaríkjamenn árás á Suluaneyju sem tilheyrir Filippseyjum. Japanska herliðið sem átti að sjá um varnir þar hafði aðeins yfir 40 flugvélum að ráða sem flestar voru litlar en bandaríska herliðið var miklu fjölmennara. Takijiro Onishi (大西瀧治郎) aðmíráll (1891-1945) tók þá til þess bragðs í örvæntingarfullri tilraun til þess að sökkva bandarískum skipum, að stofna „sérstakar árásarsveitir“ (特別攻撃隊) sem nefndust í daglegu tali kamikaze. Stofnun slíkra sveita hafði í reynd komið til tals fyrr en Onishi hafði þá verið algjörlega mótfallin því. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem japanskir hermenn gerðu sjálfsvígsárásir á óvinina. Í japanska hernum var það álitið skömm að láta ná sér lifandi og margir kusu fremur dauðann en að vera teknir til fanga. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem sjálfsmorðsárásir með flugvélum voru beinlínis skipulagðar sem herbragð. Undirmaður Onishi, Asaichi Tamai (玉井浅一), bað 23 flugmenn sem hann hafði sjálfur þjálfað, að gerast sjálfboðaliðar fyrir sjálfsmorðsárásir og féllust þeir allir á það. Vélarnar voru svo útbúnar með 250 kg sprengihleðslu til þess að hámarka mætti skaðann.

Samkvæmt sjónarvottum var fyrsta kamikaze-árásin sem náði að hæfa skotmarkið gerð á ástralska skipið HMAS Australia, þann 21. október 1944. Að minnsta kosti 30 manns féllu en skipið skemmdist ekki mikið. Fyrsta skipið sem sökk vegna kamikaze-árásar var bandaríska skipið USS Sonoma þann 24. október sama ár. Einnig tókst að sökkva flugmóðurskipinu USS St. Lo. Þessar fyrstu árásir þóttust gefast nokkuð vel enda kom þetta bandamönnum algerlega í opna skjöldu. Japönsk hernaðaryfirvöld ákváðu því að auka árásirnar og tóku að auglýsa eftir flugmönnum. Í japönskum blöðum voru sjálfsmorðsflugmennirnir sveipaðir dýrðarljóma og aðsóknin varð miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Stundum kom það upp að tvöfalt fleiri sóttu um en komust að. Líklega átti þó hópþrýstingur og ótti við að vera álitinn lítt þjóðhollur einhvern þátt í þessu.



Hér sést bandaríska skipið USS Bunker Hill við það að sökkva eftir tvær kamikaze-árásir.

Á næstu mánuðum gerðu ekki færri en 2000 flugvélar sjálfsmorðsárásir á skotmörk bandamanna. Yfirleitt voru skotmörkin skip en einnig var reynt að nota sjálfsmorðsárásir á aðrar flugvélar, þó með takmörkuðum árangri. Hámark kamikaze-árásanna var í orrustunni um Okinawa frá apríl til júní 1945 en þá tókst yfir 1400 kamikaze-flugvélum og bátum að sökkva eða laska alvarlega að minnsta kosti 30 bandarísk herskip. Flest þessara skipa voru þó tiltölulega lítil.

Þrátt fyrir að kamikaze-árásirnar hafi vissulega verið ógnvekjandi var skaðinn sem þær ollu þó fremur lítill. Japanar höfðu misst marga af sínum bestu flugmönnum þegar árásirnar hófust og kamikaze-flugmennirnir höfðu flestir mun minni þjálfun að baki heldur en flugmenn bandamanna. Bandamenn stórefldu einnig allt eftirlit með skipum sínum og tókst því oftar en ekki að skjóta vélarnar niður áður en þær lentu á skotmarkinu.

Ekki er vitað með vissu hversu mörgum skipum Japönum tókst að granda með þessum árásum. Bandaríski flugherinn heldur því fram á heimasíðu sinni að 34 skip hafi sokkið, 268 hafi skaddast og að um 4900 hermenn hafi fallið í þessum árásum. Ekki eru þó allir sammála þessu og segja sumir að allt að 49 skip hafi sokkið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

B.A. í Austur-Asíu fræðum og ritstjóri Ling Ling

Útgáfudagur

15.1.2009

Spyrjandi

Gabríel Jóhann Andrésson, f. 1993

Tilvísun

Hrannar Baldvinsson. „Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50520.

Hrannar Baldvinsson. (2009, 15. janúar). Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50520

Hrannar Baldvinsson. „Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50520>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni?
Kamikaze voru sérstakar sjálfsmorðssveitir japanska hersins á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar. Kamikaze-flugmenn flugu vélum sínum af ásettu ráði á herskip og önnur skotmörk andstæðinganna. Talið er að allt að 4000 japanskir hermenn hafi fórnað sér í kamikaze-árásum.

Orðið kamikaze (神風) má rekja aftur til 13. aldar þegar óveður grandaði innrásarflota Mongóla tvisvar. Landsmenn töldu að æðri máttarvöld hlytu að hafa verið þarna að verki. Orðið kami þýðir guð eða andi en kaze vindur og hefur hugtakið því verið þýtt sem guðdómlegur vindur. Orðið var síðan endurvakið í seinni heimsstyrjöldinni.

Þegar líða tók á árið 1944 var hernaðarstaða Japana gagnvart Bandaríkjamönnum orðin afar slæm. Landinu gekk illa að keppa við framleiðslumátt Bandaríkjamanna og hafði þar að auki þurft að þola tap eftir tap í orrustum á Kyrrahafi. Enn fremur höfðu Bandaríkjamenn hafið fjöldaframleiðslu á orrustuflugvélum sem þóttu mun þróaðri en japönsku vélarnar. Í orrustunni um Filippseyjahaf misstu Japanar meðal annars rúmlega 400 flugvélar á einum degi.



Hér sjást japanskar 52c Zeroes-vélar tilbúnar til flugtaks fyrir kamikaze-árásir í byrjun árs 1945.

Þann 17. október 1944 gerðu Bandaríkjamenn árás á Suluaneyju sem tilheyrir Filippseyjum. Japanska herliðið sem átti að sjá um varnir þar hafði aðeins yfir 40 flugvélum að ráða sem flestar voru litlar en bandaríska herliðið var miklu fjölmennara. Takijiro Onishi (大西瀧治郎) aðmíráll (1891-1945) tók þá til þess bragðs í örvæntingarfullri tilraun til þess að sökkva bandarískum skipum, að stofna „sérstakar árásarsveitir“ (特別攻撃隊) sem nefndust í daglegu tali kamikaze. Stofnun slíkra sveita hafði í reynd komið til tals fyrr en Onishi hafði þá verið algjörlega mótfallin því. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem japanskir hermenn gerðu sjálfsvígsárásir á óvinina. Í japanska hernum var það álitið skömm að láta ná sér lifandi og margir kusu fremur dauðann en að vera teknir til fanga. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem sjálfsmorðsárásir með flugvélum voru beinlínis skipulagðar sem herbragð. Undirmaður Onishi, Asaichi Tamai (玉井浅一), bað 23 flugmenn sem hann hafði sjálfur þjálfað, að gerast sjálfboðaliðar fyrir sjálfsmorðsárásir og féllust þeir allir á það. Vélarnar voru svo útbúnar með 250 kg sprengihleðslu til þess að hámarka mætti skaðann.

Samkvæmt sjónarvottum var fyrsta kamikaze-árásin sem náði að hæfa skotmarkið gerð á ástralska skipið HMAS Australia, þann 21. október 1944. Að minnsta kosti 30 manns féllu en skipið skemmdist ekki mikið. Fyrsta skipið sem sökk vegna kamikaze-árásar var bandaríska skipið USS Sonoma þann 24. október sama ár. Einnig tókst að sökkva flugmóðurskipinu USS St. Lo. Þessar fyrstu árásir þóttust gefast nokkuð vel enda kom þetta bandamönnum algerlega í opna skjöldu. Japönsk hernaðaryfirvöld ákváðu því að auka árásirnar og tóku að auglýsa eftir flugmönnum. Í japönskum blöðum voru sjálfsmorðsflugmennirnir sveipaðir dýrðarljóma og aðsóknin varð miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Stundum kom það upp að tvöfalt fleiri sóttu um en komust að. Líklega átti þó hópþrýstingur og ótti við að vera álitinn lítt þjóðhollur einhvern þátt í þessu.



Hér sést bandaríska skipið USS Bunker Hill við það að sökkva eftir tvær kamikaze-árásir.

Á næstu mánuðum gerðu ekki færri en 2000 flugvélar sjálfsmorðsárásir á skotmörk bandamanna. Yfirleitt voru skotmörkin skip en einnig var reynt að nota sjálfsmorðsárásir á aðrar flugvélar, þó með takmörkuðum árangri. Hámark kamikaze-árásanna var í orrustunni um Okinawa frá apríl til júní 1945 en þá tókst yfir 1400 kamikaze-flugvélum og bátum að sökkva eða laska alvarlega að minnsta kosti 30 bandarísk herskip. Flest þessara skipa voru þó tiltölulega lítil.

Þrátt fyrir að kamikaze-árásirnar hafi vissulega verið ógnvekjandi var skaðinn sem þær ollu þó fremur lítill. Japanar höfðu misst marga af sínum bestu flugmönnum þegar árásirnar hófust og kamikaze-flugmennirnir höfðu flestir mun minni þjálfun að baki heldur en flugmenn bandamanna. Bandamenn stórefldu einnig allt eftirlit með skipum sínum og tókst því oftar en ekki að skjóta vélarnar niður áður en þær lentu á skotmarkinu.

Ekki er vitað með vissu hversu mörgum skipum Japönum tókst að granda með þessum árásum. Bandaríski flugherinn heldur því fram á heimasíðu sinni að 34 skip hafi sokkið, 268 hafi skaddast og að um 4900 hermenn hafi fallið í þessum árásum. Ekki eru þó allir sammála þessu og segja sumir að allt að 49 skip hafi sokkið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir: