Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast íshellar?

Helgi Björnsson

Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa saman göngin og þegar leysingartíma lýkur, og vatn hverfur úr göngunum, geta þau staðið opin langt fram á vetur. Þegar leysing hefst á ný að vori taka göngin aftur að vaxa.

Jökulsporðurinn er á sífelldri hreyfingu, oft í rykkjum, einkum þegar hann rennur til á votum og sleipum botni. Þá hrynja oft ísjakar niður úr hvelfingunni. Óvænt vatnsflóð geta komið niður ísgöngin, jafnvel borist frá yfirborði jökulsins um lóðrétta svelgi. Sé farið langt inn í íshella getur verið hætta á súrefnisskorti.

Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum.

Kunnustu íshellarnir eru við sporð Breiðamerkurjökuls og Kötlujökuls. Bráðnun íss getur einnig verið vegna jarðhita undir jökli, til dæmis í Kverkfjöllum og undir hjarnbreiðum í Kerlingarfjöllum og við Hrafntinnusker. Um alla þessa íshella ætti að fara með ýtrustu gát og alls ekki að hætta sér inn í þá að sumarlagi.

Myndir:

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

2.9.2024

Spyrjandi

Ása Kristín Einarsdóttir

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig myndast íshellar?“ Vísindavefurinn, 2. september 2024, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10301.

Helgi Björnsson. (2024, 2. september). Hvernig myndast íshellar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10301

Helgi Björnsson. „Hvernig myndast íshellar?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2024. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10301>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast íshellar?
Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa saman göngin og þegar leysingartíma lýkur, og vatn hverfur úr göngunum, geta þau staðið opin langt fram á vetur. Þegar leysing hefst á ný að vori taka göngin aftur að vaxa.

Jökulsporðurinn er á sífelldri hreyfingu, oft í rykkjum, einkum þegar hann rennur til á votum og sleipum botni. Þá hrynja oft ísjakar niður úr hvelfingunni. Óvænt vatnsflóð geta komið niður ísgöngin, jafnvel borist frá yfirborði jökulsins um lóðrétta svelgi. Sé farið langt inn í íshella getur verið hætta á súrefnisskorti.

Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum.

Kunnustu íshellarnir eru við sporð Breiðamerkurjökuls og Kötlujökuls. Bráðnun íss getur einnig verið vegna jarðhita undir jökli, til dæmis í Kverkfjöllum og undir hjarnbreiðum í Kerlingarfjöllum og við Hrafntinnusker. Um alla þessa íshella ætti að fara með ýtrustu gát og alls ekki að hætta sér inn í þá að sumarlagi.

Myndir:...