Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?

Helgi Björnsson

Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Snjór fellur úr lofti, safnast á jökla en leysingarvatn fellur frá þeim til sjávar þar sem vatn gufar upp og berst síðan með vindum um andrúmsloft uns það fellur aftur til jarðar, að hluta til á jöklana.

Samfélög manna og vistkerfi, plöntur og dýr hafa lagað sig að þessari hringrás og því er brýnt að hún raskist ekki varanlega til frambúðar, þannig að breytingar yrðu óafturkræfar. Sem dæmi má nefna að næðu jöklar hér á landi að hverfa kæmu þeir ekki aftur við núverandi loftslag. Landið undir þeim liggur svo lágt að snjór myndi aðeins geta safnast á örfáa fjallstoppa. Annað dæmi væri gerbreyting hafstrauma við Ísland, einkum ef hinn hlýi Irmingerstraumur kólnaði. Við rýrnun jökla og aukinn straum bræðsluvatns til sjávar breytist selta í hafi sem getur hróflað við legu sjávarstrauma og valdið breytingum í göngum fiskistofna og staðbundnu veðurfari. Við Íslendingar höfum lengi tekist á við sveiflur í umhverfi okkar og það hefur oft reynst þjóðinni dýrt, en varanlegar ástandsbreytingar gætu orðið óviðráðanlegar.

Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Ef jöklar á Íslandi hverfa koma þeir ekki aftur við núverandi loftslag.

Við aukið afrennsli frá jöklum til sjávar hækkar sjávarborð og strandsvæði um allan heim fara á kaf. Jafnvel þótt aðeins 2% alls jökulíss jarðar bráðni gæti sjávarborð hækkað um heila mannhæð.

Jökulvatn er víða nýtt í akuryrkju og til drykkjar. Íbúar í fjöllum Perú, Bólivíu, Indlands, Pakistan og Afganistan hafa öldum saman reitt sig á jökulvatn á þurrkatímum. Jafnvel í Evrópu hafa menn treyst á að fá vatn frá Alpajöklum. Nú hverfa jöklar hratt í þessum löndum og það veldur vatnsskorti utan regntíma.

Í mörgum fjallalöndum (til dæmis Íslandi, Noregi, Ölpunum, Kanada, Nýja-Sjálandi og Suður-Ameríku) er jökulvatn nýtt til framleiðslu raforku; leysingarvatni er safnað að sumri í lón og það nýtt eftir þörfum allt árið. Hverfi jöklarnir þarf að standa öðru vísi að því að safna saman úrkomu á hálendi í safnlón heldur en nú er gert.

Í mörgum fjallalöndum er jökulvatn nýtt til að framleiða rafmagn. Myndin sýnir skriðjökul í Síle í Suður-Ameríku.

Við þetta má bæta því að jöklar gleyma mikilvæga sögu umhverfis frá þeim tíma þegar snjór féll á þá. Eitt snjólag hefur lagst ofan á annað eins og blöð í bók og efnasamsetning hvers þeirra vitnar um samsetningu andrúmslofts í tímans rás, meðal annars hitastig og styrk koltvísýrings. Margt er óunnið við rannsóknir á þessari sögu en talið er að innan tveggja ára gæti vísindamönnum tekist að lesa loftslagssögu síðust milljón ára úr borkjörnum frá Suðurskautslandinu. Hverfi jöklarnir glatast gögn um þessa sögu að eilífu.

Jöklabreytingar eru skýrasta vísbending um hnattræna hlýnun hafs og andrúmslofts. Jöklar rýrna hratt um allan heim og vara við um hvert stefnir. Þess vegna sameinast nú æ fleiri þjóðir um að vinna gegn aukinni hlýnun andrúmslofts af mannavöldum.

Myndir:

Upprunalega spurningin var:
Af hverju eru jöklarnir okkar mikilvægir?

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

26.11.2019

Spyrjandi

Hera Björg

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2019. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=78069.

Helgi Björnsson. (2019, 26. nóvember). Hvers vegna eru jöklar mikilvægir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78069

Helgi Björnsson. „Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2019. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78069>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?
Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Snjór fellur úr lofti, safnast á jökla en leysingarvatn fellur frá þeim til sjávar þar sem vatn gufar upp og berst síðan með vindum um andrúmsloft uns það fellur aftur til jarðar, að hluta til á jöklana.

Samfélög manna og vistkerfi, plöntur og dýr hafa lagað sig að þessari hringrás og því er brýnt að hún raskist ekki varanlega til frambúðar, þannig að breytingar yrðu óafturkræfar. Sem dæmi má nefna að næðu jöklar hér á landi að hverfa kæmu þeir ekki aftur við núverandi loftslag. Landið undir þeim liggur svo lágt að snjór myndi aðeins geta safnast á örfáa fjallstoppa. Annað dæmi væri gerbreyting hafstrauma við Ísland, einkum ef hinn hlýi Irmingerstraumur kólnaði. Við rýrnun jökla og aukinn straum bræðsluvatns til sjávar breytist selta í hafi sem getur hróflað við legu sjávarstrauma og valdið breytingum í göngum fiskistofna og staðbundnu veðurfari. Við Íslendingar höfum lengi tekist á við sveiflur í umhverfi okkar og það hefur oft reynst þjóðinni dýrt, en varanlegar ástandsbreytingar gætu orðið óviðráðanlegar.

Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Ef jöklar á Íslandi hverfa koma þeir ekki aftur við núverandi loftslag.

Við aukið afrennsli frá jöklum til sjávar hækkar sjávarborð og strandsvæði um allan heim fara á kaf. Jafnvel þótt aðeins 2% alls jökulíss jarðar bráðni gæti sjávarborð hækkað um heila mannhæð.

Jökulvatn er víða nýtt í akuryrkju og til drykkjar. Íbúar í fjöllum Perú, Bólivíu, Indlands, Pakistan og Afganistan hafa öldum saman reitt sig á jökulvatn á þurrkatímum. Jafnvel í Evrópu hafa menn treyst á að fá vatn frá Alpajöklum. Nú hverfa jöklar hratt í þessum löndum og það veldur vatnsskorti utan regntíma.

Í mörgum fjallalöndum (til dæmis Íslandi, Noregi, Ölpunum, Kanada, Nýja-Sjálandi og Suður-Ameríku) er jökulvatn nýtt til framleiðslu raforku; leysingarvatni er safnað að sumri í lón og það nýtt eftir þörfum allt árið. Hverfi jöklarnir þarf að standa öðru vísi að því að safna saman úrkomu á hálendi í safnlón heldur en nú er gert.

Í mörgum fjallalöndum er jökulvatn nýtt til að framleiða rafmagn. Myndin sýnir skriðjökul í Síle í Suður-Ameríku.

Við þetta má bæta því að jöklar gleyma mikilvæga sögu umhverfis frá þeim tíma þegar snjór féll á þá. Eitt snjólag hefur lagst ofan á annað eins og blöð í bók og efnasamsetning hvers þeirra vitnar um samsetningu andrúmslofts í tímans rás, meðal annars hitastig og styrk koltvísýrings. Margt er óunnið við rannsóknir á þessari sögu en talið er að innan tveggja ára gæti vísindamönnum tekist að lesa loftslagssögu síðust milljón ára úr borkjörnum frá Suðurskautslandinu. Hverfi jöklarnir glatast gögn um þessa sögu að eilífu.

Jöklabreytingar eru skýrasta vísbending um hnattræna hlýnun hafs og andrúmslofts. Jöklar rýrna hratt um allan heim og vara við um hvert stefnir. Þess vegna sameinast nú æ fleiri þjóðir um að vinna gegn aukinni hlýnun andrúmslofts af mannavöldum.

Myndir:

Upprunalega spurningin var:
Af hverju eru jöklarnir okkar mikilvægir?
...