Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu kaldir eru jöklar?

Helgi Björnsson

Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki áfram steinum undir sér og rof er lítið.

Þykkur snjór getur verið góð einangrun svo að hlýtt er inni í snjóhúsi þótt kalt sé í veðri.

Sumir jöklar eru við bræðslumark, nærri 0°C. Undir þeim rennur vatn og ísinn skríður eftir hálum botni. Þannig eru allir jöklar á Íslandi. Frost nær bara 10 til 20 m niður í jökulinn á veturna og hverfur á hverju sumri.

Sums staðar eru sumur svo stutt að jöklar ná ekki alls staðar að hitna upp að bræðslumarki. Þess konar jöklar eru til dæmis á Svalbarða í Norður-Íshafi. Á köldustu jöklum á hnettinum er nær engin bráðnun og þeir eru kaldari en 0°C allt árið. Slíka jökla má finna á Grænlandi. En jafnvel þar sem kaldast er á jörðinni geta jöklar verið svo þykkir að frost frá yfirborðinu nær ekki gegnum þá niður á botn. Þykkur jökullinn verkar þá eins og einangrunarefni ofan á landinu. Þess vegna eru stöðuvötn undir 4.000 m þykkum ís á miðju Suðurskautslandinu þótt allt að 90ºC frost sé á yfirborði jökulsins.

Vostok-vatn á Suðurskautslandinu er undir 4.000 m þykkum ís. Hér sést staðsetning þess.

Myndir:
  • Fyrri myndin er fengin úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Hún er eftir Þórarin Má Baldursson og er birt með góðfúslegu leyfi.
  • Lake Vostok - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 23.09.2015).


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

23.9.2015

Spyrjandi

Erna Katrín

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hversu kaldir eru jöklar?“ Vísindavefurinn, 23. september 2015, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22269.

Helgi Björnsson. (2015, 23. september). Hversu kaldir eru jöklar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22269

Helgi Björnsson. „Hversu kaldir eru jöklar?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2015. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu kaldir eru jöklar?
Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki áfram steinum undir sér og rof er lítið.

Þykkur snjór getur verið góð einangrun svo að hlýtt er inni í snjóhúsi þótt kalt sé í veðri.

Sumir jöklar eru við bræðslumark, nærri 0°C. Undir þeim rennur vatn og ísinn skríður eftir hálum botni. Þannig eru allir jöklar á Íslandi. Frost nær bara 10 til 20 m niður í jökulinn á veturna og hverfur á hverju sumri.

Sums staðar eru sumur svo stutt að jöklar ná ekki alls staðar að hitna upp að bræðslumarki. Þess konar jöklar eru til dæmis á Svalbarða í Norður-Íshafi. Á köldustu jöklum á hnettinum er nær engin bráðnun og þeir eru kaldari en 0°C allt árið. Slíka jökla má finna á Grænlandi. En jafnvel þar sem kaldast er á jörðinni geta jöklar verið svo þykkir að frost frá yfirborðinu nær ekki gegnum þá niður á botn. Þykkur jökullinn verkar þá eins og einangrunarefni ofan á landinu. Þess vegna eru stöðuvötn undir 4.000 m þykkum ís á miðju Suðurskautslandinu þótt allt að 90ºC frost sé á yfirborði jökulsins.

Vostok-vatn á Suðurskautslandinu er undir 4.000 m þykkum ís. Hér sést staðsetning þess.

Myndir:
  • Fyrri myndin er fengin úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Hún er eftir Þórarin Má Baldursson og er birt með góðfúslegu leyfi.
  • Lake Vostok - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 23.09.2015).


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...