Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?

Helgi Björnsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu?

Hér þarf nokkur orð um hitastig í jöklum og hvernig snjór breytist í jökulís. Hugtökin þíðjökull og gaddjökull lýsa hitastigi. Annars vegar eru þíðjöklar, þar sem allt vetrarfrost hefur horfið fyrir lok sumars, hitastig þeirra er við frostmark. Þannig eru íslenskir jöklar. Hins vegar eru gaddjöklar á heimskautasvæðum með snjó og ís undir frostmarki. Þegar fjær dregur heimskautasvæðum geta jöklar að hluta til verið þíðir en annars staðar gaddfreðnir. Áður fyrr voru jöklar nefndir á ensku "polar, sub-polar og temperate" með tilvísun í legu þeirra á hnettinum og loftslag. Nú tilgreina jöklafræðingar nákvæmlega hvort hitastig íss sem þeir lýsa sé undir frostmarki eða við það.

Hugtakið hjarnjökull var áður notað um þann hluta jökuls sem þakinn er snjó í lok sumars, en nú nefnum við það hjarnsvæði, safnsvæði eða ákomusvæði jökulsins. Hjarnmörk skilja þetta svæði frá leysingarsvæðinu þar sem allur vetrarsnjór bráðnar svo að á yfirborði jökulsins er gamall ís sem borist hefur ofan frá safnsvæðinu við framskrið jökulsins. Sá ís varð til á safnsvæðinu vegna þess að eitt snjólag hlóðst þar ofan á annað og hjarnið breytist smám saman í jökulís. Hér á landi er snjór orðinn að ís á um 10 m dýpi. Á Breiðamerkurjökli eru hjarnmörk í 1100-1200 m hæð og hann ber því gamlan jökulís fram í Jökulsárlón.

Á firnaköldu Suðurskautslandinu eru engin hjarnmörk. Þar verður snjór ekki að jökulís fyrr en á hundrað metra dýpi.

Á firnaköldu Suðurskautslandinu er engin bráðnun á yfirborði en jökullinn tapar nokkrum snjó við þurrgufun, einkum þar sem fallvindar eru sterkir (það er snjór verður að vatnsgufu í andrúmslofti án þess að bráðna fyrst). Þar eru engin leysingarsvæði (mest allur vetrarsnjór lifir alls staðar af) og því engin hjarnmörk, enginn jökulís sést á yfirborði. Þar verður snjór ekki að jökulís fyrr en á hundrað metra dýpi. Á Suðurskautslandinu ýtir jökullinn hjarnsvæðinu beint í sjó fram! Þó er vert að halda aðgreindum hugtökunum gaddjökli og hjarnjökli.

Mynd:

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

4.5.2021

Spyrjandi

Þorvarður Ingi Þorbjörnsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2021. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81633.

Helgi Björnsson. (2021, 4. maí). Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81633

Helgi Björnsson. „Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2021. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81633>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu?

Hér þarf nokkur orð um hitastig í jöklum og hvernig snjór breytist í jökulís. Hugtökin þíðjökull og gaddjökull lýsa hitastigi. Annars vegar eru þíðjöklar, þar sem allt vetrarfrost hefur horfið fyrir lok sumars, hitastig þeirra er við frostmark. Þannig eru íslenskir jöklar. Hins vegar eru gaddjöklar á heimskautasvæðum með snjó og ís undir frostmarki. Þegar fjær dregur heimskautasvæðum geta jöklar að hluta til verið þíðir en annars staðar gaddfreðnir. Áður fyrr voru jöklar nefndir á ensku "polar, sub-polar og temperate" með tilvísun í legu þeirra á hnettinum og loftslag. Nú tilgreina jöklafræðingar nákvæmlega hvort hitastig íss sem þeir lýsa sé undir frostmarki eða við það.

Hugtakið hjarnjökull var áður notað um þann hluta jökuls sem þakinn er snjó í lok sumars, en nú nefnum við það hjarnsvæði, safnsvæði eða ákomusvæði jökulsins. Hjarnmörk skilja þetta svæði frá leysingarsvæðinu þar sem allur vetrarsnjór bráðnar svo að á yfirborði jökulsins er gamall ís sem borist hefur ofan frá safnsvæðinu við framskrið jökulsins. Sá ís varð til á safnsvæðinu vegna þess að eitt snjólag hlóðst þar ofan á annað og hjarnið breytist smám saman í jökulís. Hér á landi er snjór orðinn að ís á um 10 m dýpi. Á Breiðamerkurjökli eru hjarnmörk í 1100-1200 m hæð og hann ber því gamlan jökulís fram í Jökulsárlón.

Á firnaköldu Suðurskautslandinu eru engin hjarnmörk. Þar verður snjór ekki að jökulís fyrr en á hundrað metra dýpi.

Á firnaköldu Suðurskautslandinu er engin bráðnun á yfirborði en jökullinn tapar nokkrum snjó við þurrgufun, einkum þar sem fallvindar eru sterkir (það er snjór verður að vatnsgufu í andrúmslofti án þess að bráðna fyrst). Þar eru engin leysingarsvæði (mest allur vetrarsnjór lifir alls staðar af) og því engin hjarnmörk, enginn jökulís sést á yfirborði. Þar verður snjór ekki að jökulís fyrr en á hundrað metra dýpi. Á Suðurskautslandinu ýtir jökullinn hjarnsvæðinu beint í sjó fram! Þó er vert að halda aðgreindum hugtökunum gaddjökli og hjarnjökli.

Mynd:

...