Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill.

Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er það einnig nafn á ólgandi uppsprettu í landi Arnarvatns í Mývatnssveit (Jón Gauti Jónsson, 2006, bls. 22).

Örnefnið Katla er sjálfsagt best þekkt sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli.

Örnefnið Vellankatla við Þingvallavatn er nefnt í Íslendingabók (Íslendingabók, 1968, bls. 16) og á við uppsprettu. Núpskatla er bær í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu, kallaður Katla í daglegu tali. Í Rauðanúpi sem bærinn er kenndur við, er djúp hringlaga skál sem heitir Ketill, talinn útbrunninn eldgígur, og er bærinn vafalaust kenndur við hann.

Sólkatla er gígurinn efst á Leggjabrjót, norðan við Hvítárvatn í Árnessýslu, en nafnið var gefið 1924 (Arnór Karlsson, 2001, bls. 84).

Heimildir og mynd:
  • Jón Gauti Jónsson, 2006. Mývatnssveit með kostum og kynjum. Árbók Ferðafélags Íslands, 2006. Ferðafélag Íslands, Reykjavík.
  • Íslendingabók, 1968. Íslenzk fornrit I, 1 (Jakob Benediktsson gaf út). Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Arnór Karlsson, 2001. Á Kili. Í: Kjölur og kjalverðir. Árbók Ferðafélags Íslands, 2001. Ferðafélag Íslands, Reykjavík, 6-164.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 8. 8. 2013)


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

23.9.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?“ Vísindavefurinn, 23. september 2013, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65670.

Svavar Sigmundsson. (2013, 23. september). Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65670

Svavar Sigmundsson. „Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2013. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65670>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?
Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill.

Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er það einnig nafn á ólgandi uppsprettu í landi Arnarvatns í Mývatnssveit (Jón Gauti Jónsson, 2006, bls. 22).

Örnefnið Katla er sjálfsagt best þekkt sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli.

Örnefnið Vellankatla við Þingvallavatn er nefnt í Íslendingabók (Íslendingabók, 1968, bls. 16) og á við uppsprettu. Núpskatla er bær í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu, kallaður Katla í daglegu tali. Í Rauðanúpi sem bærinn er kenndur við, er djúp hringlaga skál sem heitir Ketill, talinn útbrunninn eldgígur, og er bærinn vafalaust kenndur við hann.

Sólkatla er gígurinn efst á Leggjabrjót, norðan við Hvítárvatn í Árnessýslu, en nafnið var gefið 1924 (Arnór Karlsson, 2001, bls. 84).

Heimildir og mynd:
  • Jón Gauti Jónsson, 2006. Mývatnssveit með kostum og kynjum. Árbók Ferðafélags Íslands, 2006. Ferðafélag Íslands, Reykjavík.
  • Íslendingabók, 1968. Íslenzk fornrit I, 1 (Jakob Benediktsson gaf út). Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Arnór Karlsson, 2001. Á Kili. Í: Kjölur og kjalverðir. Árbók Ferðafélags Íslands, 2001. Ferðafélag Íslands, Reykjavík, 6-164.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 8. 8. 2013)


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....