Sólin Sólin Rís 07:32 • sest 19:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:01 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 12:53 í Reykjavík

Er hægt að laga skemmd í geisladiski?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. Ef plastið er rispað þá verður ljósbrotið í plastinu ekki eins og búist hefur verið við, þannig að annað hvort fer leysigeislinn ekki á réttan stað á spíralferlinum, eða að endurskinið hittir ekki á ljósnemann. Ef rispurnar eru mjög fínar þá kemur þetta ekki að sök, en þeim mun stærri og dýpri sem rispurnar eru þeim mun meiri áhrif hafa þær.Venjulegur geisladiskur (CD-ROM) samanstendur af fjórum lögum: gegnsæju plastlagi (1), málmlagi (2), lakklagi sem verndar málmlagið fyrir oxun (3) og merkimiða (4). Lestrar-leysigeislinn (5) endurkastast af málmlaginu inn í nema.

Geisladiskar hafa innbyggða villuleiðréttingarkóðun. Þetta þýðir að þótt leysigeislinn geti ekki lesið nokkrar holur í röð þá getur spilarinn áttað sig á því hvaða gögn áttu að vera á þessum stað. Þetta gerist í raun mörgum sinnum á sekúndu í öllum geislaspilurum án þess að við verðum þess vör. Það geta verið lítil rykkorn á disknum, eða smárispur í plastinu sem valda því að geislinn missir af nokkrum holum eða les þær rangt. Villuleiðréttingarkóðar (e. Error Correcting Codes, ECCs) vinna þannig að gögnin eru geymd með óþarflega mörgum bitum og þegar spilarinn fær gildi sem getur ekki staðist þá "lagar" hann það með því að nota í staðinn gildið sem er næst því. Sem dæmi um svona villuleiðréttingu (ekki þá sem er notuð í geisladiskum!) sem við notum dags daglega eru orð á íslensku. Við notum bara nokkrar mögulegar stafarunur sem orð. Til dæmis er stafarunan "sksksk" ekki orð á íslensku, en stafarunan "hestur" er orð á íslensku. Ef við fengjum stafarununa "hesdur" þá sjáum við að þetta er ekki orð á íslensku, en með því að breyta einum staf, "d" yfir í "t" þá er komið löglegt orð. Við leiðréttum því orðið þannig. En auðvitað gæti orðið átt að hafa verið "hundur" og það voru tveir stafir sem breyttust. Við vitum það ekki, en veljum alltaf það löglega orð sem er næst ólöglegu stafarununni sem kom.

Geisladiskar geyma tónlist og gögn á stafrænu formi, það er sem runu af gildunum 0 og 1. Gildin 0 og 1 eru skráð á diskinn með því að hafa misstórar holur á spíralferlinum sem er á geisladisknum. Það er reyndar breytingin frá holu/ekki holu sem táknar bitann 1, en lengd holunnar eða bilsins á milli hola táknar einhvern fjölda af 0 bitum. Þannig væri bitastrengurinn "1000101010001" táknaður með tveimur holum, þar sem fyrsta holan væri af lengdinni 3, síðan væri lengdin 1 yfir í næstu holu, sem væri af lengdinni 1, svo væri lengdin 3 yfir í næstu holu (sjá mynd). Til að koma í veg fyrir vandræði eru gögnin kóðuð í upphafi þannig að það koma aldrei fyrir tveir 1 bitar í röð.

Villuleiðréttingin ræður ekki lengur við að leiðrétta gögnin þegar plastið í geisladiskinum hefur breiða rispu, rispan er langsum á disknum (ekki frá miðju út á brún), eða rispurnar eru mjög margar og þétt saman. Þá er of mikið af röngum leiðréttingum og gögnin eru ekki lengur á því formi sem gert er ráð fyrir. Spilarinn reynir þá að hoppa til á disknum og vonast til að geta haldið áfram á nýja staðnum. Fyrir tónlist er þetta oft í lagi, en fyrir geisladiska sem geyma gögn eða forrit þá má ekki tapa neinum upplýsingum.

Það er hægt að beita ýmsum misgóðum leiðum til að reyna að laga geisladiska. Fyrst ætti að athuga hvort diskurinn sé skítugur, hafi til dæmis mikið af fingraförum. Ef svo er þá er hægt að laga diskinn með því að þvo hann með vatni eða vatni og mildri sápu. Þetta þarf að gera mjög varlega og ef diskurinn er nuddaður eða þurrkaður þá þarf að gera það frá miðjunni og beint út að kantinum.

Ef það eru hins vegar rispur í plastinu þá þarf að losna við þær á annan hátt. Oftast er það gert með því að slípa diskinn niður frá miðju og beint út að kanti allan hringinn þannig að upphaflegu rispurnar, sem geislinn réði ekki við, minnki eða hverfi. Í staðinn eru komnar mjög fínar rispur sem liggja „rétt“, það er þvert á lestrarstefnuna; þessar rispur ræður villuleiðréttingarkóðinn vel við. Þetta þarf að gera með mjög fínum slípimassa, því annars getur slípunin búið til fleiri og verri rispur en þær sem fyrir voru. Notað hefur verið tannkrem sem inniheldur agnir (ekki gel), Brasso-fægilögur og jafnvel mjög fínn sandpappír (2000 grit). Það er þó engin ábyrgð tekin á því að þetta virki. Einnig er ljóst að ekki er hægt að slípa sama geisladiskinn mjög oft niður því þeir eru ekki nema rúmur millimetri að þykkt.

Sumir segjast hafa náð góðum árangri með því að fylla uppí rispurnar á disknum með vaselíni eða glæru húsgagnabóni. Ekki er vitað um neina vísindalega rannsókn á því hvaða aðferð virkar best til að laga rispaða geisladiska, þannig að hver notandi verður að taka sína eigin áhættu og prófa sig áfram.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Annað lesefni:

Myndir:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Af hverju klikka geisladiskar ef plastið er rispað? Er hægt að laga það?
  • Af hverju virkar geisladiskur eða DVD-diskur ekki ef límmiðinn er tekinn af?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að laga skemmd í geisladiski? Ég er með geisladisk þar sem innstallið stoppar alltaf í 56%. Ég er búinn að prófa nokkrar tölvur.

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.10.2010

Spyrjandi

Helgi Laxdal, Páll Alfreðsson, Björn Pálsson f. 1994

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Er hægt að laga skemmd í geisladiski?“ Vísindavefurinn, 5. október 2010. Sótt 30. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=10482.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2010, 5. október). Er hægt að laga skemmd í geisladiski? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10482

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Er hægt að laga skemmd í geisladiski?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2010. Vefsíða. 30. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10482>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. Ef plastið er rispað þá verður ljósbrotið í plastinu ekki eins og búist hefur verið við, þannig að annað hvort fer leysigeislinn ekki á réttan stað á spíralferlinum, eða að endurskinið hittir ekki á ljósnemann. Ef rispurnar eru mjög fínar þá kemur þetta ekki að sök, en þeim mun stærri og dýpri sem rispurnar eru þeim mun meiri áhrif hafa þær.Venjulegur geisladiskur (CD-ROM) samanstendur af fjórum lögum: gegnsæju plastlagi (1), málmlagi (2), lakklagi sem verndar málmlagið fyrir oxun (3) og merkimiða (4). Lestrar-leysigeislinn (5) endurkastast af málmlaginu inn í nema.

Geisladiskar hafa innbyggða villuleiðréttingarkóðun. Þetta þýðir að þótt leysigeislinn geti ekki lesið nokkrar holur í röð þá getur spilarinn áttað sig á því hvaða gögn áttu að vera á þessum stað. Þetta gerist í raun mörgum sinnum á sekúndu í öllum geislaspilurum án þess að við verðum þess vör. Það geta verið lítil rykkorn á disknum, eða smárispur í plastinu sem valda því að geislinn missir af nokkrum holum eða les þær rangt. Villuleiðréttingarkóðar (e. Error Correcting Codes, ECCs) vinna þannig að gögnin eru geymd með óþarflega mörgum bitum og þegar spilarinn fær gildi sem getur ekki staðist þá "lagar" hann það með því að nota í staðinn gildið sem er næst því. Sem dæmi um svona villuleiðréttingu (ekki þá sem er notuð í geisladiskum!) sem við notum dags daglega eru orð á íslensku. Við notum bara nokkrar mögulegar stafarunur sem orð. Til dæmis er stafarunan "sksksk" ekki orð á íslensku, en stafarunan "hestur" er orð á íslensku. Ef við fengjum stafarununa "hesdur" þá sjáum við að þetta er ekki orð á íslensku, en með því að breyta einum staf, "d" yfir í "t" þá er komið löglegt orð. Við leiðréttum því orðið þannig. En auðvitað gæti orðið átt að hafa verið "hundur" og það voru tveir stafir sem breyttust. Við vitum það ekki, en veljum alltaf það löglega orð sem er næst ólöglegu stafarununni sem kom.

Geisladiskar geyma tónlist og gögn á stafrænu formi, það er sem runu af gildunum 0 og 1. Gildin 0 og 1 eru skráð á diskinn með því að hafa misstórar holur á spíralferlinum sem er á geisladisknum. Það er reyndar breytingin frá holu/ekki holu sem táknar bitann 1, en lengd holunnar eða bilsins á milli hola táknar einhvern fjölda af 0 bitum. Þannig væri bitastrengurinn "1000101010001" táknaður með tveimur holum, þar sem fyrsta holan væri af lengdinni 3, síðan væri lengdin 1 yfir í næstu holu, sem væri af lengdinni 1, svo væri lengdin 3 yfir í næstu holu (sjá mynd). Til að koma í veg fyrir vandræði eru gögnin kóðuð í upphafi þannig að það koma aldrei fyrir tveir 1 bitar í röð.

Villuleiðréttingin ræður ekki lengur við að leiðrétta gögnin þegar plastið í geisladiskinum hefur breiða rispu, rispan er langsum á disknum (ekki frá miðju út á brún), eða rispurnar eru mjög margar og þétt saman. Þá er of mikið af röngum leiðréttingum og gögnin eru ekki lengur á því formi sem gert er ráð fyrir. Spilarinn reynir þá að hoppa til á disknum og vonast til að geta haldið áfram á nýja staðnum. Fyrir tónlist er þetta oft í lagi, en fyrir geisladiska sem geyma gögn eða forrit þá má ekki tapa neinum upplýsingum.

Það er hægt að beita ýmsum misgóðum leiðum til að reyna að laga geisladiska. Fyrst ætti að athuga hvort diskurinn sé skítugur, hafi til dæmis mikið af fingraförum. Ef svo er þá er hægt að laga diskinn með því að þvo hann með vatni eða vatni og mildri sápu. Þetta þarf að gera mjög varlega og ef diskurinn er nuddaður eða þurrkaður þá þarf að gera það frá miðjunni og beint út að kantinum.

Ef það eru hins vegar rispur í plastinu þá þarf að losna við þær á annan hátt. Oftast er það gert með því að slípa diskinn niður frá miðju og beint út að kanti allan hringinn þannig að upphaflegu rispurnar, sem geislinn réði ekki við, minnki eða hverfi. Í staðinn eru komnar mjög fínar rispur sem liggja „rétt“, það er þvert á lestrarstefnuna; þessar rispur ræður villuleiðréttingarkóðinn vel við. Þetta þarf að gera með mjög fínum slípimassa, því annars getur slípunin búið til fleiri og verri rispur en þær sem fyrir voru. Notað hefur verið tannkrem sem inniheldur agnir (ekki gel), Brasso-fægilögur og jafnvel mjög fínn sandpappír (2000 grit). Það er þó engin ábyrgð tekin á því að þetta virki. Einnig er ljóst að ekki er hægt að slípa sama geisladiskinn mjög oft niður því þeir eru ekki nema rúmur millimetri að þykkt.

Sumir segjast hafa náð góðum árangri með því að fylla uppí rispurnar á disknum með vaselíni eða glæru húsgagnabóni. Ekki er vitað um neina vísindalega rannsókn á því hvaða aðferð virkar best til að laga rispaða geisladiska, þannig að hver notandi verður að taka sína eigin áhættu og prófa sig áfram.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Annað lesefni:

Myndir:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Af hverju klikka geisladiskar ef plastið er rispað? Er hægt að laga það?
  • Af hverju virkar geisladiskur eða DVD-diskur ekki ef límmiðinn er tekinn af?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að laga skemmd í geisladiski? Ég er með geisladisk þar sem innstallið stoppar alltaf í 56%. Ég er búinn að prófa nokkrar tölvur.
...