Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

ÞV

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Landnámu sem ritaðar voru nokkrum öldum eftir að þessir atburðir gerðust, samanber meðal annars svar Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?.


Málverk eftir Johan Peter Raadsig. Ingólfur Arnarson tekur sér búsetu á Íslandi.

Þessar sömu heimildir segja líka frá því að nokkrir nafngreindir norrænir menn, svo sem Naddoður, Garðar Svavarsson og Hrafna-Flóki, hafi komið til Íslands. Einhver þeirra væri þess vegna betur að því kominn að teljast hafa fundið Ísland fyrstur. Auk þess er sérstaklega fjallað um Náttfara, sem var þræll Garðars Svavarssonar samkvæmt heimildum og settist hér að, í svari Helga Þorlákssonar við spurningunni Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?.

Hins vegar er í reynd sjaldan talað um einhvern tiltekinn mann sem eigi að hafa fundið Ísland fyrstur. Ástæðan til þess er öðru fremur sú að erfitt er að nefna slíkan mann með góðum rökum. Við gerum ráð fyrir að Papar, það er að segja írskir munkar, hafi verið hér á undan norrænum mönnum og kannski hafa Norðurlandabúar frétt af landinu frá þeim. Auk þess er ekki lengra frá Færeyjum til Íslands en svo að menn hlutu að verða varir við land í norðvestri frá Færeyjum eftir að varanleg byggð hófst þar upp úr 800. Hins vegar bendir ekkert til þess að sá sem þannig fann Ísland fyrstur verði nokkurn tímann nafngreindur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.10.2000

Spyrjandi

Ágúst Gíslason, f. 1987

Tilvísun

ÞV. „Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?“ Vísindavefurinn, 30. október 2000, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1053.

ÞV. (2000, 30. október). Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1053

ÞV. „Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2000. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1053>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?
Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Landnámu sem ritaðar voru nokkrum öldum eftir að þessir atburðir gerðust, samanber meðal annars svar Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?.


Málverk eftir Johan Peter Raadsig. Ingólfur Arnarson tekur sér búsetu á Íslandi.

Þessar sömu heimildir segja líka frá því að nokkrir nafngreindir norrænir menn, svo sem Naddoður, Garðar Svavarsson og Hrafna-Flóki, hafi komið til Íslands. Einhver þeirra væri þess vegna betur að því kominn að teljast hafa fundið Ísland fyrstur. Auk þess er sérstaklega fjallað um Náttfara, sem var þræll Garðars Svavarssonar samkvæmt heimildum og settist hér að, í svari Helga Þorlákssonar við spurningunni Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?.

Hins vegar er í reynd sjaldan talað um einhvern tiltekinn mann sem eigi að hafa fundið Ísland fyrstur. Ástæðan til þess er öðru fremur sú að erfitt er að nefna slíkan mann með góðum rökum. Við gerum ráð fyrir að Papar, það er að segja írskir munkar, hafi verið hér á undan norrænum mönnum og kannski hafa Norðurlandabúar frétt af landinu frá þeim. Auk þess er ekki lengra frá Færeyjum til Íslands en svo að menn hlutu að verða varir við land í norðvestri frá Færeyjum eftir að varanleg byggð hófst þar upp úr 800. Hins vegar bendir ekkert til þess að sá sem þannig fann Ísland fyrstur verði nokkurn tímann nafngreindur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...