Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur?

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson

Um Dalvíkurskjálftann er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934? og bendum við lesendum á að lesa það svar einnig.

Eðlilega er spurt hversu líklegt sé að annar eins skjálfti og Dalvíkurskjálftinn 1934 komi á næstu áratugum eða öldum. Engar sögulegar heimildir eru um viðlíka atburði á þessu svæði. Á korti af Íslandi yfir líklega hröðun vegna jarðskjálfta, sem notað er við hönnun mannvirkja, kemur fram að á Dalvík megi búast við láréttri hröðun jafnri eða meiri en 40% af þyngdarhröðun jarðar á 500 ára bili.

Líkindafræðilegt jarðskjálftahættukort fyrir Ísland frá 2002 sem sýnir hröðunargildi með 475 ára endurkomutíma.

Jarðskjálftasagan er stutt og breytileikinn mikill. Margir jarðskjálftar hafa orðið á vestanverðu Tjörnesbrotabeltinu síðastliðin 170 ár. Í grein Ragnars Stefánssonar og fleiri[1] er sett fram sú tilgáta að mikil virkni á vestanverðu Norðurlandi sé líklega tímabundið fyrirbæri sem taki samtals 200-300 ár. Gliðnun Norðurgosbeltis skiptist nokkurn veginn í tvennt, hún greinist annars vegar í hreyfingum yfir rekbelti sem stefnir frá Öxarfirði til norðvesturs á Kolbeinseyjarhrygginn, norðan við Grímsey, og hins vegar í sniðgengisbelti meðfram norðurströnd landsins. Gliðnun er einnig líkleg norður af mynni Eyjafjarðar, þannig að spennuhleðsla er hægfara við og á norðurhluta Tröllaskaga. Engir stórir skjálftar á Dalvíkursvæðinu eru kunnir úr sögulegum heimildum fyrr en 1934. Líklega er ekkert hægt að fullyrða um næsta stórskjálfta á Dalvíkursvæðinu fyrr en einhver forvirkni greinist.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Kortið er úr sama riti.

Höfundar

Páll Halldórsson

jarðeðlisfræðingur

Bryndís Brandsdóttir

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Júlíus Sólnes

prófessor emeritus

Ragnar Stefánsson

jarðskjálftafræðingur

Útgáfudagur

6.2.2023

Spyrjandi

Gauti Baldvinsson, f. 1991

Tilvísun

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson. „Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2023, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10586.

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson. (2023, 6. febrúar). Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10586

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson. „Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2023. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10586>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur?
Um Dalvíkurskjálftann er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934? og bendum við lesendum á að lesa það svar einnig.

Eðlilega er spurt hversu líklegt sé að annar eins skjálfti og Dalvíkurskjálftinn 1934 komi á næstu áratugum eða öldum. Engar sögulegar heimildir eru um viðlíka atburði á þessu svæði. Á korti af Íslandi yfir líklega hröðun vegna jarðskjálfta, sem notað er við hönnun mannvirkja, kemur fram að á Dalvík megi búast við láréttri hröðun jafnri eða meiri en 40% af þyngdarhröðun jarðar á 500 ára bili.

Líkindafræðilegt jarðskjálftahættukort fyrir Ísland frá 2002 sem sýnir hröðunargildi með 475 ára endurkomutíma.

Jarðskjálftasagan er stutt og breytileikinn mikill. Margir jarðskjálftar hafa orðið á vestanverðu Tjörnesbrotabeltinu síðastliðin 170 ár. Í grein Ragnars Stefánssonar og fleiri[1] er sett fram sú tilgáta að mikil virkni á vestanverðu Norðurlandi sé líklega tímabundið fyrirbæri sem taki samtals 200-300 ár. Gliðnun Norðurgosbeltis skiptist nokkurn veginn í tvennt, hún greinist annars vegar í hreyfingum yfir rekbelti sem stefnir frá Öxarfirði til norðvesturs á Kolbeinseyjarhrygginn, norðan við Grímsey, og hins vegar í sniðgengisbelti meðfram norðurströnd landsins. Gliðnun er einnig líkleg norður af mynni Eyjafjarðar, þannig að spennuhleðsla er hægfara við og á norðurhluta Tröllaskaga. Engir stórir skjálftar á Dalvíkursvæðinu eru kunnir úr sögulegum heimildum fyrr en 1934. Líklega er ekkert hægt að fullyrða um næsta stórskjálfta á Dalvíkursvæðinu fyrr en einhver forvirkni greinist.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Kortið er úr sama riti....