Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver var orsök Dalvíkurskjálftans 1934?

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson

Um Dalvíkurskjálftann 1934 er einnig fjallað sérstaklega í svari við tveimur öðrum spurningum sem við bendum lesendum á að kynna sér:

Í lok mars 1934 varð talsvert öflugt gos í Grímsvötnum. Reyndar voru mörg eldgos á Öskjusvæðinu á þriðja áratug tuttugustu aldar. Óvenju margir skjálftar urðu í Borgarfirði og á Snæfellsnesi 1934 og 1938, og þá varð mikið eldgos norðan Grímsvatna 1938. Það er hugsanlegt að þessir atburðir og Dalvíkurskjálftinn tengist sameiginlegri orsök, hárri innskotsvirkni kviku ofan heita reitsins undir norðvesturhluta Vatnajökuls.

Tilgátan er þá sú, að spenna hafi lengi grafið um sig á Dalvíkursvæðinu, líklega í mörg hundruð ár, en kvikuinnskot frá miklu dýpi og belgingur í jarðskorpunni ofan heita reitsins hafi skapað aðstæður fyrir jarðskjálfta.

Öflugt gos í Grímsvötnum 1934, annað gos norðan Grímsvatna 1938, jarðskjálftar 1934 og 1938 í Borgarfirði og á Snæfellsnesi, auk Dalvíkurskjálftans 1934, gætu tengst sameiginlegri orsök, það er hárri innskotsvirkni kviku ofan heita reitsins undir norðvesturhluta Vatnajökuls. Myndin sýnir eldgos í Grímsvötnum árið 2004.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Páll Halldórsson

jarðeðlisfræðingur

Bryndís Brandsdóttir

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Júlíus Sólnes

prófessor emeritus

Ragnar Stefánsson

jarðskjálftafræðingur

Útgáfudagur

7.2.2023

Spyrjandi

Þóra og Edda Bríem

Tilvísun

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson. „Hver var orsök Dalvíkurskjálftans 1934?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2023. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21675.

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson. (2023, 7. febrúar). Hver var orsök Dalvíkurskjálftans 1934? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21675

Páll Halldórsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes og Ragnar Stefánsson. „Hver var orsök Dalvíkurskjálftans 1934?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2023. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21675>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var orsök Dalvíkurskjálftans 1934?
Um Dalvíkurskjálftann 1934 er einnig fjallað sérstaklega í svari við tveimur öðrum spurningum sem við bendum lesendum á að kynna sér:

Í lok mars 1934 varð talsvert öflugt gos í Grímsvötnum. Reyndar voru mörg eldgos á Öskjusvæðinu á þriðja áratug tuttugustu aldar. Óvenju margir skjálftar urðu í Borgarfirði og á Snæfellsnesi 1934 og 1938, og þá varð mikið eldgos norðan Grímsvatna 1938. Það er hugsanlegt að þessir atburðir og Dalvíkurskjálftinn tengist sameiginlegri orsök, hárri innskotsvirkni kviku ofan heita reitsins undir norðvesturhluta Vatnajökuls.

Tilgátan er þá sú, að spenna hafi lengi grafið um sig á Dalvíkursvæðinu, líklega í mörg hundruð ár, en kvikuinnskot frá miklu dýpi og belgingur í jarðskorpunni ofan heita reitsins hafi skapað aðstæður fyrir jarðskjálfta.

Öflugt gos í Grímsvötnum 1934, annað gos norðan Grímsvatna 1938, jarðskjálftar 1934 og 1938 í Borgarfirði og á Snæfellsnesi, auk Dalvíkurskjálftans 1934, gætu tengst sameiginlegri orsök, það er hárri innskotsvirkni kviku ofan heita reitsins undir norðvesturhluta Vatnajökuls. Myndin sýnir eldgos í Grímsvötnum árið 2004.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi....