Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?

Finnur Ingimarsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvaða fugla er hægt að finna á Tjörninni í Reykjavík?
  • Hversu margar eru endurnar á Tjörninni í Reykjavík og hve margar tegundir eru þar að staðaldri?
  • Má veiða endur við Tjörnina?

Það er nokkuð breytilegt milli ára hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni og við Tjörnina. Helstu varpstaðir eru hólmarnir í tjörnunum, Norðurtjörn og Þorfinnstjörn og svo í friðlandinu í Vatnsmýrinni en það er innan síkja sem gerð hafa verið til að afmarka og vernda friðlandið fyrir umferð manna og katta um varptímann.[1]

Gargönd með unga í friðlandinu í Vatnsmýri.

Kría, hettumáfur, stokkönd, duggönd og skúfönd hafa verið árvissir varpfuglar frá upphafi talninga árið 1973 en urtönd, rauðhöfðaönd og toppönd hafa verið óreglulegir varpfuglar undanfarin ár. Aðeins minna hefur verið fylgst með vaðfuglum en vitað er að tjaldar og hrossagaukar verpa í Vatnsmýrinni þótt ekki sé um mörg pör að ræða hvert ár. Gæsir og álftir finnast þarna á öllum árstímum þótt þær verpi ekki á svæðinu, gargendur, grafendur og jafnvel sjaldgæfar endur eins og skeiðönd sjást þarna misreglulega.

Árlega er fylgst með fuglalífi við tjörnina og eru gefnar út skýrslur um athuganirnar. Hafa þær verið birtar síðustu ár á vef Fuglaverndar fuglavernd.is. Veiðibann hefur verið á fugli við Tjörnina frá árinu 1919 og árið 1984 var stofnað friðland við Tjörnina og í Vatnsmýrinni.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt er að sjá kort af Tjörninni og nágrenni hennar í svari við spurningunni Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík?

Mynd:
  • Reykjavík.is. Höfundur myndar Jóhann Óli Hilmarsson. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar. (Sótt 10.5.2022).

Höfundur

Finnur Ingimarsson

forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs

Útgáfudagur

19.5.2022

Spyrjandi

Ragnhildur Halldórsdóttir, Vilborg Grétarsdótir, Nicole Nicolaus, Sindri Gunnarsson

Tilvísun

Finnur Ingimarsson. „Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2022, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10907.

Finnur Ingimarsson. (2022, 19. maí). Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10907

Finnur Ingimarsson. „Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2022. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10907>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvaða fugla er hægt að finna á Tjörninni í Reykjavík?
  • Hversu margar eru endurnar á Tjörninni í Reykjavík og hve margar tegundir eru þar að staðaldri?
  • Má veiða endur við Tjörnina?

Það er nokkuð breytilegt milli ára hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni og við Tjörnina. Helstu varpstaðir eru hólmarnir í tjörnunum, Norðurtjörn og Þorfinnstjörn og svo í friðlandinu í Vatnsmýrinni en það er innan síkja sem gerð hafa verið til að afmarka og vernda friðlandið fyrir umferð manna og katta um varptímann.[1]

Gargönd með unga í friðlandinu í Vatnsmýri.

Kría, hettumáfur, stokkönd, duggönd og skúfönd hafa verið árvissir varpfuglar frá upphafi talninga árið 1973 en urtönd, rauðhöfðaönd og toppönd hafa verið óreglulegir varpfuglar undanfarin ár. Aðeins minna hefur verið fylgst með vaðfuglum en vitað er að tjaldar og hrossagaukar verpa í Vatnsmýrinni þótt ekki sé um mörg pör að ræða hvert ár. Gæsir og álftir finnast þarna á öllum árstímum þótt þær verpi ekki á svæðinu, gargendur, grafendur og jafnvel sjaldgæfar endur eins og skeiðönd sjást þarna misreglulega.

Árlega er fylgst með fuglalífi við tjörnina og eru gefnar út skýrslur um athuganirnar. Hafa þær verið birtar síðustu ár á vef Fuglaverndar fuglavernd.is. Veiðibann hefur verið á fugli við Tjörnina frá árinu 1919 og árið 1984 var stofnað friðland við Tjörnina og í Vatnsmýrinni.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt er að sjá kort af Tjörninni og nágrenni hennar í svari við spurningunni Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík?

Mynd:
  • Reykjavík.is. Höfundur myndar Jóhann Óli Hilmarsson. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar. (Sótt 10.5.2022).

...