Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til krabbameinsdrepandi efni?

Helga Ögmundsdóttir

Jú, vissulega eru til efni sem drepa krabbameinsfrumur og þau eru notuð sem lyf gegn krabbameini. Gallinn er bara sá að fram að þessu hefur ekki tekist að finna lyf sem drepur eingöngu krabbameinsfrumur en hefur engin áhrif á eðlilegar frumur. Galdurinn er að ráðast gegn einhverjum eiginleikum sem krabbameinsfrumurnar hafa í ríkari mæli en eðlilegar frumur. Þótt krabbameinsfrumur séu vissulega mjög afbrigðilegar hefur gengið illa að finna eitthvað í fari þeirra sem er alveg einstakt fyrir þær en ekki tilbrigði af eðlilegri frumustarfsemi. Flest lyfin beinast að því að hindra frumufjölgun. Úr því að krabbameinsfrumur fjölga sér stjórnlaust eru þær viðkvæmar fyrir þess konar lyfjum. En blóðfrumur og slímhúðarfrumur fjölga sér líka nokkuð hratt og þess vegna hafa öll krabbameinslyfin alvarlegar aukaverkanir sem koma sérstaklega fram sem skortur á hvítum blóðfrumum og þar með stóraukin hætta á sýkingum.

Ekki skal þó gert lítið úr verkunum krabbameinslyfja og þau eiga stóran þátt í því að horfur krabbameinssjúklinga hafa stórbatnað á síðust tveimur áratugum. Leitin heldur áfram að lyfjum sem eru sértækari gegn krabbameini og nú beinist athyglin að efnum sem hindra nýmyndun æða og leiðum til að beina spjótum að þeim hæfileika krabbameinsfrumna að lengja litningaenda. Nýmyndun æða hraðar æxlisvextinum og er æxlinu raunar nauðsynleg til að verða stærra en 2 rúmmillimetrar. Frumur sem geta lengt litningaenda geta haldið áfram endalaust að skipta sér. Í venjulegum líkamsfrumum styttast litningarnir örlítið við hverja skiptingu, sem þýðir að hver fruma getur aðeins eignast takmarkaðan fjölda kynslóða af afkomendum.

Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:

Eftir sama höfund:

Aðrir höfundar:

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2000

Spyrjandi

Jónatan Sveinsson, f. 1987

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Eru til krabbameinsdrepandi efni?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1096.

Helga Ögmundsdóttir. (2000, 7. nóvember). Eru til krabbameinsdrepandi efni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1096

Helga Ögmundsdóttir. „Eru til krabbameinsdrepandi efni?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1096>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til krabbameinsdrepandi efni?
Jú, vissulega eru til efni sem drepa krabbameinsfrumur og þau eru notuð sem lyf gegn krabbameini. Gallinn er bara sá að fram að þessu hefur ekki tekist að finna lyf sem drepur eingöngu krabbameinsfrumur en hefur engin áhrif á eðlilegar frumur. Galdurinn er að ráðast gegn einhverjum eiginleikum sem krabbameinsfrumurnar hafa í ríkari mæli en eðlilegar frumur. Þótt krabbameinsfrumur séu vissulega mjög afbrigðilegar hefur gengið illa að finna eitthvað í fari þeirra sem er alveg einstakt fyrir þær en ekki tilbrigði af eðlilegri frumustarfsemi. Flest lyfin beinast að því að hindra frumufjölgun. Úr því að krabbameinsfrumur fjölga sér stjórnlaust eru þær viðkvæmar fyrir þess konar lyfjum. En blóðfrumur og slímhúðarfrumur fjölga sér líka nokkuð hratt og þess vegna hafa öll krabbameinslyfin alvarlegar aukaverkanir sem koma sérstaklega fram sem skortur á hvítum blóðfrumum og þar með stóraukin hætta á sýkingum.

Ekki skal þó gert lítið úr verkunum krabbameinslyfja og þau eiga stóran þátt í því að horfur krabbameinssjúklinga hafa stórbatnað á síðust tveimur áratugum. Leitin heldur áfram að lyfjum sem eru sértækari gegn krabbameini og nú beinist athyglin að efnum sem hindra nýmyndun æða og leiðum til að beina spjótum að þeim hæfileika krabbameinsfrumna að lengja litningaenda. Nýmyndun æða hraðar æxlisvextinum og er æxlinu raunar nauðsynleg til að verða stærra en 2 rúmmillimetrar. Frumur sem geta lengt litningaenda geta haldið áfram endalaust að skipta sér. Í venjulegum líkamsfrumum styttast litningarnir örlítið við hverja skiptingu, sem þýðir að hver fruma getur aðeins eignast takmarkaðan fjölda kynslóða af afkomendum.

Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:

Eftir sama höfund:

Aðrir höfundar: