Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven?

Ritstjórn Vísindavefsins

Við höfum lagt þessa spurningu fyrir fróða menn en enginn kannast við bannið sem á að vera tilefni hennar, hvað þá að menn geti svarað til um orsakir bannsins. Rækileg leit á vefnum hefur ekki heldur skilað okkur neinu.

Spurningin gæti snúið að sögu eftir Tolstoj sem hét Kreutzer-sónatan. Hún kom út árið 1891 og segir frá manni sem myrti konu sína. Í eftirmála er höfundur svo langt leiddur í andúð sinni á lystisemdum holdsins að hann predikar algert bindindi, gegn andmælum konu sinnar.

Þessi saga var bönnuð á ýmsum stöðum, meðal annars í Bandaríkjunum, líklega vegna hugmynda af því tagi sem hér hefur verið lýst. Þannig kynni vel að vera að þessi saga Tolstojs og bann við henni sé hið raunverulega tilefni spurningarinnar. Við höfum þó að svo stöddu ekki fundið neitt um að hún hafi verið bönnuð í Rússlandi eða að keisaraynjan tengist þessu máli.

Leos Janacek samdi svo strengjakvartett sem bar þetta sama nafn -- vegna aðdáunar á sögu Tolstoys fremur en fiðlusónötu Beethovens.

Í tengslum við þessa spurningu getum við einnig upplýst það að Rodolphe Kreutzer (1766-1831) var samtíðarmaður Beethovens (1770-1827). Hann var fiðluleikari og einn af bestu hljóðfæraleikurum í Evrópu á sínum tíma. Hann lét sem sagt svo lítið að leyfa Beethoven að tileinka sér sónötuna sem ber síðan nafn hans en annar listamaður mun hafa verið svo seinheppinn að hafna þessu á undan honum.

Ef einhver sem les þetta hefur einhverju við að bæta, væri okkur þökk í að heyra um það með skeyti til ritstjórnar, ritstjorn@visindi.rhi.hi.is.

Mynd:

Útgáfudagur

8.11.2000

Spyrjandi

Margrét Böðvarsdóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2000, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1107.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2000, 8. nóvember). Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1107

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2000. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1107>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven?
Við höfum lagt þessa spurningu fyrir fróða menn en enginn kannast við bannið sem á að vera tilefni hennar, hvað þá að menn geti svarað til um orsakir bannsins. Rækileg leit á vefnum hefur ekki heldur skilað okkur neinu.

Spurningin gæti snúið að sögu eftir Tolstoj sem hét Kreutzer-sónatan. Hún kom út árið 1891 og segir frá manni sem myrti konu sína. Í eftirmála er höfundur svo langt leiddur í andúð sinni á lystisemdum holdsins að hann predikar algert bindindi, gegn andmælum konu sinnar.

Þessi saga var bönnuð á ýmsum stöðum, meðal annars í Bandaríkjunum, líklega vegna hugmynda af því tagi sem hér hefur verið lýst. Þannig kynni vel að vera að þessi saga Tolstojs og bann við henni sé hið raunverulega tilefni spurningarinnar. Við höfum þó að svo stöddu ekki fundið neitt um að hún hafi verið bönnuð í Rússlandi eða að keisaraynjan tengist þessu máli.

Leos Janacek samdi svo strengjakvartett sem bar þetta sama nafn -- vegna aðdáunar á sögu Tolstoys fremur en fiðlusónötu Beethovens.

Í tengslum við þessa spurningu getum við einnig upplýst það að Rodolphe Kreutzer (1766-1831) var samtíðarmaður Beethovens (1770-1827). Hann var fiðluleikari og einn af bestu hljóðfæraleikurum í Evrópu á sínum tíma. Hann lét sem sagt svo lítið að leyfa Beethoven að tileinka sér sónötuna sem ber síðan nafn hans en annar listamaður mun hafa verið svo seinheppinn að hafna þessu á undan honum.

Ef einhver sem les þetta hefur einhverju við að bæta, væri okkur þökk í að heyra um það með skeyti til ritstjórnar, ritstjorn@visindi.rhi.hi.is.

Mynd:...