Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann Danmörku?

ÞV

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni.

Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við spurningunni í þeim skilningi að við getum nefnt eitthvert mannsnafn.

Svo er kannski líka á það að líta að það hefur ekki verið neinn sérstakur vandi að finna Danmörku. Hluti hennar, Jótland, er skagi sem gengur til norðurs út frá því landsvæði sem við köllum núna Þýskaland og var byggt á undan Danmörku. Það hefur bara einhver labbað þarna út á þennan skaga og þar með var hann búinn að finna Danmörku! Svo þegar menn voru búnir að setjast að nógu víða á Jótlandi hafa þeir haldið áfram yfir á Fjón og allar hinar dönsku eyjarnar koll af kolli. Sundin milli þeirra eru hvergi breiðari en svo að það sést til lands hinum megin og er líka auðvelt að sigla eða róa yfir. Eins getur líka vel verið að menn hafi farið frá norðurströnd Þýskalands yfir til dönsku eyjanna. En á þessum tíma höfðu þessi landsvæði auðvitað ekki þessi nöfn!



Hver fann Danmörku?

Þetta er allt saman allt öðruvísi með Ísland sem er eyja úti í miðju Atlantshafi. Ísland sést ekki frá neinu öðru landi og þess vegna var dálítill vandi að finna það og enn þá erfiðara að sigla yfir hafið og koma á reglubundinni umferð til þess að menn gætu búið hér. Þetta gerðist líka á sögulegum tíma sem kallað er, það er að segja eftir að menn höfðu lært að lesa og skrifa og þess vegna eru til skrifaðar heimildir um mennina sem fóru fyrstir til Íslands og við getum nefnt þá með nafni (Naddoður, Garðar Svavarsson, Hrafna-Flóki, Ingólfur Arnarson).

Kannski er svolítið fróðlegt að bera þetta saman við heimsálfuna Ameríku. Sumir segja að Kólumbus hafi fundið Ameríku árið 1492 af því að hann sigldi þangað og steig þar á land fyrstur Evrópumanna að því er þá var almennt talið í Evrópu. Svo koma Íslendingar og aðrir Norðurlandabúar og halda því fram að Leifur heppni hafi verið langt á undan Kólumbusi, næstum fimm hundruð árum, en hins vegar vissi enginn utan Norðurlandanna um það sem hann hafði fundið.

En hvorki Kólumbus né Leifur heppni voru fyrstu mennirnir í Ameríku því að Indíánar og Ínúítar höfðu búið þar löngu, löngu á undan og meira að segja byggt þar upp merkileg menningarríki. Þess vegna er í rauninni ekkert frekar hægt að segja til um hver fann Ameríku heldur en hver fann Danmörku. Það er bara hægt að reyna að segja til um hvaða nafngreindur Evrópumaður kom fyrstur til Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.11.2000

Spyrjandi

Sandra Guðmundsdóttir, f. 1991

Tilvísun

ÞV. „Hver fann Danmörku?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2000, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1125.

ÞV. (2000, 13. nóvember). Hver fann Danmörku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1125

ÞV. „Hver fann Danmörku?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2000. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1125>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann Danmörku?
Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni.

Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við spurningunni í þeim skilningi að við getum nefnt eitthvert mannsnafn.

Svo er kannski líka á það að líta að það hefur ekki verið neinn sérstakur vandi að finna Danmörku. Hluti hennar, Jótland, er skagi sem gengur til norðurs út frá því landsvæði sem við köllum núna Þýskaland og var byggt á undan Danmörku. Það hefur bara einhver labbað þarna út á þennan skaga og þar með var hann búinn að finna Danmörku! Svo þegar menn voru búnir að setjast að nógu víða á Jótlandi hafa þeir haldið áfram yfir á Fjón og allar hinar dönsku eyjarnar koll af kolli. Sundin milli þeirra eru hvergi breiðari en svo að það sést til lands hinum megin og er líka auðvelt að sigla eða róa yfir. Eins getur líka vel verið að menn hafi farið frá norðurströnd Þýskalands yfir til dönsku eyjanna. En á þessum tíma höfðu þessi landsvæði auðvitað ekki þessi nöfn!



Hver fann Danmörku?

Þetta er allt saman allt öðruvísi með Ísland sem er eyja úti í miðju Atlantshafi. Ísland sést ekki frá neinu öðru landi og þess vegna var dálítill vandi að finna það og enn þá erfiðara að sigla yfir hafið og koma á reglubundinni umferð til þess að menn gætu búið hér. Þetta gerðist líka á sögulegum tíma sem kallað er, það er að segja eftir að menn höfðu lært að lesa og skrifa og þess vegna eru til skrifaðar heimildir um mennina sem fóru fyrstir til Íslands og við getum nefnt þá með nafni (Naddoður, Garðar Svavarsson, Hrafna-Flóki, Ingólfur Arnarson).

Kannski er svolítið fróðlegt að bera þetta saman við heimsálfuna Ameríku. Sumir segja að Kólumbus hafi fundið Ameríku árið 1492 af því að hann sigldi þangað og steig þar á land fyrstur Evrópumanna að því er þá var almennt talið í Evrópu. Svo koma Íslendingar og aðrir Norðurlandabúar og halda því fram að Leifur heppni hafi verið langt á undan Kólumbusi, næstum fimm hundruð árum, en hins vegar vissi enginn utan Norðurlandanna um það sem hann hafði fundið.

En hvorki Kólumbus né Leifur heppni voru fyrstu mennirnir í Ameríku því að Indíánar og Ínúítar höfðu búið þar löngu, löngu á undan og meira að segja byggt þar upp merkileg menningarríki. Þess vegna er í rauninni ekkert frekar hægt að segja til um hver fann Ameríku heldur en hver fann Danmörku. Það er bara hægt að reyna að segja til um hvaða nafngreindur Evrópumaður kom fyrstur til Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...