Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum?

EDS

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í Peking sem fram fara 8. til 24. ágúst 2008 eru taldar upp 38 mismunandi íþróttagreinar sem keppt er í á leikunum. Með því að smella hér má sjá lista yfir þessar greinar.

Flestar, ef ekki allar íþróttagreinarnar telja fleiri en eina keppnisgrein, til dæmis er keppt í mörgum greinum frjálsra íþrótta og mismunandi sundaðferðum. Einnig er keppt í mismunandi vegalengdum eins og í róðri eða hjólreiðum, mismunandi hæð eins og í dýfingum og á eða með mismunandi áhöldum eins og í fimleikum. Síðast en ekki síst er í flestum greinum keppt bæði í kvenna og karlaflokki. Alls eru því yfir 300 keppnisgreinar á leikunum.



Ólympíueldurinn við setningu Ólympíuleikanna í Peking.

Reiknað er með að um 10.500 keppendur taki þátt í leikunum frá 205 löndum. Íslendingar eiga 28 keppendur á leikunum sem keppa í fimm íþróttagreinum, handbolta, sundi, frjálsum íþróttum, júdó og badminton.

Í hinum fornu Ólympíuleikum var í upphafi aðeins keppt í einni grein, kapphlaupi á tæplega 200 metra langri braut. Síðar bættust lengri hlaup við og um árið 700 f.Kr. var keppt í glímu og fimmþraut. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.8.2008

Spyrjandi

Arnar Sveinn

Tilvísun

EDS. „Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2008, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11320.

EDS. (2008, 8. ágúst). Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11320

EDS. „Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2008. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11320>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum?
Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í Peking sem fram fara 8. til 24. ágúst 2008 eru taldar upp 38 mismunandi íþróttagreinar sem keppt er í á leikunum. Með því að smella hér má sjá lista yfir þessar greinar.

Flestar, ef ekki allar íþróttagreinarnar telja fleiri en eina keppnisgrein, til dæmis er keppt í mörgum greinum frjálsra íþrótta og mismunandi sundaðferðum. Einnig er keppt í mismunandi vegalengdum eins og í róðri eða hjólreiðum, mismunandi hæð eins og í dýfingum og á eða með mismunandi áhöldum eins og í fimleikum. Síðast en ekki síst er í flestum greinum keppt bæði í kvenna og karlaflokki. Alls eru því yfir 300 keppnisgreinar á leikunum.



Ólympíueldurinn við setningu Ólympíuleikanna í Peking.

Reiknað er með að um 10.500 keppendur taki þátt í leikunum frá 205 löndum. Íslendingar eiga 28 keppendur á leikunum sem keppa í fimm íþróttagreinum, handbolta, sundi, frjálsum íþróttum, júdó og badminton.

Í hinum fornu Ólympíuleikum var í upphafi aðeins keppt í einni grein, kapphlaupi á tæplega 200 metra langri braut. Síðar bættust lengri hlaup við og um árið 700 f.Kr. var keppt í glímu og fimmþraut. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...