Wankel-vélin er fyrirferðarlítil og létt miðað við afl. Hins vegar er
brunahol hennar óheppilega lagað, yfirborð þess er mikið miðað við rúmmál (besta lögun brunahols er kúla, minnst yfirborð á rúmmálseiningu). Það þýðir að vélin krefst mikillar kælingar og eyðir miklu eldsneyti.
Oftast eru það markaðs- og peningalegar ástæður sem ráða því hvort vél er framleidd. Wankel-vélin eyðir meira en sambærileg hefðbundin stimpilvél, og framleiðir þess vegna meira af mengunarefnum og gróðurhúsagastegundum. Hún er frábrugðin hefðbundum vélum, og krefst því sérhæfðs framleiðslubúnaðar, sem aftur krefst þess að margar vélar séu framleiddar, þannig að framleiðslukostnaður verði nægjanlega lágur. Þetta þurfa kostirnir, mikið afl og létt vél, að vega upp.
Þar að auki reyndist mjög erfitt að hanna endingargóðar þéttingar við völt vélarinnar (þéttingar sem svara til stimpilhringja í hefðbundinni stimpilvél), og vildu þær gefa sig eftir stutta notkun. Allt þetta hefur orðið þess valdandi að framleiðendurnir Mazda og Audi-NSU hafa báðir sagt: hingað og ekki lengra, þetta er ekki þess virði.
- Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur? eftir Pál Valdimarsson
- Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til? eftir Vigni Má Lŷðsson
- Hvað þýðir oktantala í bensíni og hvaða máli skiptir hún? eftir Ágúst Kvaran
- Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla? eftir Gylfa Magnússon