Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 17:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:39 • Síðdegis: 21:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 17:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:39 • Síðdegis: 21:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?

Páll Valdimarsson

Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar.

Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar sem
τ = (1/4)*ηþmvol*Hu*ρa*VH/(p * l * Lmin)
þar sem
τ: tog vélar

ηþ: varmafræðileg nýtni, ræðst fyrst og fremst af þjapphlutfalli, er hærri við hátt þjapphlutfall, segir hve miklu af orku eldseytisins vélin getur breytt í vinnu

ηm: mekanísk nýtni, segir hve mikið tapast vegna viðnáms og núnings í vélinni

ηvol: fyllinýtni (volumetric efficiency), hversu vel tekst að fylla strokkinn af brunablöndu eða fersklofti

Hu: orkuinnihald eldsneytisins

ρa: eðlismassi loftsins

VH: slagrúmtak vélarinnar

l: lofttala, hlutfall milli þess lofts sem vélin fær, og þess lofts sem þarf til þess að brenna eldsneytið fullkomlega

Lmin: loftþörf eldsneytisins, mæld í kg lofts fyrir hvert kg eldsneytis

p: 3.1415...

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Höfundur

prófessor í verkfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.9.2000

Spyrjandi

Davíð Halldór Erlingsson

Tilvísun

Páll Valdimarsson. „Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?“ Vísindavefurinn, 3. september 2000, sótt 21. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=869.

Páll Valdimarsson. (2000, 3. september). Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=869

Páll Valdimarsson. „Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2000. Vefsíða. 21. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=869>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?
Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar.

Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar sem
τ = (1/4)*ηþmvol*Hu*ρa*VH/(p * l * Lmin)
þar sem
τ: tog vélar

ηþ: varmafræðileg nýtni, ræðst fyrst og fremst af þjapphlutfalli, er hærri við hátt þjapphlutfall, segir hve miklu af orku eldseytisins vélin getur breytt í vinnu

ηm: mekanísk nýtni, segir hve mikið tapast vegna viðnáms og núnings í vélinni

ηvol: fyllinýtni (volumetric efficiency), hversu vel tekst að fylla strokkinn af brunablöndu eða fersklofti

Hu: orkuinnihald eldsneytisins

ρa: eðlismassi loftsins

VH: slagrúmtak vélarinnar

l: lofttala, hlutfall milli þess lofts sem vélin fær, og þess lofts sem þarf til þess að brenna eldsneytið fullkomlega

Lmin: loftþörf eldsneytisins, mæld í kg lofts fyrir hvert kg eldsneytis

p: 3.1415...

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:...