Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?

Haukur Hannesson

Hraðskreiðasti bíll heims sem leyfilegt er að aka í almennri umferð er SSC Ultimate Aero TT. Hann hefur haldið þeim titli undanfarin þrjú ár. Bílinn hefur náð 411,99 km/klst en gera má ráð fyrir að það hafi ekki verið innan um venjulega umferð! Bíllinn er framleiddur af Shelby SuperCars en það fyrirtæki sérhæfir sig í ofur-hraðskreiðum bílum.

SSC Ultimate Aero TT er með átta strokka vél og eru afköstin 1287 hestöfl en þess má geta að Toyota Yaris er 106 hestöfl. Bíllinn er aðeins 2,78 sekúndur að komast í 100 km/klst sem er styttri tími en það tekur að bera nafn bílsins fram! Bíllinn er aðeins 1,3 tonn, gerður úr kolefnatrefjum að utan og það hefur mikið að segja um það hversu hraðskreiður hann er.


SSC Ultimate Aero TT er hraðskreiðasti bíll sem leyfirlegt er að aka í almennri umferð.

Ekki eru margir SSC Ultimate Aero TT bílar á götunum, aðeins hafa verið framleiddir 25 bílar frá ársbyrjun 2006 og áætlað er 25 verði framleiddir til viðbótar. Bíllinn kostar 585.000 dali, en það samsvarar 77 milljónum íslenskra króna. Eins og á við um lúxusbíla þá eru ýmsir aukahlutir í bílnum, til að mynda GPS-staðsetningartæki, sjónvarp með DVD-spilara, myndavél sem gagnast mönnum við að bakka bílnum og hljóðkerfi með tíu hátölurum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.5.2010

Spyrjandi

Þór Jónsson, f. 1995

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2010, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55098.

Haukur Hannesson. (2010, 18. maí). Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55098

Haukur Hannesson. „Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2010. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?
Hraðskreiðasti bíll heims sem leyfilegt er að aka í almennri umferð er SSC Ultimate Aero TT. Hann hefur haldið þeim titli undanfarin þrjú ár. Bílinn hefur náð 411,99 km/klst en gera má ráð fyrir að það hafi ekki verið innan um venjulega umferð! Bíllinn er framleiddur af Shelby SuperCars en það fyrirtæki sérhæfir sig í ofur-hraðskreiðum bílum.

SSC Ultimate Aero TT er með átta strokka vél og eru afköstin 1287 hestöfl en þess má geta að Toyota Yaris er 106 hestöfl. Bíllinn er aðeins 2,78 sekúndur að komast í 100 km/klst sem er styttri tími en það tekur að bera nafn bílsins fram! Bíllinn er aðeins 1,3 tonn, gerður úr kolefnatrefjum að utan og það hefur mikið að segja um það hversu hraðskreiður hann er.


SSC Ultimate Aero TT er hraðskreiðasti bíll sem leyfirlegt er að aka í almennri umferð.

Ekki eru margir SSC Ultimate Aero TT bílar á götunum, aðeins hafa verið framleiddir 25 bílar frá ársbyrjun 2006 og áætlað er 25 verði framleiddir til viðbótar. Bíllinn kostar 585.000 dali, en það samsvarar 77 milljónum íslenskra króna. Eins og á við um lúxusbíla þá eru ýmsir aukahlutir í bílnum, til að mynda GPS-staðsetningartæki, sjónvarp með DVD-spilara, myndavél sem gagnast mönnum við að bakka bílnum og hljóðkerfi með tíu hátölurum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir