Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið kuml? Af hverju er ekki bara talað um gröf?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið kuml í merkingunni ‛gröf’ þekkist í fornum bókmenntum enda er það notað um þann sem var jarðaður að heiðnum sið. Það var haft um hauga, minnisvarða og yfirleitt um legstað sem var ofanjarðar. Í kuml var oft lagt svokallað haugfé en það gat verið ýmislegt fémætt eða hinum látna mikils virði eins og vopn hans, skart, hestur hans eða hundur. Talið er að hérlendis hafi fundist talsvert á annað hundrað kumla.

Mannabein í kumli á Daðastöðum í Reykjadal. ©Fornleifastofnun Íslands

Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og síðar forseti, skrifaði doktorsritgerðina Kuml og haugfé árið 1956 sem enn er talin afar merkt fræðirit. Það var endurútgefið árið 2000 með viðbótum um kumlfundi.

Orðið kuml var einnig notað um heystæðu í opinni tóft og var stundum tyrft yfir hana. Enn ein merking orðsins er ‛meiðsl’ og er hún mest notuð í samsetningunni örkuml ‛bæklunarmeiðsl’.

Mynd:
  • Bein í kumli: Fornleifastofnun Íslands.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.5.2012

Spyrjandi

Einar Pétursson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið kuml? Af hverju er ekki bara talað um gröf?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2012, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12155.

Guðrún Kvaran. (2012, 14. maí). Hvaðan kemur orðið kuml? Af hverju er ekki bara talað um gröf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12155

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið kuml? Af hverju er ekki bara talað um gröf?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2012. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12155>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið kuml? Af hverju er ekki bara talað um gröf?
Orðið kuml í merkingunni ‛gröf’ þekkist í fornum bókmenntum enda er það notað um þann sem var jarðaður að heiðnum sið. Það var haft um hauga, minnisvarða og yfirleitt um legstað sem var ofanjarðar. Í kuml var oft lagt svokallað haugfé en það gat verið ýmislegt fémætt eða hinum látna mikils virði eins og vopn hans, skart, hestur hans eða hundur. Talið er að hérlendis hafi fundist talsvert á annað hundrað kumla.

Mannabein í kumli á Daðastöðum í Reykjadal. ©Fornleifastofnun Íslands

Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og síðar forseti, skrifaði doktorsritgerðina Kuml og haugfé árið 1956 sem enn er talin afar merkt fræðirit. Það var endurútgefið árið 2000 með viðbótum um kumlfundi.

Orðið kuml var einnig notað um heystæðu í opinni tóft og var stundum tyrft yfir hana. Enn ein merking orðsins er ‛meiðsl’ og er hún mest notuð í samsetningunni örkuml ‛bæklunarmeiðsl’.

Mynd:
  • Bein í kumli: Fornleifastofnun Íslands.

...