Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvers vegna var fallöxin fundin upp?

Álfheiður Kristín Hallgrímsdóttir, Valtýr Elliði Einarson og Sólrún Halla Einarsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvers vegna var fallöxin fundin upp, af hverju var hætt að nota hana og hver var fyrstur drepinn með henni?

Fallöxi er aftökutæki sem samanstendur af háum ramma og þungu axarblaði, sem hengt er upp á rammann. Við aftöku er sakamaður festur í rammann þannig að háls hans liggi beint fyrir neðan blaðið. Síðan er blaðið losað svo það falli niður á háls sakamannsins og hálshöggvi hann.

Málverk af aftöku Maríu Antoníettu með fallöxi árið 1793.

Fallöxin varð fræg á tímum frönsku byltingarinnar 1789-1799 og er nú eitt af helstu táknum byltingarinnar. Á þessum umbrotatíma í Frakklandi var fallöxin meginaðferðin sem notuð var við aftökur og ótalmargir teknir af lífi með henni, meðal annars konungurinn Loðvík sextándi. Aftökur fóru þá gjarnan fram á almannafæri þar sem áhorfendur gátu fylgst með.

Svipuð aftökutæki höfðu þó verið notuð fyrr á öldum. Til dæmis var hin skoska Maiden-fallöxi notuð árin 1565-1710 og í Halifax á Englandi var fallöxi í notkun fram til ársins 1650 en óljóst er hvenær hún var fyrst notuð. Hún nefndist Halifax Gibbet. Heimildir gefa til kynna að einhvers konar fallaxir gætu hafa verið notaðar í Evrópu á 13. og 14. öld eða jafnvel fyrr. Því er ekki vitað hvenær fallöxin var fundin upp né hver uppfinningamaðurinn var.

Maiden-fallöxin sem notuð var í Skotlandi árin 1565-1710 er nú geymd á safni.

Franski læknirinn Joseph-Ignace Guillotin (1738-1814) talaði fyrir umbótum á framkvæmd dauðarefsinga á tímum frönsku byltingarinnar og vildi nota vél til að taka fólk af lífi. Hann var sjálfur mótfallinn dauðarefsingum en taldi að með þessu móti væru aftökurnar mannúðlegri þar sem þær yrðu fljótlegri og sársaukaminni. Fallöxin varð seinna þekkt undir nafninu guillotine, í höfuðið á Guillotin, á frönsku og ýmsum fleiri tungumálum, þar á meðal ensku.

Í kjölfar frönsku byltingarinnar var tilskipað að allar aftökur í Frakklandi skyldu framkvæmdar með fallöxi og sett saman nefnd til að sjá um hönnun og útfærslu vélarinnar. Þótti jafnrétti felast í því að allir dauðadæmdir sakamenn skyldu vera líflátnir með sömu aðferð, óháð stétt og stöðu, en fyrir byltinguna höfðu aðalsmenn verið hálshöggnir með sverði eða öxi en almúgamenn hengdir. Einnig var talið að fallöxin ylli minni sársauka og þjáningum en fyrri aftökuaðferðir þar sem aðeins þurfti eitt snöggt högg til að taka mann af lífi. Fyrsta aftakan með fallöxi í Frakklandi fór fram 25. apríl 1792, en þá var stigamaðurinn Nicolas Jacques Pelletier hálshöggvinn.

Franski læknirinn Joseh-Ignace Guillotin var talsmaður umbóta á framkvæmd dauðarefsinga.

Fallöxin var opinber aftökuaðferð Frakklands þar til dauðarefsing var afnumin þar árið 1981. Síðasta aftakan með í Frakklandi, sem jafnframt var síðasta notkunin á fallöxi, fór fram 10. september 1977, þegar Hamida Djandoubi var tekinn af lífi.

Þótt fallöxin sé oftast tengd við Frakkland var hún einnig notuð við aftökur í öðrum löndum á 19. og 20. öld, svo sem Belgíu, Svíþjóð og Þýskalandi. Í Þýskalandi var fallöxin notuð langt fram á 20. öld, meðal annars við mörg þúsund aftökur á tímum nasismans. Flest Vesturlönd hafa nú afnumið dauðarefsingar og aðeins eitt Evrópuland, Hvíta-Rússland, heimilar þær enn.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.7.2016

Spyrjandi

Hreggviður Ingibergsson

Tilvísun

Álfheiður Kristín Hallgrímsdóttir, Valtýr Elliði Einarson og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvers vegna var fallöxin fundin upp?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2016. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12241.

Álfheiður Kristín Hallgrímsdóttir, Valtýr Elliði Einarson og Sólrún Halla Einarsdóttir. (2016, 20. júlí). Hvers vegna var fallöxin fundin upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12241

Álfheiður Kristín Hallgrímsdóttir, Valtýr Elliði Einarson og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvers vegna var fallöxin fundin upp?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2016. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12241>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna var fallöxin fundin upp?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvers vegna var fallöxin fundin upp, af hverju var hætt að nota hana og hver var fyrstur drepinn með henni?

Fallöxi er aftökutæki sem samanstendur af háum ramma og þungu axarblaði, sem hengt er upp á rammann. Við aftöku er sakamaður festur í rammann þannig að háls hans liggi beint fyrir neðan blaðið. Síðan er blaðið losað svo það falli niður á háls sakamannsins og hálshöggvi hann.

Málverk af aftöku Maríu Antoníettu með fallöxi árið 1793.

Fallöxin varð fræg á tímum frönsku byltingarinnar 1789-1799 og er nú eitt af helstu táknum byltingarinnar. Á þessum umbrotatíma í Frakklandi var fallöxin meginaðferðin sem notuð var við aftökur og ótalmargir teknir af lífi með henni, meðal annars konungurinn Loðvík sextándi. Aftökur fóru þá gjarnan fram á almannafæri þar sem áhorfendur gátu fylgst með.

Svipuð aftökutæki höfðu þó verið notuð fyrr á öldum. Til dæmis var hin skoska Maiden-fallöxi notuð árin 1565-1710 og í Halifax á Englandi var fallöxi í notkun fram til ársins 1650 en óljóst er hvenær hún var fyrst notuð. Hún nefndist Halifax Gibbet. Heimildir gefa til kynna að einhvers konar fallaxir gætu hafa verið notaðar í Evrópu á 13. og 14. öld eða jafnvel fyrr. Því er ekki vitað hvenær fallöxin var fundin upp né hver uppfinningamaðurinn var.

Maiden-fallöxin sem notuð var í Skotlandi árin 1565-1710 er nú geymd á safni.

Franski læknirinn Joseph-Ignace Guillotin (1738-1814) talaði fyrir umbótum á framkvæmd dauðarefsinga á tímum frönsku byltingarinnar og vildi nota vél til að taka fólk af lífi. Hann var sjálfur mótfallinn dauðarefsingum en taldi að með þessu móti væru aftökurnar mannúðlegri þar sem þær yrðu fljótlegri og sársaukaminni. Fallöxin varð seinna þekkt undir nafninu guillotine, í höfuðið á Guillotin, á frönsku og ýmsum fleiri tungumálum, þar á meðal ensku.

Í kjölfar frönsku byltingarinnar var tilskipað að allar aftökur í Frakklandi skyldu framkvæmdar með fallöxi og sett saman nefnd til að sjá um hönnun og útfærslu vélarinnar. Þótti jafnrétti felast í því að allir dauðadæmdir sakamenn skyldu vera líflátnir með sömu aðferð, óháð stétt og stöðu, en fyrir byltinguna höfðu aðalsmenn verið hálshöggnir með sverði eða öxi en almúgamenn hengdir. Einnig var talið að fallöxin ylli minni sársauka og þjáningum en fyrri aftökuaðferðir þar sem aðeins þurfti eitt snöggt högg til að taka mann af lífi. Fyrsta aftakan með fallöxi í Frakklandi fór fram 25. apríl 1792, en þá var stigamaðurinn Nicolas Jacques Pelletier hálshöggvinn.

Franski læknirinn Joseh-Ignace Guillotin var talsmaður umbóta á framkvæmd dauðarefsinga.

Fallöxin var opinber aftökuaðferð Frakklands þar til dauðarefsing var afnumin þar árið 1981. Síðasta aftakan með í Frakklandi, sem jafnframt var síðasta notkunin á fallöxi, fór fram 10. september 1977, þegar Hamida Djandoubi var tekinn af lífi.

Þótt fallöxin sé oftast tengd við Frakkland var hún einnig notuð við aftökur í öðrum löndum á 19. og 20. öld, svo sem Belgíu, Svíþjóð og Þýskalandi. Í Þýskalandi var fallöxin notuð langt fram á 20. öld, meðal annars við mörg þúsund aftökur á tímum nasismans. Flest Vesturlönd hafa nú afnumið dauðarefsingar og aðeins eitt Evrópuland, Hvíta-Rússland, heimilar þær enn.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...