Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?

Óttar Guðmundsson

Hugtakið kynlífsfíkn er mjög umdeilt og er ekki að finna í venjulegum greiningarhandbókum geðlækna eða kynlífsfræðinga. Á seinni árum hafa myndast alls kyns fíknihugtök svo sem vinnufíkn, kynlífsfíkn, matarfíkn, íþróttafíkn og fleiri sem lýsa ákveðnu hugarástandi sem fólk telur sig kannast við. Venjulega eiga menn þá við að þeir hafi ekki lengur fulla stjórn á eigin líf heldur láti stjórnast af einhverri ákveðinni hegðun eða athæfi. Þetta á rót sína að rekja til fyrsta sporsins í 12 spora kerfunum en þar er talað um stjórnleysi eigin lífs sem rekja má til einhvers konar vímu eða sóknar í vímu.

Þessi fíknihugtök eins og þau eru notuð geta flokkast undir einhvers konar þráhyggju eða áráttuhegðun sem gerir það að verkum að viðkomandi stjórnar ekki lífi sínu lengur. Þeir sem telja sig þjást af kynlífsfíkn hafa stofnað eigin 12 spora samtök sem heita SLAA (e. Sex and Love Addicts Anonymous) og þar er unnið með kynlífshegðun sem fíkn. Helstu einkennin eru þau að viðkomandi lætur stjórnast af eigin kynlöngunum og alls konar kynlífsathafnir gera það að verkum að hann vanrækir skyldur daglegs lífs og brýtur oftsinnis siðgæðisreglur samfélagsins.Tiger Wods er sagður vera kynlífsfíkill

Algengasta kynlífsfíknin í dag er sennilega klámgláp á Netinu. Menn verða þá svo heillaðir af tölvuklámi að þeir hanga öllum stundum fyrir framan skjáinn og horfa á klám og vanrækja oft og tíðum vinnu og eðlileg fjölskyldutengsl vegna þessa. Kynlífsfíkn er því ekki læknisfræðilegt hugtak heldur öllu fremur lýsandi hugtak sem fólk notar til að skilgreina eigin hegðun sem farin er úr böndum. Meðferð er erfið en oft hjálpar SLAA þegar einstaklingurinn hefur virkilegan áhuga á því að læknast.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Tiger Woods

Höfundur

geðlæknir á geðsviði Landspítala

Útgáfudagur

27.5.2010

Spyrjandi

Helgi Már Valdimarsson, f. 1984

Tilvísun

Óttar Guðmundsson. „Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2010. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12296.

Óttar Guðmundsson. (2010, 27. maí). Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12296

Óttar Guðmundsson. „Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2010. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12296>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?
Hugtakið kynlífsfíkn er mjög umdeilt og er ekki að finna í venjulegum greiningarhandbókum geðlækna eða kynlífsfræðinga. Á seinni árum hafa myndast alls kyns fíknihugtök svo sem vinnufíkn, kynlífsfíkn, matarfíkn, íþróttafíkn og fleiri sem lýsa ákveðnu hugarástandi sem fólk telur sig kannast við. Venjulega eiga menn þá við að þeir hafi ekki lengur fulla stjórn á eigin líf heldur láti stjórnast af einhverri ákveðinni hegðun eða athæfi. Þetta á rót sína að rekja til fyrsta sporsins í 12 spora kerfunum en þar er talað um stjórnleysi eigin lífs sem rekja má til einhvers konar vímu eða sóknar í vímu.

Þessi fíknihugtök eins og þau eru notuð geta flokkast undir einhvers konar þráhyggju eða áráttuhegðun sem gerir það að verkum að viðkomandi stjórnar ekki lífi sínu lengur. Þeir sem telja sig þjást af kynlífsfíkn hafa stofnað eigin 12 spora samtök sem heita SLAA (e. Sex and Love Addicts Anonymous) og þar er unnið með kynlífshegðun sem fíkn. Helstu einkennin eru þau að viðkomandi lætur stjórnast af eigin kynlöngunum og alls konar kynlífsathafnir gera það að verkum að hann vanrækir skyldur daglegs lífs og brýtur oftsinnis siðgæðisreglur samfélagsins.Tiger Wods er sagður vera kynlífsfíkill

Algengasta kynlífsfíknin í dag er sennilega klámgláp á Netinu. Menn verða þá svo heillaðir af tölvuklámi að þeir hanga öllum stundum fyrir framan skjáinn og horfa á klám og vanrækja oft og tíðum vinnu og eðlileg fjölskyldutengsl vegna þessa. Kynlífsfíkn er því ekki læknisfræðilegt hugtak heldur öllu fremur lýsandi hugtak sem fólk notar til að skilgreina eigin hegðun sem farin er úr böndum. Meðferð er erfið en oft hjálpar SLAA þegar einstaklingurinn hefur virkilegan áhuga á því að læknast.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Tiger Woods...