Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Bjarni Össurarson Rafnar

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:
Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða.

Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar” en aðrir ekki. Líklega eru ástæðurnar margþættar og menn hafa þannig fundið marga áhættuþætti sem auka líkurnar en einnig hafa fundist verndandi þættir.



Ekki er vitað fyrir víst af hverju sumir verða fíklar en aðrir ekki en líklega koma margir þættir þar við sögu.

Ýmiss konar rannsóknir á fjölskyldum (þar með talið eineggja tvíburum) hafa sýnt að fíkn stjórnast að einhverju leyti af erfðaþáttum. Hugsanlega eru þessi áhrif í gegnum “umbunarkerfið” en það er þó ekki vitað fyrir víst.

Ákveðnir sálfræðilegir þættir eins og kvíði, þunglyndi og geðsjúkdómar eins og geðklofi auka líkur á fíkn í áfengi og vímuefni.

Slæmt atlæti í uppvexti og tilverunni almennt eykur sömuleiðis líkur á að fíkn þróist, til dæmis fátækt og mikil vímuefnaneysla á heimili í æsku.

Að lokum ræður framboð vímu og ávanaefna nokkuð um tíðni fíknar, til dæmis er lægri tíðni áfengisfíknar í löndum þar sem íslam er ríkjandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

yfirlæknir vímuefnadeildar LSH

Útgáfudagur

10.3.2009

Spyrjandi

Helga Agnes

Tilvísun

Bjarni Össurarson Rafnar. „Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21679.

Bjarni Össurarson Rafnar. (2009, 10. mars). Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21679

Bjarni Össurarson Rafnar. „Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21679>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?
Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:

Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða.

Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar” en aðrir ekki. Líklega eru ástæðurnar margþættar og menn hafa þannig fundið marga áhættuþætti sem auka líkurnar en einnig hafa fundist verndandi þættir.



Ekki er vitað fyrir víst af hverju sumir verða fíklar en aðrir ekki en líklega koma margir þættir þar við sögu.

Ýmiss konar rannsóknir á fjölskyldum (þar með talið eineggja tvíburum) hafa sýnt að fíkn stjórnast að einhverju leyti af erfðaþáttum. Hugsanlega eru þessi áhrif í gegnum “umbunarkerfið” en það er þó ekki vitað fyrir víst.

Ákveðnir sálfræðilegir þættir eins og kvíði, þunglyndi og geðsjúkdómar eins og geðklofi auka líkur á fíkn í áfengi og vímuefni.

Slæmt atlæti í uppvexti og tilverunni almennt eykur sömuleiðis líkur á að fíkn þróist, til dæmis fátækt og mikil vímuefnaneysla á heimili í æsku.

Að lokum ræður framboð vímu og ávanaefna nokkuð um tíðni fíknar, til dæmis er lægri tíðni áfengisfíknar í löndum þar sem íslam er ríkjandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: