Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?

Árni Heimir Ingólfsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað var Bach gamall þegar hann dó og hvar dó hann?

Á ferli sínum gegndi Johann Sebastian Bach (1685-1750) fimm störfum í jafn mörgum bæjum, ýmist sem kirkjumúsíkant eða hirðtónlistarmaður: í Arnstadt (1703-7), Mühlhausen (1707-8), í Weimar (1708-17), Köthen (1717-23) og Leipzig (1723-50).

Í Nýju kirkjunni í Arnstad (þ. Neue Kirche, sem í dag ber heitið Bachkirche) hafði hann stöðu organista en einnig var til þess ætlast að hann starfaði með kór og hljómsveit sem skipuð var nemendum við skóla bæjarins. Eitthvað virðist sú samvinna hafa vafist fyrir organistanum unga. Kvöld eitt lenti hann í áflogum við nemanda sem hélt því fram að Bach hefði haft um sig lítilsvirðandi ummæli, meðal annars kallað sig Zippelfagottist – fagottfífl. Í kjölfarið fékk Bach ákúrur hjá kirkjuráði bæjarins, ekki aðeins fyrir framkomu sína við fagottleikarann heldur einnig fyrir orgelleik við messu. Forspil hans voru sögð ýmist of löng eða stutt, auk þess sem hann þótti hafa blandað „mörgum undarlegum nótum“ í sálmalögin og ruglað þannig söfnuðinn.

Johann Sebastian Bach (1685-1750) við orgelið. Mynd frá 1725.

Bach bakaði sér enn meiri vandræði fáeinum mánuðum síðar. Í hafnarborginni Lübeck langt norður í landi starfaði hinn víðfrægi Dietrich Buxtehude (1637/39–1707) og stóð fyrir tónleikum af ýmsum toga. Bach hlaut mánaðarleyfi frá störfum til að nema hjá meistaranum og var reiðubúinn að leggja mikið á sig til að svo mætti verða. Hann hélt þangað að mestu fótgangandi, yfir 400 kílómetra hvora leið. Í Arnstadt höfðu menn gert ráð fyrir því að hann kæmi aftur til starfa við upphaf aðventu og yrði til taks um jólaleytið. En fjórar vikur urðu að fjórum mánuðum og varla hefur Bach verið tekið með kostum og kynjum þegar hann lét loksins sjá sig á nýjan leik. Eflaust hafa allir andað léttar þegar Bach bauðst nýtt organistastarf í Mühlhausen vorið 1707.

Framganga Bachs í Arnstadt bregður nokkru ljósi á persónuleikann. Þótt tónlist hans sé guðdómleg var hann sjálfur síður en svo neinn engill. Hann rakst alla tíð illa í starfi, átti það til að stökkva upp á nef sér og tók djúpt í árinni þegar honum fannst hann beittur órétti.

Í Mühlhausen starfaði Bach við kirkju heilags Blasíusar (þ. Blasiuskirche) en hafði einnig ýmis aukastörf, meðal annars að semja árlega kantötu til að hylla nýskipað bæjarráð. Þótt Bach gengi flest í haginn í Mühlhausen söðlaði hann enn um að ári liðnu, hér til Weimar árið 1708 þar sem beið hans staða hirðorganista. Þar var meginskylda hans að leika á orgel í hallarkirkjunni, Himmelsburg, auk þess sem hann flutti kammermúsík með öðrum hirðspilurum þegar á þurfti að halda. Árið 1714 var Bach hækkaður í tign og hlaut nafnbótina Concertmeister.

Í Weimar deildu tveir hertogar með sér völdum, Wilhelm Ernst og bróðursonur hans, Ernst August. Þeim frændum kom illa saman um flest og kannski hafa deilur þeirra sett óþægilegan svip á lífið við hirðina. Varla hefur Bach heldur látið sér það lynda þegar ráðið var í starf Capellmeister, æðstu stöðu tónlistarmanns við hirðina, og fram hjá honum var gengið. Hann ákvað því að færa sig um set til Köthen en brottför hans frá Weimar var síður en svo átakalaus. Eldri hertoginn setti sig upp á móti áformum tónskáldsins og þá var ekki að sökum að spyrja, Bach missti stjórn á skapi sínu og mátti dúsa í fangelsi mestallan nóvembermánuð 1717 uns hann var látinn laus „með vansæmd“. En atburðarás sem þessi sýnir að jafnvel mikils metinn tónlistarmaður gegndi fyrst og fremst þjónustuhlutverki og átti allt sitt undir hverflyndum yfirmönnum.

Nýi vinnuveitandi Bachs var Leópold prins af Antalt-Köthen. Hann hafði brennandi áhuga músík og við hirð hans starfaði hljómsveit sem skipuð var sextán framúrskarandi hljóðfæraleikurum. Í smábænum Köthen eygði Bach ótal tækifæri þótt starfið væri um margt ólíkt því sem hann hafið áður unnið. Leópold prins var kalvínisti og því hljómaði engin tónlist í hirðkapellunni önnur en einradda sálmasöngur. Næstu sex árin einbeitti Bach sér því alfarið að hljóðfæratónlist, bæði einleiks- og kammerverkum.

Málverk frá árinu 1746 en þá var Bach 61 árs.

Árið 1723 færði Bach sig um set til Leipzig. Árið áður andaðist tónskáldið Johann Kuhnau (1660-1722) sem var kantor við Tómasarskólann í Leipzig og tónlistarstjóri – director musices – við helstu kirkjur borgarinnar. Þar með var laus ábyrgðarstaða í einni mestu mennta- og útgáfuborg landsins. Leipzig var tífalt stærri en Köthen, þar voru um 30 þúsund íbúar og borgin hafði þá sérstöðu að hún var bæði menntasetur og markaðstorg. Þrisvar á ári flykktust þúsundir manna þangað á vörusýningar og háskólinn þótti sá besti í öllu Þýskalandi.

Back var raunar ekki efstur á blaði þegar kom að því að ráða í starfið. Borgarráðið í Leipzig vildi helst fá Georg Philipp Telemann (1681-1767) enda var hann eitt frægasta tónskáld landsins, hafði numið og starfað í Leipzig á árum áður en var nú tónlistarstjóri í Hamborg. Hamborgarmenn vildu þó fyrir enga muni missa sinn mann til Leipzig og buðu ríflega launahækkun svo að Telemann sat um kyrrt. Næstur á lista borgarráðsins var Christoph Graupner (1683-1760), hirðtónskáld í Darmstadt, en hann fékk ekki lausn frá störfum og fór því hvergi. Því varð úr að Bach var ráðinn Tómasarkantor og tónlistarstjóri í Leipzig. Frá sjónarhóli nútímans er hægur leikur að fordæma greindarleysi dómnefndarmanna en á sinn hátt er skiljanlegt að hann hafi ekki náð efst á blað. Tómasarkantor átti nefnilega einnig að kenna skólapiltum latínu og guðfræði en ólíkt keppinautum sínum var Bach ekki háskólamenntaður og gat því ekki uppfyllt þær kröfur. Öll ár sín í Leipzig fékk hann staðgengil til að kenna bóklegar greinar og greiddi laun hans úr eigin vasa.

Embætti Tómasarkantors var það síðasta sem Bach gegndi um ævina og jafnfram það sem hann sinnti lengst, í 27 ár. Bach lést í Leipzig árið 1750 þá 65 ára að aldri.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Árni Heimir Ingólfsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

13.11.2017

Spyrjandi

Unnur Ö. Hannesdóttir, Ásta Sighvatsdóttir, Snædís Snorradóttir

Tilvísun

Árni Heimir Ingólfsson. „Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2017. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12481.

Árni Heimir Ingólfsson. (2017, 13. nóvember). Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12481

Árni Heimir Ingólfsson. „Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2017. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12481>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað var Bach gamall þegar hann dó og hvar dó hann?

Á ferli sínum gegndi Johann Sebastian Bach (1685-1750) fimm störfum í jafn mörgum bæjum, ýmist sem kirkjumúsíkant eða hirðtónlistarmaður: í Arnstadt (1703-7), Mühlhausen (1707-8), í Weimar (1708-17), Köthen (1717-23) og Leipzig (1723-50).

Í Nýju kirkjunni í Arnstad (þ. Neue Kirche, sem í dag ber heitið Bachkirche) hafði hann stöðu organista en einnig var til þess ætlast að hann starfaði með kór og hljómsveit sem skipuð var nemendum við skóla bæjarins. Eitthvað virðist sú samvinna hafa vafist fyrir organistanum unga. Kvöld eitt lenti hann í áflogum við nemanda sem hélt því fram að Bach hefði haft um sig lítilsvirðandi ummæli, meðal annars kallað sig Zippelfagottist – fagottfífl. Í kjölfarið fékk Bach ákúrur hjá kirkjuráði bæjarins, ekki aðeins fyrir framkomu sína við fagottleikarann heldur einnig fyrir orgelleik við messu. Forspil hans voru sögð ýmist of löng eða stutt, auk þess sem hann þótti hafa blandað „mörgum undarlegum nótum“ í sálmalögin og ruglað þannig söfnuðinn.

Johann Sebastian Bach (1685-1750) við orgelið. Mynd frá 1725.

Bach bakaði sér enn meiri vandræði fáeinum mánuðum síðar. Í hafnarborginni Lübeck langt norður í landi starfaði hinn víðfrægi Dietrich Buxtehude (1637/39–1707) og stóð fyrir tónleikum af ýmsum toga. Bach hlaut mánaðarleyfi frá störfum til að nema hjá meistaranum og var reiðubúinn að leggja mikið á sig til að svo mætti verða. Hann hélt þangað að mestu fótgangandi, yfir 400 kílómetra hvora leið. Í Arnstadt höfðu menn gert ráð fyrir því að hann kæmi aftur til starfa við upphaf aðventu og yrði til taks um jólaleytið. En fjórar vikur urðu að fjórum mánuðum og varla hefur Bach verið tekið með kostum og kynjum þegar hann lét loksins sjá sig á nýjan leik. Eflaust hafa allir andað léttar þegar Bach bauðst nýtt organistastarf í Mühlhausen vorið 1707.

Framganga Bachs í Arnstadt bregður nokkru ljósi á persónuleikann. Þótt tónlist hans sé guðdómleg var hann sjálfur síður en svo neinn engill. Hann rakst alla tíð illa í starfi, átti það til að stökkva upp á nef sér og tók djúpt í árinni þegar honum fannst hann beittur órétti.

Í Mühlhausen starfaði Bach við kirkju heilags Blasíusar (þ. Blasiuskirche) en hafði einnig ýmis aukastörf, meðal annars að semja árlega kantötu til að hylla nýskipað bæjarráð. Þótt Bach gengi flest í haginn í Mühlhausen söðlaði hann enn um að ári liðnu, hér til Weimar árið 1708 þar sem beið hans staða hirðorganista. Þar var meginskylda hans að leika á orgel í hallarkirkjunni, Himmelsburg, auk þess sem hann flutti kammermúsík með öðrum hirðspilurum þegar á þurfti að halda. Árið 1714 var Bach hækkaður í tign og hlaut nafnbótina Concertmeister.

Í Weimar deildu tveir hertogar með sér völdum, Wilhelm Ernst og bróðursonur hans, Ernst August. Þeim frændum kom illa saman um flest og kannski hafa deilur þeirra sett óþægilegan svip á lífið við hirðina. Varla hefur Bach heldur látið sér það lynda þegar ráðið var í starf Capellmeister, æðstu stöðu tónlistarmanns við hirðina, og fram hjá honum var gengið. Hann ákvað því að færa sig um set til Köthen en brottför hans frá Weimar var síður en svo átakalaus. Eldri hertoginn setti sig upp á móti áformum tónskáldsins og þá var ekki að sökum að spyrja, Bach missti stjórn á skapi sínu og mátti dúsa í fangelsi mestallan nóvembermánuð 1717 uns hann var látinn laus „með vansæmd“. En atburðarás sem þessi sýnir að jafnvel mikils metinn tónlistarmaður gegndi fyrst og fremst þjónustuhlutverki og átti allt sitt undir hverflyndum yfirmönnum.

Nýi vinnuveitandi Bachs var Leópold prins af Antalt-Köthen. Hann hafði brennandi áhuga músík og við hirð hans starfaði hljómsveit sem skipuð var sextán framúrskarandi hljóðfæraleikurum. Í smábænum Köthen eygði Bach ótal tækifæri þótt starfið væri um margt ólíkt því sem hann hafið áður unnið. Leópold prins var kalvínisti og því hljómaði engin tónlist í hirðkapellunni önnur en einradda sálmasöngur. Næstu sex árin einbeitti Bach sér því alfarið að hljóðfæratónlist, bæði einleiks- og kammerverkum.

Málverk frá árinu 1746 en þá var Bach 61 árs.

Árið 1723 færði Bach sig um set til Leipzig. Árið áður andaðist tónskáldið Johann Kuhnau (1660-1722) sem var kantor við Tómasarskólann í Leipzig og tónlistarstjóri – director musices – við helstu kirkjur borgarinnar. Þar með var laus ábyrgðarstaða í einni mestu mennta- og útgáfuborg landsins. Leipzig var tífalt stærri en Köthen, þar voru um 30 þúsund íbúar og borgin hafði þá sérstöðu að hún var bæði menntasetur og markaðstorg. Þrisvar á ári flykktust þúsundir manna þangað á vörusýningar og háskólinn þótti sá besti í öllu Þýskalandi.

Back var raunar ekki efstur á blaði þegar kom að því að ráða í starfið. Borgarráðið í Leipzig vildi helst fá Georg Philipp Telemann (1681-1767) enda var hann eitt frægasta tónskáld landsins, hafði numið og starfað í Leipzig á árum áður en var nú tónlistarstjóri í Hamborg. Hamborgarmenn vildu þó fyrir enga muni missa sinn mann til Leipzig og buðu ríflega launahækkun svo að Telemann sat um kyrrt. Næstur á lista borgarráðsins var Christoph Graupner (1683-1760), hirðtónskáld í Darmstadt, en hann fékk ekki lausn frá störfum og fór því hvergi. Því varð úr að Bach var ráðinn Tómasarkantor og tónlistarstjóri í Leipzig. Frá sjónarhóli nútímans er hægur leikur að fordæma greindarleysi dómnefndarmanna en á sinn hátt er skiljanlegt að hann hafi ekki náð efst á blað. Tómasarkantor átti nefnilega einnig að kenna skólapiltum latínu og guðfræði en ólíkt keppinautum sínum var Bach ekki háskólamenntaður og gat því ekki uppfyllt þær kröfur. Öll ár sín í Leipzig fékk hann staðgengil til að kenna bóklegar greinar og greiddi laun hans úr eigin vasa.

Embætti Tómasarkantors var það síðasta sem Bach gegndi um ævina og jafnfram það sem hann sinnti lengst, í 27 ár. Bach lést í Leipzig árið 1750 þá 65 ára að aldri.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...