Sólin Sólin Rís 03:04 • sest 23:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:49 • Sest 12:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:35 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík

Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?

Árni Björnsson

Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður þó að þeim sem ganga aftur af heift eða girnd til einhvers og sækja að honum eða henni eftir dauðann. Uppvakningar og sendingar eru hinsvegar særðir upp úr gröf sinni af fjölkunnugum mönnum og sendir öðrum til meins. Fyrir kemur einnig að dýr séu vakin upp og mögnuð.Talið er að hér sjáist móri á myndinni lengst til hægri (sá óskýri) en sagt er að hann hafi fylgt öðrum manninum. Þegar myndin var framkölluð kom í ljós þessi skuggamynd sem líktist þriðja manninum, en ósagt skal látið hvort um raunverulegan móra sé að ræða.

Ef ekki tekst að koma afturgöngum og uppvakningum fyrir geta þau orðið fylgjur og birtast þá ýmist með eigin ásýnd eða sem svipir og vofur og þá jafnvel í margra kvikinda líki. Sumar halda sig við ákveðinn stað og kallast þá líka staðárar. Slíkir draugar eru heldur meinlausari en hinir sem eru á sífelldum erli og kallast gangárar. Í þeim hópi eru ýmsar ættarfylgjur eins og mórar og skottur.

Mórar eru karldraugar, oftast í mórauðri peysu, úlpu eða mussu. Þeir voru ýmist með kolllágan barðastóran hatt eða lambhúshettu og stungu þá öllum hausnum út um hettuopið en létu kollinn slúta aftur á bakið. Sumir þeirra gengu við broddstaf. Kvendraugar nefnast oft skottur og er ástæðan talin sú að þær báru gamla íslenska kvenhöfuðbúnaðinn, en skautið var mórautt og faldkrókurinn beygðist aftur en ekki fram. Stundum lafði skautið jafnvel niður á milli herða líkt og skott. Oft voru þær í rauðum sokkum og sugu á sér fingur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir
  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Rv. 1990, 13.
  • Einar Ól. Sveinsson. Um íslenzkar þjóðsögur. Rv. 1940. 166-178.
  • Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Rv. 1954-61; I, 215-17, 304-307, 340-41, 346.
  • Íslenskar þjóðsögur og sagnir I-IX. Safnað hefir Sigfús Sigfússon. Rv. 1982-89; II, 198-199.
  • Jón Hnefill Aðalsteinsson. Íslensk þjóðmenning V, 366-376; VI, 265-269.

Áhugasömum um drauga og aðrar forynjur viljum við benda sérstaklega á Draugasetrið Stokkseyri, en myndin í svarinu er fengin af vefsetri þeirra.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig líta mórar og skottur út og hvað eru þau?

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

16.12.2008

Spyrjandi

Tinna Ólafsdóttir, f. 1986, Kristjana Björk Barðdal

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2008. Sótt 10. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=12740.

Árni Björnsson. (2008, 16. desember). Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12740

Árni Björnsson. „Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2008. Vefsíða. 10. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12740>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður þó að þeim sem ganga aftur af heift eða girnd til einhvers og sækja að honum eða henni eftir dauðann. Uppvakningar og sendingar eru hinsvegar særðir upp úr gröf sinni af fjölkunnugum mönnum og sendir öðrum til meins. Fyrir kemur einnig að dýr séu vakin upp og mögnuð.Talið er að hér sjáist móri á myndinni lengst til hægri (sá óskýri) en sagt er að hann hafi fylgt öðrum manninum. Þegar myndin var framkölluð kom í ljós þessi skuggamynd sem líktist þriðja manninum, en ósagt skal látið hvort um raunverulegan móra sé að ræða.

Ef ekki tekst að koma afturgöngum og uppvakningum fyrir geta þau orðið fylgjur og birtast þá ýmist með eigin ásýnd eða sem svipir og vofur og þá jafnvel í margra kvikinda líki. Sumar halda sig við ákveðinn stað og kallast þá líka staðárar. Slíkir draugar eru heldur meinlausari en hinir sem eru á sífelldum erli og kallast gangárar. Í þeim hópi eru ýmsar ættarfylgjur eins og mórar og skottur.

Mórar eru karldraugar, oftast í mórauðri peysu, úlpu eða mussu. Þeir voru ýmist með kolllágan barðastóran hatt eða lambhúshettu og stungu þá öllum hausnum út um hettuopið en létu kollinn slúta aftur á bakið. Sumir þeirra gengu við broddstaf. Kvendraugar nefnast oft skottur og er ástæðan talin sú að þær báru gamla íslenska kvenhöfuðbúnaðinn, en skautið var mórautt og faldkrókurinn beygðist aftur en ekki fram. Stundum lafði skautið jafnvel niður á milli herða líkt og skott. Oft voru þær í rauðum sokkum og sugu á sér fingur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir
  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Rv. 1990, 13.
  • Einar Ól. Sveinsson. Um íslenzkar þjóðsögur. Rv. 1940. 166-178.
  • Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Rv. 1954-61; I, 215-17, 304-307, 340-41, 346.
  • Íslenskar þjóðsögur og sagnir I-IX. Safnað hefir Sigfús Sigfússon. Rv. 1982-89; II, 198-199.
  • Jón Hnefill Aðalsteinsson. Íslensk þjóðmenning V, 366-376; VI, 265-269.

Áhugasömum um drauga og aðrar forynjur viljum við benda sérstaklega á Draugasetrið Stokkseyri, en myndin í svarinu er fengin af vefsetri þeirra.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig líta mórar og skottur út og hvað eru þau?...