Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 03:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?

Arnar Pálsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr?

Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. Þeir sem eiga kött eða hund sem þjáist af alvarlegum sjúkdómi geta leitað til fyrirtækja sem sinna klónunarþjónustu en árangurinn er ekki tryggur. Rétt er að taka fram að þessi þjónusta er mjög dýr!

Klónun, eða einræktun, felur í sér að búa til nýjan einstakling með sömu erfðasamsetningu og annar einstaklingur (frumgerðin). Nýi einstaklingurinn verður með sama erfðaefni og frumgerðin, rétt eins og eineggja tvíburar. Eineggja tvíburar eru með sama erfðaefni og eru því líkari en venjuleg systkini. En eineggja tvíburar og klónar eru ALDREI nákvæmlega eins, hvorki erfðafræðilega né í svipfari.[1]

Klónuð dýr eru aldrei alveg nákvæmlega eins, ekki frekar en eineggja tvíburar.

Klónun er framkvæmd á tilraunastofu með því að fjarlægja kjarna úr eggfrumu og láta líkamsfrumu renna saman við kjarnalausa eggið. Ef eggið virkjast og þroskun hefst getur ný lífvera vaxið. Í tilfelli spendýra þarf að flytja fósturvísinn í staðgöngumóður og bíða meðgönguna eftir fæðingu klónsins. Fyrstu dýrin sem klónuð voru með þessari aðferð voru ígulker, froskar og kindin Dollý. Hestar, hundar og kettir fylgdu fljótt í kjölfarið.

Nú bjóða fyrirtæki í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum upp á klónun hunda og katta. Fyrir nokkrar milljónir króna taka þeir frumur úr (stundum dauðvona) hundi eða ketti og gera tilraun til að klóna viðkomandi með samskonar aðferð og beitt var þegar Dollý var klónuð.

Gæludýr eru klónuð sem samskonar aðferð og beitt var þegar kindin Dollý varð til. Aðferðin byggir á því að fjarlægja kjarna úr eggi og hvata samruna líkamsfrumu við eggið.

Fyrirtækin leggja áherslu á að um tilraun sé að ræða, ekki er öruggt að hún takist. Til að hún gangi upp þarf heillegar frumur úr gæludýrinu. Einnig þarf nokkur egg úr sömu tegund, kjarna eggjanna þarf að fjarlægja og láta frumurnar svo renna saman við þau. Ef kjarninn virkar nægileg vel og þroskun hefst eru kímblöðrur settar í leg staðgöngumæðra sem ganga með fóstrin. Eins og gefur að skilja eru mörg skref á þessari leið og alls óvíst að hún heppnist í öllum tilfellum.

Þar sem gæludýraklónunarþjónusta er afar kostnaðarsöm (verðið hleypur á nokkrum milljónum eftir dýrategundum) hafa aðallega auðugir gæludýraeigendur nýtt sér hana. Síðla vetrar 2018 bárust tíðindi af því að bandaríska söng- og leikkonan Barbra Streisand hefði látið klóna tíkina Samönthu. Klónunin heppnaðist og fékk söngkonan tvo hunda sem hún nefndi Miss Scarlet og Miss Violet. Samkvæmt viðtali í dægurmálablaðinu Variety var Barbra undrandi á að hundarnir tveir væru ekki eins, sérstaklega ekki persónuleikar þeirra.

Barbra Streisand með klónuðu hvolpana sína tvo.

Ástæðurnar fyrir því að klónar eru ekki nákvæmlega eins er sú sama og að eineggja tvíburar eru ekki nákvæmlega eins. Eiginleikar lífvera eru tilkomnir vegna gena, umhverfis, samspils gena og umhverfis og líka tilviljana.

Í fyrsta lagi er erfðaefni tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eða eineggja tvíbura, aldrei nákvæmlega eins. Við hverja skiptingu líkamsfruma geta orðið stökkbreytingar sem leiða til dæmis til erfðafræðilegs munar á eineggja tvíburum en einnig innan sama einstaklings. Það er einmitt rótin að krabbameinum, uppsöfnun stökkbreytinga í líkamsfrumum yfir ævina.

Í öðru lagi er umhverfi tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eða eineggja, aldrei nákvæmlega eins. Annar tvíburinn fékk tvo sleikjóa, hinn var lengur í sólinni og brann, annar veiktist af flensunni tveggja ára en hinn ekki og svo framvegis. Milljónir ólíkra umhverfisþátta móta þannig klóna og engin leið er að tryggja að tveir einstaklingar alist upp og þroskist á nákvæmlega sama hátt.

Í þriðja lagi er flókið samspil milli erfða og umhverfis, sem ekki verður útskýrt frekar hér.

Í fjórða lagi getur tilviljun í hegðan sameinda og ferlum þroskunar valdið því að tveir einstaklingar með sömu gen í sama umhverfi verða ólíkir. Orsökin er suð[2] í styrk og virkni sameinda og fruma innan líkamans sem getur leitt til þess að annar fótur verður styttri en hinn eða heilahvelin þroskast ólíkt í eineggja tvíburum.

Því kemur ekki sérstaklega á óvart að klónar frú Streisand séu ekki nákvæmlega eins.

Samantekt:

 • Hægt er að láta klóna viss gæludýr, til dæmis hunda og ketti.
 • Klónar líta ekki eins út og frumgerðin.
 • Klónar verða ekki saman persónan og frumgerðin.
 • Ástæðurnar eru breytileiki í genum líkamsfruma, umhverfisþáttum og tilviljunin sjálf.

Tilvísanir:
 1. ^ Sama hversu oft bent er á þetta eina par tvíeggja tvíbura sem dó úr sama sjúkdómi sama daginn. Nær allir hinir eineggja tvíburarnir deyja á mismunandi dögum úr ólíkum sjúkdómum.
 2. ^ Með suði er átt við að ekki er jafnmikið myndað af öllum prótínum í öllum frumum af sömu gerð sem getur leitt til þess að líffæri virka mismunandi eða vefir þroskast ólíkt.

Myndir:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

12.9.2018

Spyrjandi

Saranda Dyla

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?“ Vísindavefurinn, 12. september 2018. Sótt 3. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=12744.

Arnar Pálsson. (2018, 12. september). Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12744

Arnar Pálsson. „Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2018. Vefsíða. 3. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12744>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr?

Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. Þeir sem eiga kött eða hund sem þjáist af alvarlegum sjúkdómi geta leitað til fyrirtækja sem sinna klónunarþjónustu en árangurinn er ekki tryggur. Rétt er að taka fram að þessi þjónusta er mjög dýr!

Klónun, eða einræktun, felur í sér að búa til nýjan einstakling með sömu erfðasamsetningu og annar einstaklingur (frumgerðin). Nýi einstaklingurinn verður með sama erfðaefni og frumgerðin, rétt eins og eineggja tvíburar. Eineggja tvíburar eru með sama erfðaefni og eru því líkari en venjuleg systkini. En eineggja tvíburar og klónar eru ALDREI nákvæmlega eins, hvorki erfðafræðilega né í svipfari.[1]

Klónuð dýr eru aldrei alveg nákvæmlega eins, ekki frekar en eineggja tvíburar.

Klónun er framkvæmd á tilraunastofu með því að fjarlægja kjarna úr eggfrumu og láta líkamsfrumu renna saman við kjarnalausa eggið. Ef eggið virkjast og þroskun hefst getur ný lífvera vaxið. Í tilfelli spendýra þarf að flytja fósturvísinn í staðgöngumóður og bíða meðgönguna eftir fæðingu klónsins. Fyrstu dýrin sem klónuð voru með þessari aðferð voru ígulker, froskar og kindin Dollý. Hestar, hundar og kettir fylgdu fljótt í kjölfarið.

Nú bjóða fyrirtæki í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum upp á klónun hunda og katta. Fyrir nokkrar milljónir króna taka þeir frumur úr (stundum dauðvona) hundi eða ketti og gera tilraun til að klóna viðkomandi með samskonar aðferð og beitt var þegar Dollý var klónuð.

Gæludýr eru klónuð sem samskonar aðferð og beitt var þegar kindin Dollý varð til. Aðferðin byggir á því að fjarlægja kjarna úr eggi og hvata samruna líkamsfrumu við eggið.

Fyrirtækin leggja áherslu á að um tilraun sé að ræða, ekki er öruggt að hún takist. Til að hún gangi upp þarf heillegar frumur úr gæludýrinu. Einnig þarf nokkur egg úr sömu tegund, kjarna eggjanna þarf að fjarlægja og láta frumurnar svo renna saman við þau. Ef kjarninn virkar nægileg vel og þroskun hefst eru kímblöðrur settar í leg staðgöngumæðra sem ganga með fóstrin. Eins og gefur að skilja eru mörg skref á þessari leið og alls óvíst að hún heppnist í öllum tilfellum.

Þar sem gæludýraklónunarþjónusta er afar kostnaðarsöm (verðið hleypur á nokkrum milljónum eftir dýrategundum) hafa aðallega auðugir gæludýraeigendur nýtt sér hana. Síðla vetrar 2018 bárust tíðindi af því að bandaríska söng- og leikkonan Barbra Streisand hefði látið klóna tíkina Samönthu. Klónunin heppnaðist og fékk söngkonan tvo hunda sem hún nefndi Miss Scarlet og Miss Violet. Samkvæmt viðtali í dægurmálablaðinu Variety var Barbra undrandi á að hundarnir tveir væru ekki eins, sérstaklega ekki persónuleikar þeirra.

Barbra Streisand með klónuðu hvolpana sína tvo.

Ástæðurnar fyrir því að klónar eru ekki nákvæmlega eins er sú sama og að eineggja tvíburar eru ekki nákvæmlega eins. Eiginleikar lífvera eru tilkomnir vegna gena, umhverfis, samspils gena og umhverfis og líka tilviljana.

Í fyrsta lagi er erfðaefni tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eða eineggja tvíbura, aldrei nákvæmlega eins. Við hverja skiptingu líkamsfruma geta orðið stökkbreytingar sem leiða til dæmis til erfðafræðilegs munar á eineggja tvíburum en einnig innan sama einstaklings. Það er einmitt rótin að krabbameinum, uppsöfnun stökkbreytinga í líkamsfrumum yfir ævina.

Í öðru lagi er umhverfi tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eða eineggja, aldrei nákvæmlega eins. Annar tvíburinn fékk tvo sleikjóa, hinn var lengur í sólinni og brann, annar veiktist af flensunni tveggja ára en hinn ekki og svo framvegis. Milljónir ólíkra umhverfisþátta móta þannig klóna og engin leið er að tryggja að tveir einstaklingar alist upp og þroskist á nákvæmlega sama hátt.

Í þriðja lagi er flókið samspil milli erfða og umhverfis, sem ekki verður útskýrt frekar hér.

Í fjórða lagi getur tilviljun í hegðan sameinda og ferlum þroskunar valdið því að tveir einstaklingar með sömu gen í sama umhverfi verða ólíkir. Orsökin er suð[2] í styrk og virkni sameinda og fruma innan líkamans sem getur leitt til þess að annar fótur verður styttri en hinn eða heilahvelin þroskast ólíkt í eineggja tvíburum.

Því kemur ekki sérstaklega á óvart að klónar frú Streisand séu ekki nákvæmlega eins.

Samantekt:

 • Hægt er að láta klóna viss gæludýr, til dæmis hunda og ketti.
 • Klónar líta ekki eins út og frumgerðin.
 • Klónar verða ekki saman persónan og frumgerðin.
 • Ástæðurnar eru breytileiki í genum líkamsfruma, umhverfisþáttum og tilviljunin sjálf.

Tilvísanir:
 1. ^ Sama hversu oft bent er á þetta eina par tvíeggja tvíbura sem dó úr sama sjúkdómi sama daginn. Nær allir hinir eineggja tvíburarnir deyja á mismunandi dögum úr ólíkum sjúkdómum.
 2. ^ Með suði er átt við að ekki er jafnmikið myndað af öllum prótínum í öllum frumum af sömu gerð sem getur leitt til þess að líffæri virka mismunandi eða vefir þroskast ólíkt.

Myndir:

...